Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. júlí 2015 13:01 Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. Vísir/Vilhelm Grafalvarleg staða blasir við á gjörgæsludeild Landspítalans en rúmlega 60 prósent hjúkrunarfræðinga láta af störfum eftir rúma tvo mánuði eftir fjöldauppsagnir. Gjörgæsludeildin verður nánast óstarfhæf gangi uppsagnirnar eftir. Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu í Fossvogi, segir stöðuna alvarlega en hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildinni eru með tveggja ára sérmenntun til viðbótar við fjögurra ára grunnnám. „Þetta er fólk með sex ára nám og búið að vinna margir í 10 til 30 ár. Við erum að missa út alveg gífurlegan mannauð ef þetta fólk fer af deildinni. Þannig að ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir húnVandi sem þarf að leysa Kristín segir að fólkið sem hafi sagt upp hafi gríðarlegan áhuga á starfinu og að mikill mannauður hverfi með því. Hún segist ekki vera með töfralausn á vandanum, en eitthvað þurfi að gerast. „Það er mjög mikið álag að vera í svona vinnu, svona vaktafvinnu, fyrir fólk. Það þarf að viðurkenna að það þarf að borga betur fyrir þessa vinnu heldur en er gert í dag,“ segir hún. Deildin verður óstarfhæf, komi uppsagnirnar til framkvæmda, en þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. „Hún verður algjörlega óstarfhæf og ég sé ekki fyrir mér hvernig við ætlum að bjarga þessu því þetta er það mikil sérhæfing. Við erum hérna með fólk sem eru veikustu einstaklingar landsins. Við erum að taka á móti slysum – stórslysum – þar sem skiptir svo miklu máli að fólk hafi mjög miklu þjálfun og reynslu,“ segir hún.Verða að tala íslensku Kristín segir hugmyndir um að ráð inn erlenda hjúkrunarfræðinga einfaldlega ekki ganga upp á gjörgæsludeildinni. „Það er ekki hægt. Það skiptir miklu máli að það sé mikill hraði þannig að einstaklingar eða hjúkrunarfræðingar sem eru ekki með málið, ef það er talað um að finna hjúkrunarfræðinga erlendis frá, þá er það tómt mál að tala um á þessari deild,“ segir hún. „Það bara gengur ekki.“ Kristín bendir á að gerðar séu kröfur í Noregi til hjúkrunarfræðinga sem þar starfa að þeir tali tungumálið. Hún segir að gera megi ráð fyrir ansi löngum undirbúningstíma ef kenna erlendum hjúkrunarfræðingum íslensku. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Grafalvarleg staða blasir við á gjörgæsludeild Landspítalans en rúmlega 60 prósent hjúkrunarfræðinga láta af störfum eftir rúma tvo mánuði eftir fjöldauppsagnir. Gjörgæsludeildin verður nánast óstarfhæf gangi uppsagnirnar eftir. Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu í Fossvogi, segir stöðuna alvarlega en hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildinni eru með tveggja ára sérmenntun til viðbótar við fjögurra ára grunnnám. „Þetta er fólk með sex ára nám og búið að vinna margir í 10 til 30 ár. Við erum að missa út alveg gífurlegan mannauð ef þetta fólk fer af deildinni. Þannig að ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir húnVandi sem þarf að leysa Kristín segir að fólkið sem hafi sagt upp hafi gríðarlegan áhuga á starfinu og að mikill mannauður hverfi með því. Hún segist ekki vera með töfralausn á vandanum, en eitthvað þurfi að gerast. „Það er mjög mikið álag að vera í svona vinnu, svona vaktafvinnu, fyrir fólk. Það þarf að viðurkenna að það þarf að borga betur fyrir þessa vinnu heldur en er gert í dag,“ segir hún. Deildin verður óstarfhæf, komi uppsagnirnar til framkvæmda, en þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. „Hún verður algjörlega óstarfhæf og ég sé ekki fyrir mér hvernig við ætlum að bjarga þessu því þetta er það mikil sérhæfing. Við erum hérna með fólk sem eru veikustu einstaklingar landsins. Við erum að taka á móti slysum – stórslysum – þar sem skiptir svo miklu máli að fólk hafi mjög miklu þjálfun og reynslu,“ segir hún.Verða að tala íslensku Kristín segir hugmyndir um að ráð inn erlenda hjúkrunarfræðinga einfaldlega ekki ganga upp á gjörgæsludeildinni. „Það er ekki hægt. Það skiptir miklu máli að það sé mikill hraði þannig að einstaklingar eða hjúkrunarfræðingar sem eru ekki með málið, ef það er talað um að finna hjúkrunarfræðinga erlendis frá, þá er það tómt mál að tala um á þessari deild,“ segir hún. „Það bara gengur ekki.“ Kristín bendir á að gerðar séu kröfur í Noregi til hjúkrunarfræðinga sem þar starfa að þeir tali tungumálið. Hún segir að gera megi ráð fyrir ansi löngum undirbúningstíma ef kenna erlendum hjúkrunarfræðingum íslensku.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira