Fann loks lausn á kattavandamálinu í garðinum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. júlí 2015 10:37 Kettirnir flýja nú af lóðinni og hafa engan tíma til þess að létta af sér í garðinum. Vísir Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ, var orðinn langþreyttur á lausagöngu katta í garðinum sínum og greip því til sinna ráða. Lausnin er bæði klók og kómísk en Sigurður birti myndband á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla lukku. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. „Ég var búinn að prófa öll ráðin í bókinni og við það að gefast upp og sætta mig við það að okkar eignir væru ekki bara okkar heldur líka kattanna, þar til að ég fann þetta snilldartæki á amazon.com. Í dag líður mér eins og ég hafi náð garðinum til baka frá yfirráðum kattanna sem komu reglulega til að kúka og pissa á allt hjá okkur.“ Sigurður keypti svokallaðan Yard enforcer en hægt er að sjá kynningu á gripnum í myndbandinu.Ég stóð þetta kvikindi að verki við að pissa utan í grilliáklæði nr 2. En ég þurfti að henda fyrra áklæðinu vegna þess a...Posted by Sigurður Þór Helgason on Thursday, June 11, 2015Óábyrgt og dýrt fyrir nágrannana„Laus kattaganga hefur kostað mig um 150 þúsund á rúmlega einu ári vegna tjóns af völdum katta sem merkja sér útidyrahurðina mína, leikföngin í garðinum, pallinn, grilláklæðið, tjöld barnana, hurðamottuna, plöntur, pissa inni hjá mér og svo lengi mætti telja. Ég fæ ekki að hafa mína hluti í friði.“ Hér að neðan er myndband frá Sigurði sem sýnir hvað hann hefur verið að kljást við síðastliðna mánuði.Hér má sjá mynd af tryllitækinu sem bjargað hefur geðheilsu Sigurðar.Mynd/SigurðurSigurður telur óábyrgt af kattaeigendum að sleppa köttum sínum út vitandi að þeir koma til með að pissa og kúka í görðum nágranna sinna og sandkassa á leiskólalóðum. „Því miður velja margir kattaeigendur að lifa í afneitun hvað þetta varðar og það er miður. Ég náði einu sinni upptöku af því þegar köttur nágranna míns merkti grilláklæðið með lyktarmiklu blandi, þá fór ég með hlandblauta ábreiðuna til hans að bað hann um að þrífa eftir köttinn sinn. Hann sagði þá að þetta gæti verið eftir hvaða kött sem er, þar til að ég sagði honum að ég ætti athöfnina alla á video. Hann glotti bara furðulostinn um leið og hann hellti vatni yfir ábreiðuna sem að sjálfsögðu dugði enganvegin til að ná lyktinni burt. Tilfinning mín var að nágrannanum fyndist ekkert tiltökumál að kötturinn hans væri að pissa á mottuna, grillábreiðuna, útidyrahurðina, dyramottuna, leikföngin og stofugólfið, hann sagði að kötturinn væri bara dálítið spes.“ Sigurður getur nú sofið rólegur enda með Yard enforcer í garðinum. Kettirnir eru ekki hrifnir og stökkva burtu skelkaðir þegar tækið fer í gang með kostulegum hætti eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Ég elska hvað tæknin getur til hjálpa gegn óþverra eins og lausagönguköttum sem er hleypt út af eigendum sínum til að...Posted by Sigurður Þór Helgason on Tuesday, June 30, 2015 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Stefán vill verða varaformaður Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Sjá meira
Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ, var orðinn langþreyttur á lausagöngu katta í garðinum sínum og greip því til sinna ráða. Lausnin er bæði klók og kómísk en Sigurður birti myndband á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla lukku. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. „Ég var búinn að prófa öll ráðin í bókinni og við það að gefast upp og sætta mig við það að okkar eignir væru ekki bara okkar heldur líka kattanna, þar til að ég fann þetta snilldartæki á amazon.com. Í dag líður mér eins og ég hafi náð garðinum til baka frá yfirráðum kattanna sem komu reglulega til að kúka og pissa á allt hjá okkur.“ Sigurður keypti svokallaðan Yard enforcer en hægt er að sjá kynningu á gripnum í myndbandinu.Ég stóð þetta kvikindi að verki við að pissa utan í grilliáklæði nr 2. En ég þurfti að henda fyrra áklæðinu vegna þess a...Posted by Sigurður Þór Helgason on Thursday, June 11, 2015Óábyrgt og dýrt fyrir nágrannana„Laus kattaganga hefur kostað mig um 150 þúsund á rúmlega einu ári vegna tjóns af völdum katta sem merkja sér útidyrahurðina mína, leikföngin í garðinum, pallinn, grilláklæðið, tjöld barnana, hurðamottuna, plöntur, pissa inni hjá mér og svo lengi mætti telja. Ég fæ ekki að hafa mína hluti í friði.“ Hér að neðan er myndband frá Sigurði sem sýnir hvað hann hefur verið að kljást við síðastliðna mánuði.Hér má sjá mynd af tryllitækinu sem bjargað hefur geðheilsu Sigurðar.Mynd/SigurðurSigurður telur óábyrgt af kattaeigendum að sleppa köttum sínum út vitandi að þeir koma til með að pissa og kúka í görðum nágranna sinna og sandkassa á leiskólalóðum. „Því miður velja margir kattaeigendur að lifa í afneitun hvað þetta varðar og það er miður. Ég náði einu sinni upptöku af því þegar köttur nágranna míns merkti grilláklæðið með lyktarmiklu blandi, þá fór ég með hlandblauta ábreiðuna til hans að bað hann um að þrífa eftir köttinn sinn. Hann sagði þá að þetta gæti verið eftir hvaða kött sem er, þar til að ég sagði honum að ég ætti athöfnina alla á video. Hann glotti bara furðulostinn um leið og hann hellti vatni yfir ábreiðuna sem að sjálfsögðu dugði enganvegin til að ná lyktinni burt. Tilfinning mín var að nágrannanum fyndist ekkert tiltökumál að kötturinn hans væri að pissa á mottuna, grillábreiðuna, útidyrahurðina, dyramottuna, leikföngin og stofugólfið, hann sagði að kötturinn væri bara dálítið spes.“ Sigurður getur nú sofið rólegur enda með Yard enforcer í garðinum. Kettirnir eru ekki hrifnir og stökkva burtu skelkaðir þegar tækið fer í gang með kostulegum hætti eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Ég elska hvað tæknin getur til hjálpa gegn óþverra eins og lausagönguköttum sem er hleypt út af eigendum sínum til að...Posted by Sigurður Þór Helgason on Tuesday, June 30, 2015
Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Stefán vill verða varaformaður Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Sjá meira