Á vef Veðurstofu Íslands má sjá að gasmengun verði einnig á suðvesturhorni Íslands í dag. Á kortinu hér fyrir neðan má einnig sjá gasdreifingarspá Veðurstofunnar frá fimmtudagsmorgni til föstudagskvölds.
Norðaustlægri átt er spáð í dag 5 til 13 metrum á sekúndu, en hvassast SA-til. Léttskýjað á sunnan og vestanverðu landinu, en skýjað og lítilsháttar væta fyrir norðan og austan. Hiti 2 til 12 stig.
Náðirðu fallegri mynd af sólarupprásinni í morgun eða rauða tunglinu í gærkvöldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is og við birtum myndina á Vísi.