Stefna ríkinu vegna handtöku og húsleita Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. júlí 2014 23:08 Mennirnir voru handteknir í tengslum við uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar. Sakborningar í Löke málinu hafa ákveðið að höfða mál gegn ríkinu vegna tilefnislausrar handtöku og húsleitar. Mennirnir tveir, lögfræðingur og starfsmaður fjarskiptafyrirtækis, voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Þeir fengu fyrir stuttu bréf frá ríkissaksóknara þar sem þeim var tilkynnt að málið yrði fellt niður án þess að til ákæru kæmi. „Nú þegar ríkissaksóknari hefur staðfest að skjólstæðingar mínir hafa ekki gerst sekir um neina refsiverða háttsemi hafa þeir í hyggja að leita réttar síns vegna málsins,“ segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna. „Aðfarir lögreglu einkenndust af undarlegu offorsi og aldrei lá fyrir nein skiljanleg ástæða fyrir aðgerðum þeirra. Engum trúnaðarupplýsingum hafði verið deilt á lokuðum spjallhópi og það er algerlega á huldu hvernig lögregla fékk þá hugmynd að slíkt hefði átt sér stað,“ bætir hann við.Mennirnir handteknir í vinnunni Garðar Steinn segir að stór hópur lögreglumanna hafi handtekið saklausa menn á vinnustað þeirra. Fyrirsjáanleg afleiðing þess hafi að sjálfsögðu verið sú að ásökun ein nægði til að þeir misstu vinnu sína. „Skjólstæðingar mínir sættu einnig húsleit og nánast öll raftæki sem þeir áttu voru haldlögð. Þá var haldlagður tölvubúnaður í eigu fjölskyldu þeirra og vinnustaða, sem lögregla hafði enga heimild til að gera,“ segir hann. Mennirnir hafi síðan verið vistaðir í einangrun í alla þá 24 tíma sem lög leyfa að halda mönnum án þess að færa þá fyrir dómara. Hvorki á meðan þeir voru geymdir í einangrun né á síðari stigum málsins hafi lögregla getað útskýrt hvaða trúnaðarupplýsingum þeir töldu mennina hafa deilt sín á milli. „Ég veit ekki enn hvers vegna þetta mál hófst, en ég tel nauðsynlegt að fara vandlega yfir það hvað kemur til þegar lögregla grípur til svona harkalegra aðgerða án þess að hafa neitt í höndum sem bendir til að lögbrot hafi átt sér stað,“ segir Garðar Steinn.Tölvur haldlagðar án dómsúrskurðar Þá sé það sérstaklega varhugavert að lögregla hafi haldlagt tölvur í eigu lögmannsstofu og fjarskiptafyrirtækis án dómsúrskurðs. „Það er mjög hættulegt fordæmi að lögregla geti þannig komist yfir trúnaðarupplýsingar um fjölmarga aðila sem ekkert tengjast neinni rannsókn sem er í gangi,“ segir Garðar Steinn. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Sakborningar í Löke málinu hafa ákveðið að höfða mál gegn ríkinu vegna tilefnislausrar handtöku og húsleitar. Mennirnir tveir, lögfræðingur og starfsmaður fjarskiptafyrirtækis, voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Þeir fengu fyrir stuttu bréf frá ríkissaksóknara þar sem þeim var tilkynnt að málið yrði fellt niður án þess að til ákæru kæmi. „Nú þegar ríkissaksóknari hefur staðfest að skjólstæðingar mínir hafa ekki gerst sekir um neina refsiverða háttsemi hafa þeir í hyggja að leita réttar síns vegna málsins,“ segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna. „Aðfarir lögreglu einkenndust af undarlegu offorsi og aldrei lá fyrir nein skiljanleg ástæða fyrir aðgerðum þeirra. Engum trúnaðarupplýsingum hafði verið deilt á lokuðum spjallhópi og það er algerlega á huldu hvernig lögregla fékk þá hugmynd að slíkt hefði átt sér stað,“ bætir hann við.Mennirnir handteknir í vinnunni Garðar Steinn segir að stór hópur lögreglumanna hafi handtekið saklausa menn á vinnustað þeirra. Fyrirsjáanleg afleiðing þess hafi að sjálfsögðu verið sú að ásökun ein nægði til að þeir misstu vinnu sína. „Skjólstæðingar mínir sættu einnig húsleit og nánast öll raftæki sem þeir áttu voru haldlögð. Þá var haldlagður tölvubúnaður í eigu fjölskyldu þeirra og vinnustaða, sem lögregla hafði enga heimild til að gera,“ segir hann. Mennirnir hafi síðan verið vistaðir í einangrun í alla þá 24 tíma sem lög leyfa að halda mönnum án þess að færa þá fyrir dómara. Hvorki á meðan þeir voru geymdir í einangrun né á síðari stigum málsins hafi lögregla getað útskýrt hvaða trúnaðarupplýsingum þeir töldu mennina hafa deilt sín á milli. „Ég veit ekki enn hvers vegna þetta mál hófst, en ég tel nauðsynlegt að fara vandlega yfir það hvað kemur til þegar lögregla grípur til svona harkalegra aðgerða án þess að hafa neitt í höndum sem bendir til að lögbrot hafi átt sér stað,“ segir Garðar Steinn.Tölvur haldlagðar án dómsúrskurðar Þá sé það sérstaklega varhugavert að lögregla hafi haldlagt tölvur í eigu lögmannsstofu og fjarskiptafyrirtækis án dómsúrskurðs. „Það er mjög hættulegt fordæmi að lögregla geti þannig komist yfir trúnaðarupplýsingar um fjölmarga aðila sem ekkert tengjast neinni rannsókn sem er í gangi,“ segir Garðar Steinn.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira