Segir orð Ásmundar særandi og ala á fordómum Hjörtur Hjartarson skrifar 14. janúar 2015 19:29 Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu, segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. Hún óttast að skrif hans geti aukið á fordóma og tortryggni í garð múslima á Íslandi. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir komst fyrst í kynni við íslam fyrir að vera þrjátíu árum í gegnum núverandi eiginmann sinn sem er formaður félags múslima á Íslandi. Hún segir að, enn sem komið er, í það minnsta, sé lítið um fordóma gagnvart múslimum á Íslandi. Hún óttast þó að orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, geti aukið á fordómana. „Það getur gert það. Það getur líka ekkert orðið úr þessu, maður veit aldrei,“ segir Ingibjörg.En hvernig leið henni þegar hún las það sem Ásmundur skrifaði? „Mér leið mjög illa. Það var sárt að heyra þetta. Þetta særir mig, fjölskylduna mína og alla múslima.“Hvað heldurðu að fái menn til að tala með þessum hætti? „Ég vona að það sé fáfræði. Hann á að vera vel lærður þessi maður en ég vona að þetta sé fáfræði, að hann hafi ekki lesið vel,“ segir Ingibjörg. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifaði pistil á Facebook síðu sinni í dag þar sem hún talar um að andúð útlendingum sé raunverulegt vandamál á Íslandi. Miriam er kristin trúar en föðurfjölskylda hennar eru múslimar. Hún segist skynja tortryggni og í mörgum tilfellum fáfræði í garð múslima. „Já, fjölskyldan mín er úti og mér þykir rosalega vænt um þau. Þau eru bara venjulegt fólk og það er mjög leiðinlegt að þurfa afsaka fjölskylduna mína. Sömuleiðis að hlusta á fólk alhæfa um það. Ég vil ekki að fólk alhæfi um mig eða Íslendinga, fullyrða að við séum öll einhverjir bankastarfsmenn og svikarar né þá sem mér þykir vænt um,“ segir Miriam. Miriam telur að orð Ásmundar byggist á fáfræði. „Hann hefði kannski mátt hugsa áður en hann talaði því þú ert ekki bara að tala um einhvern hlut eða tölur, þú ert að tala um manneskjur. Þú ert að særa tilfinningar fólks. Að þurf að sitja undir því að þú verðir rannsakaður vegna þess að þú trúir á eitthvað. Mér finnst að það ætti frekar að rannsaka fólk út frá gjörðum þess frekar en trúarbrögðum,“ segir Miriam. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu, segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. Hún óttast að skrif hans geti aukið á fordóma og tortryggni í garð múslima á Íslandi. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir komst fyrst í kynni við íslam fyrir að vera þrjátíu árum í gegnum núverandi eiginmann sinn sem er formaður félags múslima á Íslandi. Hún segir að, enn sem komið er, í það minnsta, sé lítið um fordóma gagnvart múslimum á Íslandi. Hún óttast þó að orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, geti aukið á fordómana. „Það getur gert það. Það getur líka ekkert orðið úr þessu, maður veit aldrei,“ segir Ingibjörg.En hvernig leið henni þegar hún las það sem Ásmundur skrifaði? „Mér leið mjög illa. Það var sárt að heyra þetta. Þetta særir mig, fjölskylduna mína og alla múslima.“Hvað heldurðu að fái menn til að tala með þessum hætti? „Ég vona að það sé fáfræði. Hann á að vera vel lærður þessi maður en ég vona að þetta sé fáfræði, að hann hafi ekki lesið vel,“ segir Ingibjörg. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifaði pistil á Facebook síðu sinni í dag þar sem hún talar um að andúð útlendingum sé raunverulegt vandamál á Íslandi. Miriam er kristin trúar en föðurfjölskylda hennar eru múslimar. Hún segist skynja tortryggni og í mörgum tilfellum fáfræði í garð múslima. „Já, fjölskyldan mín er úti og mér þykir rosalega vænt um þau. Þau eru bara venjulegt fólk og það er mjög leiðinlegt að þurfa afsaka fjölskylduna mína. Sömuleiðis að hlusta á fólk alhæfa um það. Ég vil ekki að fólk alhæfi um mig eða Íslendinga, fullyrða að við séum öll einhverjir bankastarfsmenn og svikarar né þá sem mér þykir vænt um,“ segir Miriam. Miriam telur að orð Ásmundar byggist á fáfræði. „Hann hefði kannski mátt hugsa áður en hann talaði því þú ert ekki bara að tala um einhvern hlut eða tölur, þú ert að tala um manneskjur. Þú ert að særa tilfinningar fólks. Að þurf að sitja undir því að þú verðir rannsakaður vegna þess að þú trúir á eitthvað. Mér finnst að það ætti frekar að rannsaka fólk út frá gjörðum þess frekar en trúarbrögðum,“ segir Miriam.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira