Rapparinn Tyga tilkynnti á Instagram-síðu sinni fyrir skemmstu að hann og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner væru í sambandi. Frá því síðastliðið haust hafa verið sögusagnir á kreiki um að þau væru saman, en Tyga neitaði því alltaf og sagði þau bara vera vini.
Rapparinn, sem er 25 ára, neitaði síðast í útvarpsviðtali í febrúar að þau væru par og þvertók fyrir að hafa yfirgefið konu sína og barn fyrir Kylie, sem er aðeins 17 ára gömul. Hann hafði þá verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera með stúlku undir lögaldri.
Nú virðist annað vera uppi á teningnum, þar sem hann setti inn mynd af Kylie á Instagram og við hana skrifaði hann: „Margir hlutir fanga augað, en aðeins fáir fanga hjartað.“
Kylie Jenner og Tyga nýtt par
Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
