Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. október 2015 17:47 Ljósmæður eiga ekki inni laun hjá ríkinu samkvæmt Félagsdómi. vísir/valli Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Ljósmæður töldu að greiða bæri þeim laun í samræmi við unna tíma en ríkið var á öðru máli og hefur Félagsdómur tekið undir röksemdir ríkisins. Í niðurstöðu dómsins segir að þó verkfall raski ekki ráðningarsambandi félagsmanna og atvinnurekenda er það meginregla í vinnurétti að á meðan verkfalli stendur falla skyldur ráðningarsamnings starfsmanna niður. Starfsmanni er í raun óskylt og óheimilt að vinna störf sín á meðan ráðningarsamningurinn gildir. „Í þessu ljósi og með vísan til þess sem áður er rakið um að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings aðila eru bæði vinnuskylda og laun félagsmanna í stefnanda [Ljósmæðrafélagi Íslands] miðuð við mánuð, án tillits til þess hvernig vinnu innan hans er hagað, verður að líta svo á að félagsmenn í stefnanda hafi verið í verkfalli, óha´ð því hvort þeir áttu vinnuskyldu umrædda daga eða ekki,“ segir í dómsorði meirihlutans. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði og vildu fallast á kröfur Ljósmæðrafélagsins. Töldu þeir að reikniregla sú er ríkið notaðist við ætti við um dagvinnufólk en ekki fólk sem vinnur vaktavinnu. „Á það er ekki fallist með stefnda að hann hafi mátt draga laun vegna verkfalls hlutfalleslega af öllum félagsmönnum stefnda. Sá háttur samræmist ekki þeirri grunnreglu að starfsmaðurinn eigi að fá laun fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi ef hún fellur utan verkfalls,“ segir í niðurstöðu minnihluta dómsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Ljósmæður töldu að greiða bæri þeim laun í samræmi við unna tíma en ríkið var á öðru máli og hefur Félagsdómur tekið undir röksemdir ríkisins. Í niðurstöðu dómsins segir að þó verkfall raski ekki ráðningarsambandi félagsmanna og atvinnurekenda er það meginregla í vinnurétti að á meðan verkfalli stendur falla skyldur ráðningarsamnings starfsmanna niður. Starfsmanni er í raun óskylt og óheimilt að vinna störf sín á meðan ráðningarsamningurinn gildir. „Í þessu ljósi og með vísan til þess sem áður er rakið um að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings aðila eru bæði vinnuskylda og laun félagsmanna í stefnanda [Ljósmæðrafélagi Íslands] miðuð við mánuð, án tillits til þess hvernig vinnu innan hans er hagað, verður að líta svo á að félagsmenn í stefnanda hafi verið í verkfalli, óha´ð því hvort þeir áttu vinnuskyldu umrædda daga eða ekki,“ segir í dómsorði meirihlutans. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði og vildu fallast á kröfur Ljósmæðrafélagsins. Töldu þeir að reikniregla sú er ríkið notaðist við ætti við um dagvinnufólk en ekki fólk sem vinnur vaktavinnu. „Á það er ekki fallist með stefnda að hann hafi mátt draga laun vegna verkfalls hlutfalleslega af öllum félagsmönnum stefnda. Sá háttur samræmist ekki þeirri grunnreglu að starfsmaðurinn eigi að fá laun fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi ef hún fellur utan verkfalls,“ segir í niðurstöðu minnihluta dómsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45
Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40