Fann loks lausn á kattavandamálinu í garðinum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. júlí 2015 10:37 Kettirnir flýja nú af lóðinni og hafa engan tíma til þess að létta af sér í garðinum. Vísir Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ, var orðinn langþreyttur á lausagöngu katta í garðinum sínum og greip því til sinna ráða. Lausnin er bæði klók og kómísk en Sigurður birti myndband á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla lukku. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. „Ég var búinn að prófa öll ráðin í bókinni og við það að gefast upp og sætta mig við það að okkar eignir væru ekki bara okkar heldur líka kattanna, þar til að ég fann þetta snilldartæki á amazon.com. Í dag líður mér eins og ég hafi náð garðinum til baka frá yfirráðum kattanna sem komu reglulega til að kúka og pissa á allt hjá okkur.“ Sigurður keypti svokallaðan Yard enforcer en hægt er að sjá kynningu á gripnum í myndbandinu.Ég stóð þetta kvikindi að verki við að pissa utan í grilliáklæði nr 2. En ég þurfti að henda fyrra áklæðinu vegna þess a...Posted by Sigurður Þór Helgason on Thursday, June 11, 2015Óábyrgt og dýrt fyrir nágrannana„Laus kattaganga hefur kostað mig um 150 þúsund á rúmlega einu ári vegna tjóns af völdum katta sem merkja sér útidyrahurðina mína, leikföngin í garðinum, pallinn, grilláklæðið, tjöld barnana, hurðamottuna, plöntur, pissa inni hjá mér og svo lengi mætti telja. Ég fæ ekki að hafa mína hluti í friði.“ Hér að neðan er myndband frá Sigurði sem sýnir hvað hann hefur verið að kljást við síðastliðna mánuði.Hér má sjá mynd af tryllitækinu sem bjargað hefur geðheilsu Sigurðar.Mynd/SigurðurSigurður telur óábyrgt af kattaeigendum að sleppa köttum sínum út vitandi að þeir koma til með að pissa og kúka í görðum nágranna sinna og sandkassa á leiskólalóðum. „Því miður velja margir kattaeigendur að lifa í afneitun hvað þetta varðar og það er miður. Ég náði einu sinni upptöku af því þegar köttur nágranna míns merkti grilláklæðið með lyktarmiklu blandi, þá fór ég með hlandblauta ábreiðuna til hans að bað hann um að þrífa eftir köttinn sinn. Hann sagði þá að þetta gæti verið eftir hvaða kött sem er, þar til að ég sagði honum að ég ætti athöfnina alla á video. Hann glotti bara furðulostinn um leið og hann hellti vatni yfir ábreiðuna sem að sjálfsögðu dugði enganvegin til að ná lyktinni burt. Tilfinning mín var að nágrannanum fyndist ekkert tiltökumál að kötturinn hans væri að pissa á mottuna, grillábreiðuna, útidyrahurðina, dyramottuna, leikföngin og stofugólfið, hann sagði að kötturinn væri bara dálítið spes.“ Sigurður getur nú sofið rólegur enda með Yard enforcer í garðinum. Kettirnir eru ekki hrifnir og stökkva burtu skelkaðir þegar tækið fer í gang með kostulegum hætti eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Ég elska hvað tæknin getur til hjálpa gegn óþverra eins og lausagönguköttum sem er hleypt út af eigendum sínum til að...Posted by Sigurður Þór Helgason on Tuesday, June 30, 2015 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira
Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ, var orðinn langþreyttur á lausagöngu katta í garðinum sínum og greip því til sinna ráða. Lausnin er bæði klók og kómísk en Sigurður birti myndband á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla lukku. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. „Ég var búinn að prófa öll ráðin í bókinni og við það að gefast upp og sætta mig við það að okkar eignir væru ekki bara okkar heldur líka kattanna, þar til að ég fann þetta snilldartæki á amazon.com. Í dag líður mér eins og ég hafi náð garðinum til baka frá yfirráðum kattanna sem komu reglulega til að kúka og pissa á allt hjá okkur.“ Sigurður keypti svokallaðan Yard enforcer en hægt er að sjá kynningu á gripnum í myndbandinu.Ég stóð þetta kvikindi að verki við að pissa utan í grilliáklæði nr 2. En ég þurfti að henda fyrra áklæðinu vegna þess a...Posted by Sigurður Þór Helgason on Thursday, June 11, 2015Óábyrgt og dýrt fyrir nágrannana„Laus kattaganga hefur kostað mig um 150 þúsund á rúmlega einu ári vegna tjóns af völdum katta sem merkja sér útidyrahurðina mína, leikföngin í garðinum, pallinn, grilláklæðið, tjöld barnana, hurðamottuna, plöntur, pissa inni hjá mér og svo lengi mætti telja. Ég fæ ekki að hafa mína hluti í friði.“ Hér að neðan er myndband frá Sigurði sem sýnir hvað hann hefur verið að kljást við síðastliðna mánuði.Hér má sjá mynd af tryllitækinu sem bjargað hefur geðheilsu Sigurðar.Mynd/SigurðurSigurður telur óábyrgt af kattaeigendum að sleppa köttum sínum út vitandi að þeir koma til með að pissa og kúka í görðum nágranna sinna og sandkassa á leiskólalóðum. „Því miður velja margir kattaeigendur að lifa í afneitun hvað þetta varðar og það er miður. Ég náði einu sinni upptöku af því þegar köttur nágranna míns merkti grilláklæðið með lyktarmiklu blandi, þá fór ég með hlandblauta ábreiðuna til hans að bað hann um að þrífa eftir köttinn sinn. Hann sagði þá að þetta gæti verið eftir hvaða kött sem er, þar til að ég sagði honum að ég ætti athöfnina alla á video. Hann glotti bara furðulostinn um leið og hann hellti vatni yfir ábreiðuna sem að sjálfsögðu dugði enganvegin til að ná lyktinni burt. Tilfinning mín var að nágrannanum fyndist ekkert tiltökumál að kötturinn hans væri að pissa á mottuna, grillábreiðuna, útidyrahurðina, dyramottuna, leikföngin og stofugólfið, hann sagði að kötturinn væri bara dálítið spes.“ Sigurður getur nú sofið rólegur enda með Yard enforcer í garðinum. Kettirnir eru ekki hrifnir og stökkva burtu skelkaðir þegar tækið fer í gang með kostulegum hætti eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Ég elska hvað tæknin getur til hjálpa gegn óþverra eins og lausagönguköttum sem er hleypt út af eigendum sínum til að...Posted by Sigurður Þór Helgason on Tuesday, June 30, 2015
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira