Tenórinn Gissur Páll Gissurarson og söngkonan Gréta Mjöll Samúelsdóttir komust áfram á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 2014 sem var á dagskrá RÚV í kvöld.
Lögin tvö sem komust áfram eru Von, sem Gissur flytur, og lagið Eftir eitt lag í flutningi Grétu.
Höfundur lags og texta Vonar er Jóhann Helgason en það eru þær Ásta Björg Björgvinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir sem eiga lag og texta Eftir eitt lag.
Gréta Mjöll og tenórinn Gissur áfram
