Glanni glæpur með græna fingur Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2015 09:00 Leikarinn Stefán Karl Stefánsson kann vel við sig í garðinum, þar sem hann ræktar alls kyns grænmeti. Hann er á leið í nám í ylrækt. vísir/andri marinó Leikarinn Stefán Karl Stefánsson fékk á dögunum inngöngu í nám á umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þetta er nám í ylrækt en það byrjar reyndar ekki fyrr en 2016 en áhugasviðið snýr að ylræktinni og umhverfis- og náttúruskipulagi. Ég byrja í náttúruskipulaginu og þaðan ætla ég að vinna hægt og rólega yfir í ylrækt,“ segir Stefán alsæll með inngönguna. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á garðyrkju og er fullur tilhlökkunar. „Ég bauðst til þess að búa til garð fyrir fólkið sem við leigjum af og ýtti það enn frekar undir áhugann og hlakka ég mikið til að hefja námið,“ segir Stefán. Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur. „Þessi sérstaki síberíubambus er í raun gras og það má því segja að ég rækti gras,“ bætir Stefán við og hlær.Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur.vísir/andri marinóHann lítur á Ísland sem matarkistu norðursins og vill leggja sitt af mörkum í ylræktinni hér á landi. „Hinum íslensku ylræktendum veitir ekkert af liðstyrk til að tryggja fæðuöryggi okkar og vil ég því leggja hönd á plóg,“ segir Stefán léttur í lundu. Hann gerir ráð fyrir að garðyrkjan taki við af leiklistinni í framtíðinni. „Ég geri ráð fyrir að leiklistin muni víkja hægt og rólega fyrir ylræktinni. Þarna er maður að fara úr einu láglaunastarfinu í annað,“ segir Stefán og hlær. „Leiklist á Íslandi er að verða eins og hobbí, ef þú horfir á laun og framtíðarhorfur. Þetta er að verða eins og fyrir árið 1950, þegar menn unnu í banka á daginn og léku kvöldin, maður þarf að fara að finna sér vinnu,“ útskýrir Stefán. Stefán er hér einbeittur við að reyta arfa í garðinum.vísir/andri marinóHann er þó ekki alveg fluttur heim til Íslands þótt hann sé að hefja nám og verður hann því í fjarnámi til að byrja með. „Ég er að fara til Bandaríkjanna í júlí að leika og svo verð ég að leika Grinch í vetur í Bandaríkjunum,“ segir Stefán, sem er að hluta búsettur í San Francisco. Þetta er jafnframt áttunda árið sem hann bregður sér í líki Grinch vestanhafs. Þá leikur hann einnig heil níu hlutverk í Hróa hetti, í uppfærslu Vesturports í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnt er í september. Stefán vill reyna að gera eins mikið og hann getur í lífinu og er ánægður með hafa fundið sína hillu. „Að öllu gríni slepptu þá hef ég ekki haft þá grillu að maður geti gert bara einn hlut. Ég vil reyna að gera eins mikið og ég mögulega get í þessu lífi, vegna þess að ég trúi ekki á líf eftir dauðann.“ Garðyrkja Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson fékk á dögunum inngöngu í nám á umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þetta er nám í ylrækt en það byrjar reyndar ekki fyrr en 2016 en áhugasviðið snýr að ylræktinni og umhverfis- og náttúruskipulagi. Ég byrja í náttúruskipulaginu og þaðan ætla ég að vinna hægt og rólega yfir í ylrækt,“ segir Stefán alsæll með inngönguna. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á garðyrkju og er fullur tilhlökkunar. „Ég bauðst til þess að búa til garð fyrir fólkið sem við leigjum af og ýtti það enn frekar undir áhugann og hlakka ég mikið til að hefja námið,“ segir Stefán. Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur. „Þessi sérstaki síberíubambus er í raun gras og það má því segja að ég rækti gras,“ bætir Stefán við og hlær.Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur.vísir/andri marinóHann lítur á Ísland sem matarkistu norðursins og vill leggja sitt af mörkum í ylræktinni hér á landi. „Hinum íslensku ylræktendum veitir ekkert af liðstyrk til að tryggja fæðuöryggi okkar og vil ég því leggja hönd á plóg,“ segir Stefán léttur í lundu. Hann gerir ráð fyrir að garðyrkjan taki við af leiklistinni í framtíðinni. „Ég geri ráð fyrir að leiklistin muni víkja hægt og rólega fyrir ylræktinni. Þarna er maður að fara úr einu láglaunastarfinu í annað,“ segir Stefán og hlær. „Leiklist á Íslandi er að verða eins og hobbí, ef þú horfir á laun og framtíðarhorfur. Þetta er að verða eins og fyrir árið 1950, þegar menn unnu í banka á daginn og léku kvöldin, maður þarf að fara að finna sér vinnu,“ útskýrir Stefán. Stefán er hér einbeittur við að reyta arfa í garðinum.vísir/andri marinóHann er þó ekki alveg fluttur heim til Íslands þótt hann sé að hefja nám og verður hann því í fjarnámi til að byrja með. „Ég er að fara til Bandaríkjanna í júlí að leika og svo verð ég að leika Grinch í vetur í Bandaríkjunum,“ segir Stefán, sem er að hluta búsettur í San Francisco. Þetta er jafnframt áttunda árið sem hann bregður sér í líki Grinch vestanhafs. Þá leikur hann einnig heil níu hlutverk í Hróa hetti, í uppfærslu Vesturports í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnt er í september. Stefán vill reyna að gera eins mikið og hann getur í lífinu og er ánægður með hafa fundið sína hillu. „Að öllu gríni slepptu þá hef ég ekki haft þá grillu að maður geti gert bara einn hlut. Ég vil reyna að gera eins mikið og ég mögulega get í þessu lífi, vegna þess að ég trúi ekki á líf eftir dauðann.“
Garðyrkja Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira