Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. maí 2015 18:54 Sigurður Ólafsson yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum segir algerlega óásættanlegt að fólk með lifrarbólgu C fái ekki tilskilin lyf og það eigi sér enga hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þarna séu í sumum tilfellum sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem fái ekki viðeigandi meðferð. Eins og Stöð 2 sagði frá í gær standa 200 sjúklingum sem hafa greinst með lifrarbólgu einungis til boða lyf sem þykja úrelt í Evrópu og Bandaríkjunum. Þau eru ódýrari í innkaupum en hafa miklar aukaverkanir og miklu minni svörun. Hluti þessa hóps er mjög veikur og getur vart beðið miklu lengur. Sigurður bendir á að lifrarbólga c sé algengasti lifrarsjúkdómur á Vesturlöndum og ein algengasta ástæða skorpulifrar og lifrarbilunar og algeng orsök lifrarígræðslu. „Það er ekki eins og við séum að tala um sjaldgæft fyrirbæri og það er algerlega óásættanlegt ástand að við getum ekki veitt þessum sjúklingum bestu meðferð,“ segir hann. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri Landsspítalans sagði í gær að sérfræðingar spítalans vildu kaupa lyfin en Sjúkratryggingar segðu nei. „Það sem skiptir mestu máli núna er að það fáist lausn og hún fáist strax. Fyrir mig sem lækni og sjúklingana mína skiptir ekki mestu máli úr hvaða vasa innan heilbrigðiskerfisins, peningarnir koma, þeir þurfa bara að koma og það fljótlega,“ segir Sigurður Ólafsson. Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaks, samtaka frumlyfjaframleiðenda segir að lyfin séu notuð í öllum nágrannalöndum okkar. Hann segir að fjárveiting til innkaupa á sjúkrahúslyfjum dugi ekki fyrir lyfjum sem þurfi að nota í ár. Nú hafi heilbrigðisyfirvöld staðfest að engin ný sjúkrahúslyf verði keypt á þessu ári. „Það er því miður bara mjög alvarlegt staða,“ segir Jakob. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Sigurður Ólafsson yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum segir algerlega óásættanlegt að fólk með lifrarbólgu C fái ekki tilskilin lyf og það eigi sér enga hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þarna séu í sumum tilfellum sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem fái ekki viðeigandi meðferð. Eins og Stöð 2 sagði frá í gær standa 200 sjúklingum sem hafa greinst með lifrarbólgu einungis til boða lyf sem þykja úrelt í Evrópu og Bandaríkjunum. Þau eru ódýrari í innkaupum en hafa miklar aukaverkanir og miklu minni svörun. Hluti þessa hóps er mjög veikur og getur vart beðið miklu lengur. Sigurður bendir á að lifrarbólga c sé algengasti lifrarsjúkdómur á Vesturlöndum og ein algengasta ástæða skorpulifrar og lifrarbilunar og algeng orsök lifrarígræðslu. „Það er ekki eins og við séum að tala um sjaldgæft fyrirbæri og það er algerlega óásættanlegt ástand að við getum ekki veitt þessum sjúklingum bestu meðferð,“ segir hann. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri Landsspítalans sagði í gær að sérfræðingar spítalans vildu kaupa lyfin en Sjúkratryggingar segðu nei. „Það sem skiptir mestu máli núna er að það fáist lausn og hún fáist strax. Fyrir mig sem lækni og sjúklingana mína skiptir ekki mestu máli úr hvaða vasa innan heilbrigðiskerfisins, peningarnir koma, þeir þurfa bara að koma og það fljótlega,“ segir Sigurður Ólafsson. Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaks, samtaka frumlyfjaframleiðenda segir að lyfin séu notuð í öllum nágrannalöndum okkar. Hann segir að fjárveiting til innkaupa á sjúkrahúslyfjum dugi ekki fyrir lyfjum sem þurfi að nota í ár. Nú hafi heilbrigðisyfirvöld staðfest að engin ný sjúkrahúslyf verði keypt á þessu ári. „Það er því miður bara mjög alvarlegt staða,“ segir Jakob.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira