Fann loks lausn á kattavandamálinu í garðinum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. júlí 2015 10:37 Kettirnir flýja nú af lóðinni og hafa engan tíma til þess að létta af sér í garðinum. Vísir Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ, var orðinn langþreyttur á lausagöngu katta í garðinum sínum og greip því til sinna ráða. Lausnin er bæði klók og kómísk en Sigurður birti myndband á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla lukku. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. „Ég var búinn að prófa öll ráðin í bókinni og við það að gefast upp og sætta mig við það að okkar eignir væru ekki bara okkar heldur líka kattanna, þar til að ég fann þetta snilldartæki á amazon.com. Í dag líður mér eins og ég hafi náð garðinum til baka frá yfirráðum kattanna sem komu reglulega til að kúka og pissa á allt hjá okkur.“ Sigurður keypti svokallaðan Yard enforcer en hægt er að sjá kynningu á gripnum í myndbandinu.Ég stóð þetta kvikindi að verki við að pissa utan í grilliáklæði nr 2. En ég þurfti að henda fyrra áklæðinu vegna þess a...Posted by Sigurður Þór Helgason on Thursday, June 11, 2015Óábyrgt og dýrt fyrir nágrannana„Laus kattaganga hefur kostað mig um 150 þúsund á rúmlega einu ári vegna tjóns af völdum katta sem merkja sér útidyrahurðina mína, leikföngin í garðinum, pallinn, grilláklæðið, tjöld barnana, hurðamottuna, plöntur, pissa inni hjá mér og svo lengi mætti telja. Ég fæ ekki að hafa mína hluti í friði.“ Hér að neðan er myndband frá Sigurði sem sýnir hvað hann hefur verið að kljást við síðastliðna mánuði.Hér má sjá mynd af tryllitækinu sem bjargað hefur geðheilsu Sigurðar.Mynd/SigurðurSigurður telur óábyrgt af kattaeigendum að sleppa köttum sínum út vitandi að þeir koma til með að pissa og kúka í görðum nágranna sinna og sandkassa á leiskólalóðum. „Því miður velja margir kattaeigendur að lifa í afneitun hvað þetta varðar og það er miður. Ég náði einu sinni upptöku af því þegar köttur nágranna míns merkti grilláklæðið með lyktarmiklu blandi, þá fór ég með hlandblauta ábreiðuna til hans að bað hann um að þrífa eftir köttinn sinn. Hann sagði þá að þetta gæti verið eftir hvaða kött sem er, þar til að ég sagði honum að ég ætti athöfnina alla á video. Hann glotti bara furðulostinn um leið og hann hellti vatni yfir ábreiðuna sem að sjálfsögðu dugði enganvegin til að ná lyktinni burt. Tilfinning mín var að nágrannanum fyndist ekkert tiltökumál að kötturinn hans væri að pissa á mottuna, grillábreiðuna, útidyrahurðina, dyramottuna, leikföngin og stofugólfið, hann sagði að kötturinn væri bara dálítið spes.“ Sigurður getur nú sofið rólegur enda með Yard enforcer í garðinum. Kettirnir eru ekki hrifnir og stökkva burtu skelkaðir þegar tækið fer í gang með kostulegum hætti eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Ég elska hvað tæknin getur til hjálpa gegn óþverra eins og lausagönguköttum sem er hleypt út af eigendum sínum til að...Posted by Sigurður Þór Helgason on Tuesday, June 30, 2015 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ, var orðinn langþreyttur á lausagöngu katta í garðinum sínum og greip því til sinna ráða. Lausnin er bæði klók og kómísk en Sigurður birti myndband á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla lukku. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. „Ég var búinn að prófa öll ráðin í bókinni og við það að gefast upp og sætta mig við það að okkar eignir væru ekki bara okkar heldur líka kattanna, þar til að ég fann þetta snilldartæki á amazon.com. Í dag líður mér eins og ég hafi náð garðinum til baka frá yfirráðum kattanna sem komu reglulega til að kúka og pissa á allt hjá okkur.“ Sigurður keypti svokallaðan Yard enforcer en hægt er að sjá kynningu á gripnum í myndbandinu.Ég stóð þetta kvikindi að verki við að pissa utan í grilliáklæði nr 2. En ég þurfti að henda fyrra áklæðinu vegna þess a...Posted by Sigurður Þór Helgason on Thursday, June 11, 2015Óábyrgt og dýrt fyrir nágrannana„Laus kattaganga hefur kostað mig um 150 þúsund á rúmlega einu ári vegna tjóns af völdum katta sem merkja sér útidyrahurðina mína, leikföngin í garðinum, pallinn, grilláklæðið, tjöld barnana, hurðamottuna, plöntur, pissa inni hjá mér og svo lengi mætti telja. Ég fæ ekki að hafa mína hluti í friði.“ Hér að neðan er myndband frá Sigurði sem sýnir hvað hann hefur verið að kljást við síðastliðna mánuði.Hér má sjá mynd af tryllitækinu sem bjargað hefur geðheilsu Sigurðar.Mynd/SigurðurSigurður telur óábyrgt af kattaeigendum að sleppa köttum sínum út vitandi að þeir koma til með að pissa og kúka í görðum nágranna sinna og sandkassa á leiskólalóðum. „Því miður velja margir kattaeigendur að lifa í afneitun hvað þetta varðar og það er miður. Ég náði einu sinni upptöku af því þegar köttur nágranna míns merkti grilláklæðið með lyktarmiklu blandi, þá fór ég með hlandblauta ábreiðuna til hans að bað hann um að þrífa eftir köttinn sinn. Hann sagði þá að þetta gæti verið eftir hvaða kött sem er, þar til að ég sagði honum að ég ætti athöfnina alla á video. Hann glotti bara furðulostinn um leið og hann hellti vatni yfir ábreiðuna sem að sjálfsögðu dugði enganvegin til að ná lyktinni burt. Tilfinning mín var að nágrannanum fyndist ekkert tiltökumál að kötturinn hans væri að pissa á mottuna, grillábreiðuna, útidyrahurðina, dyramottuna, leikföngin og stofugólfið, hann sagði að kötturinn væri bara dálítið spes.“ Sigurður getur nú sofið rólegur enda með Yard enforcer í garðinum. Kettirnir eru ekki hrifnir og stökkva burtu skelkaðir þegar tækið fer í gang með kostulegum hætti eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Ég elska hvað tæknin getur til hjálpa gegn óþverra eins og lausagönguköttum sem er hleypt út af eigendum sínum til að...Posted by Sigurður Þór Helgason on Tuesday, June 30, 2015
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira