Vill að Garðabær taki á móti flóttafjölskyldum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. ágúst 2015 14:02 Málið er enn á frumstigi. vísir/sigurjón Bæjarfulltrúi Bjartar framtíðar í Garðabæ hefur lagt fram tillögu þess efnis að bærinn veiti flóttamönnum viðtöku. Tillagan var lögð fram á fundi bæjarráðs í gær og „lýsir bæjarráð yfir áhuga á málinu og felur bæjarstjóra að ræða við félagsmálaráherra um hugsanlegan stuðning bæjarins við móttöku flóttamanna“. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. „Líkt og svo mörgu öðru í bæjarráði var tillögunni vísað áfram til bæjarstjóra sem ákveður á eigin forsendum hvað hann gerir,“ segir Guðrún Elín Herbertsdóttir. Guðrún er varamaður í bæjarráði en sat fundinn í gær í stað Halldórs Jörgenssonar og hún lagði málið til. „Tillagan fékk ágætis hljómgrunn í ráðinu en svo sjáum við hvað setur.“Guðrún Elín Herbertsdóttir er flutningsmaður tillögunnar.Að sögn Guðrúnar er málið enn á frumstigi og ekki hægt að fullyrða um hverjar niðurstöðurnar verði úr samræðum við félagsmálaráðuneytið og nærliggjandi sveitafélög. Verði niðurstöður viðræðnanna jákvæðar gæti Garðabær orðið annað sveitarfélagið sem lýsir því yfir að það vilji taka á móti flóttamönnum en það gerði Akureyrarbær í síðustu viku. „Vonandi fer þetta sem fyrst í vinnslu og við í Bjartri framtíð munum ýta á eftir því,“ segir Guðrún og bætir við að í gegnum tíðina hafi stemningin í Garðabæ svolítið verið á þann veg að þeim sem minna mega sín hafi verið vísað annað. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að félagslegu íbúðir bæjarfélagsins eru staðsettar á Reykjanesinu. „En það er vonandi að það sé að verða breyting á því.“ Í síðasta mánuði tilkynnti ríkisstjórnin að Ísland myndi taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fjölskyldurnar sem koma til landsins eru frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu. Rúmlega 283.000 flóttamenn komu til ríkja Evrópusambandsins í fyrra. Stærstur hluti þeirra kom frá löndum í Norður-Afríku og Miðausturlöndum. „Stjórnvöld hafa einhverja formúlu á bak við þetta þannig mig grunar að talan fimmtíu sé ekki út í loftið,“ segir Guðrún. Aðspurð um hver stóran hluta flóttamannanna hún myndi vilja sjá koma í Garðabæ segir hún að „það fari auðvitað eftir kostnaði en um fimm fjölskyldur ætti að geta gengið.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, vill koma því á framfæri að það sé þvaður að Garðabær eigi félagslegar íbúðir staðsettar á Reykjanesi og honum þyki dapurlegt að bæjarfulltrúi haldi slíku fram. Einnig sé firra að bærinn vísi þeim sem minna mega sín annað. Hvað tillöguna sjálfar varðar þá átti hann fund með félagsmálaráðherra í dag vegna annars máls og nefndi komu flóttafólksins í lok fundarins. Málið sé á algjöru frumstigi. Flóttamenn Tengdar fréttir Óttast að fleiri hundruð hafi drukknað í Miðjarðarhafi Þegar fyrsta björgunarskipið kom á vettvang fóru allir yfir á aðra hlið bátsins með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. 5. ágúst 2015 13:56 Örvæntingarfullir flóttamenn ryðjast yfir landamæri Hermenn við landamæri Grikklands og Makedóníu reyndu árangurslaust að stöðva hundruð flóttamanna. 22. ágúst 2015 20:13 Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári Merkel, kanslari Þýskalands, segir Dyflinnarbókunina ekki lengur í gildi, en ráðherra í stjórn hennar segir að án Dyflinnarákvæðisins sé Schengen-samkomulagið í hættu. Flóttamannastofnun SÞ segir ósanngjarnt að Þýskaland og Svíþjóð taki við flestum flóttamönnum. 19. ágúst 2015 07:00 Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Bæjarfulltrúi Bjartar framtíðar í Garðabæ hefur lagt fram tillögu þess efnis að bærinn veiti flóttamönnum viðtöku. Tillagan var lögð fram á fundi bæjarráðs í gær og „lýsir bæjarráð yfir áhuga á málinu og felur bæjarstjóra að ræða við félagsmálaráherra um hugsanlegan stuðning bæjarins við móttöku flóttamanna“. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. „Líkt og svo mörgu öðru í bæjarráði var tillögunni vísað áfram til bæjarstjóra sem ákveður á eigin forsendum hvað hann gerir,“ segir Guðrún Elín Herbertsdóttir. Guðrún er varamaður í bæjarráði en sat fundinn í gær í stað Halldórs Jörgenssonar og hún lagði málið til. „Tillagan fékk ágætis hljómgrunn í ráðinu en svo sjáum við hvað setur.“Guðrún Elín Herbertsdóttir er flutningsmaður tillögunnar.Að sögn Guðrúnar er málið enn á frumstigi og ekki hægt að fullyrða um hverjar niðurstöðurnar verði úr samræðum við félagsmálaráðuneytið og nærliggjandi sveitafélög. Verði niðurstöður viðræðnanna jákvæðar gæti Garðabær orðið annað sveitarfélagið sem lýsir því yfir að það vilji taka á móti flóttamönnum en það gerði Akureyrarbær í síðustu viku. „Vonandi fer þetta sem fyrst í vinnslu og við í Bjartri framtíð munum ýta á eftir því,“ segir Guðrún og bætir við að í gegnum tíðina hafi stemningin í Garðabæ svolítið verið á þann veg að þeim sem minna mega sín hafi verið vísað annað. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að félagslegu íbúðir bæjarfélagsins eru staðsettar á Reykjanesinu. „En það er vonandi að það sé að verða breyting á því.“ Í síðasta mánuði tilkynnti ríkisstjórnin að Ísland myndi taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fjölskyldurnar sem koma til landsins eru frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu. Rúmlega 283.000 flóttamenn komu til ríkja Evrópusambandsins í fyrra. Stærstur hluti þeirra kom frá löndum í Norður-Afríku og Miðausturlöndum. „Stjórnvöld hafa einhverja formúlu á bak við þetta þannig mig grunar að talan fimmtíu sé ekki út í loftið,“ segir Guðrún. Aðspurð um hver stóran hluta flóttamannanna hún myndi vilja sjá koma í Garðabæ segir hún að „það fari auðvitað eftir kostnaði en um fimm fjölskyldur ætti að geta gengið.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, vill koma því á framfæri að það sé þvaður að Garðabær eigi félagslegar íbúðir staðsettar á Reykjanesi og honum þyki dapurlegt að bæjarfulltrúi haldi slíku fram. Einnig sé firra að bærinn vísi þeim sem minna mega sín annað. Hvað tillöguna sjálfar varðar þá átti hann fund með félagsmálaráðherra í dag vegna annars máls og nefndi komu flóttafólksins í lok fundarins. Málið sé á algjöru frumstigi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Óttast að fleiri hundruð hafi drukknað í Miðjarðarhafi Þegar fyrsta björgunarskipið kom á vettvang fóru allir yfir á aðra hlið bátsins með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. 5. ágúst 2015 13:56 Örvæntingarfullir flóttamenn ryðjast yfir landamæri Hermenn við landamæri Grikklands og Makedóníu reyndu árangurslaust að stöðva hundruð flóttamanna. 22. ágúst 2015 20:13 Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári Merkel, kanslari Þýskalands, segir Dyflinnarbókunina ekki lengur í gildi, en ráðherra í stjórn hennar segir að án Dyflinnarákvæðisins sé Schengen-samkomulagið í hættu. Flóttamannastofnun SÞ segir ósanngjarnt að Þýskaland og Svíþjóð taki við flestum flóttamönnum. 19. ágúst 2015 07:00 Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Óttast að fleiri hundruð hafi drukknað í Miðjarðarhafi Þegar fyrsta björgunarskipið kom á vettvang fóru allir yfir á aðra hlið bátsins með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. 5. ágúst 2015 13:56
Örvæntingarfullir flóttamenn ryðjast yfir landamæri Hermenn við landamæri Grikklands og Makedóníu reyndu árangurslaust að stöðva hundruð flóttamanna. 22. ágúst 2015 20:13
Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári Merkel, kanslari Þýskalands, segir Dyflinnarbókunina ekki lengur í gildi, en ráðherra í stjórn hennar segir að án Dyflinnarákvæðisins sé Schengen-samkomulagið í hættu. Flóttamannastofnun SÞ segir ósanngjarnt að Þýskaland og Svíþjóð taki við flestum flóttamönnum. 19. ágúst 2015 07:00
Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59