Stefna ríkinu vegna handtöku og húsleita Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. júlí 2014 23:08 Mennirnir voru handteknir í tengslum við uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar. Sakborningar í Löke málinu hafa ákveðið að höfða mál gegn ríkinu vegna tilefnislausrar handtöku og húsleitar. Mennirnir tveir, lögfræðingur og starfsmaður fjarskiptafyrirtækis, voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Þeir fengu fyrir stuttu bréf frá ríkissaksóknara þar sem þeim var tilkynnt að málið yrði fellt niður án þess að til ákæru kæmi. „Nú þegar ríkissaksóknari hefur staðfest að skjólstæðingar mínir hafa ekki gerst sekir um neina refsiverða háttsemi hafa þeir í hyggja að leita réttar síns vegna málsins,“ segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna. „Aðfarir lögreglu einkenndust af undarlegu offorsi og aldrei lá fyrir nein skiljanleg ástæða fyrir aðgerðum þeirra. Engum trúnaðarupplýsingum hafði verið deilt á lokuðum spjallhópi og það er algerlega á huldu hvernig lögregla fékk þá hugmynd að slíkt hefði átt sér stað,“ bætir hann við.Mennirnir handteknir í vinnunni Garðar Steinn segir að stór hópur lögreglumanna hafi handtekið saklausa menn á vinnustað þeirra. Fyrirsjáanleg afleiðing þess hafi að sjálfsögðu verið sú að ásökun ein nægði til að þeir misstu vinnu sína. „Skjólstæðingar mínir sættu einnig húsleit og nánast öll raftæki sem þeir áttu voru haldlögð. Þá var haldlagður tölvubúnaður í eigu fjölskyldu þeirra og vinnustaða, sem lögregla hafði enga heimild til að gera,“ segir hann. Mennirnir hafi síðan verið vistaðir í einangrun í alla þá 24 tíma sem lög leyfa að halda mönnum án þess að færa þá fyrir dómara. Hvorki á meðan þeir voru geymdir í einangrun né á síðari stigum málsins hafi lögregla getað útskýrt hvaða trúnaðarupplýsingum þeir töldu mennina hafa deilt sín á milli. „Ég veit ekki enn hvers vegna þetta mál hófst, en ég tel nauðsynlegt að fara vandlega yfir það hvað kemur til þegar lögregla grípur til svona harkalegra aðgerða án þess að hafa neitt í höndum sem bendir til að lögbrot hafi átt sér stað,“ segir Garðar Steinn.Tölvur haldlagðar án dómsúrskurðar Þá sé það sérstaklega varhugavert að lögregla hafi haldlagt tölvur í eigu lögmannsstofu og fjarskiptafyrirtækis án dómsúrskurðs. „Það er mjög hættulegt fordæmi að lögregla geti þannig komist yfir trúnaðarupplýsingar um fjölmarga aðila sem ekkert tengjast neinni rannsókn sem er í gangi,“ segir Garðar Steinn. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Sakborningar í Löke málinu hafa ákveðið að höfða mál gegn ríkinu vegna tilefnislausrar handtöku og húsleitar. Mennirnir tveir, lögfræðingur og starfsmaður fjarskiptafyrirtækis, voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Þeir fengu fyrir stuttu bréf frá ríkissaksóknara þar sem þeim var tilkynnt að málið yrði fellt niður án þess að til ákæru kæmi. „Nú þegar ríkissaksóknari hefur staðfest að skjólstæðingar mínir hafa ekki gerst sekir um neina refsiverða háttsemi hafa þeir í hyggja að leita réttar síns vegna málsins,“ segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna. „Aðfarir lögreglu einkenndust af undarlegu offorsi og aldrei lá fyrir nein skiljanleg ástæða fyrir aðgerðum þeirra. Engum trúnaðarupplýsingum hafði verið deilt á lokuðum spjallhópi og það er algerlega á huldu hvernig lögregla fékk þá hugmynd að slíkt hefði átt sér stað,“ bætir hann við.Mennirnir handteknir í vinnunni Garðar Steinn segir að stór hópur lögreglumanna hafi handtekið saklausa menn á vinnustað þeirra. Fyrirsjáanleg afleiðing þess hafi að sjálfsögðu verið sú að ásökun ein nægði til að þeir misstu vinnu sína. „Skjólstæðingar mínir sættu einnig húsleit og nánast öll raftæki sem þeir áttu voru haldlögð. Þá var haldlagður tölvubúnaður í eigu fjölskyldu þeirra og vinnustaða, sem lögregla hafði enga heimild til að gera,“ segir hann. Mennirnir hafi síðan verið vistaðir í einangrun í alla þá 24 tíma sem lög leyfa að halda mönnum án þess að færa þá fyrir dómara. Hvorki á meðan þeir voru geymdir í einangrun né á síðari stigum málsins hafi lögregla getað útskýrt hvaða trúnaðarupplýsingum þeir töldu mennina hafa deilt sín á milli. „Ég veit ekki enn hvers vegna þetta mál hófst, en ég tel nauðsynlegt að fara vandlega yfir það hvað kemur til þegar lögregla grípur til svona harkalegra aðgerða án þess að hafa neitt í höndum sem bendir til að lögbrot hafi átt sér stað,“ segir Garðar Steinn.Tölvur haldlagðar án dómsúrskurðar Þá sé það sérstaklega varhugavert að lögregla hafi haldlagt tölvur í eigu lögmannsstofu og fjarskiptafyrirtækis án dómsúrskurðs. „Það er mjög hættulegt fordæmi að lögregla geti þannig komist yfir trúnaðarupplýsingar um fjölmarga aðila sem ekkert tengjast neinni rannsókn sem er í gangi,“ segir Garðar Steinn.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira