Innlent

Vélsleðamaðurinn kominn á sjúkrahús

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli. Vísir/Kristján J.
Björgunarsveitarmenn í Eyjarfirði eru komnir að slösuðum vélsleðamanni í Hlíðarfjalli. Talið er að hann sé beinbrotinn.

Að sögn Reimars Viðarssonar í aðgerðastjórn björgunarsveita í Eyjafirði er mjög erfitt að koma manninum niður úr fjallinu þar sem hann er brotinn og lítill snjór í fjallinu. Það er því erfitt að komast yfir í grýttu landslaginu og hafa björgunarsveitirnar því ræst út þyrlu til að eiga möguleika á að flytja manninn þannig.

Allt kapp er nú lagt á að koma manninum úr fjallinu og flytja hann til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Uppfært klukkan 22:00: Þyrla Landhelgisgæslunnar kom í fjallið um klukkan 20:40 í kvöld og sótti manninn. Hann er nú kominn á Sjúkrahúsið á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×