Jón Steinar var höfundur „nafnlausa bréfsins“ fræga Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. október 2014 17:00 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Jón Steinar Gunnlaugsson varpar sprengju í nýrri bók, „Í krafti sannfæringar - Saga lögmanns og dómarar“ þegar hann upplýsir í fyrsta skipti að hann hafi verið höfundur greinarinnar „Einnota réttarfar“ sem fór eins og eldur um sinu um internetið árið 2007 þegar dómar um frávísun ákæruliða í Baugsmálinu höfðu verið kveðnir upp. Í bréfinu var sett fram hvöss gagnrýni á Hæstarétt en bréfritari taldi að Hæstiréttur væri að gera miklu strangari kröfur til ákæruskjala í umræddu sakamáli en rétturinn hefði almennt gert. Þar voru jafnframt settar fram hugleiðingar um þetta og látið í veðri vaka að Hæstiréttur hefði sveiflast með almenningsálitinu og fjölmiðlum þegar dómar um frávísun voru kveðnir upp. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir fundi með verjendum og dómurum í málinu vegna bréfsins. Hann taldi bréfið skaða sókn málsins. Jón Steinar upplýsir um það að hann hafi fyrst skrifað bréfið fyrir sjálfan sig. Síðan hafi vinur hans óskað eftir eintaki af því og eftir það hafi bréfið farið í umferð. Hann útskýrir jafnframt hvers vegna hann hafi skrifað bréfið en um leið sakar hann samstarfsmenn sína í Hæstarétti um misnotkun valds. „Ég hef alltaf átt afar erfitt með að þegja, þegar ég tel mig verða að vitni að eins skýrri misnotkun á opinberu valdi og hér var raunin. Og hér var verið að misbeita þeirri stofnun ríkisins sem ég tel mikivægasta, Hæstarétti,“ -bls. 237.Í Íslandi í dag í kvöld verður rætt við Jón Steinar um efni bókarinnar. Kl. 18:50 í opinni dagskrá á Stöð 2, strax að loknum fréttum. Þar mun hann m.a svara fyrir bréfið. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson varpar sprengju í nýrri bók, „Í krafti sannfæringar - Saga lögmanns og dómarar“ þegar hann upplýsir í fyrsta skipti að hann hafi verið höfundur greinarinnar „Einnota réttarfar“ sem fór eins og eldur um sinu um internetið árið 2007 þegar dómar um frávísun ákæruliða í Baugsmálinu höfðu verið kveðnir upp. Í bréfinu var sett fram hvöss gagnrýni á Hæstarétt en bréfritari taldi að Hæstiréttur væri að gera miklu strangari kröfur til ákæruskjala í umræddu sakamáli en rétturinn hefði almennt gert. Þar voru jafnframt settar fram hugleiðingar um þetta og látið í veðri vaka að Hæstiréttur hefði sveiflast með almenningsálitinu og fjölmiðlum þegar dómar um frávísun voru kveðnir upp. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir fundi með verjendum og dómurum í málinu vegna bréfsins. Hann taldi bréfið skaða sókn málsins. Jón Steinar upplýsir um það að hann hafi fyrst skrifað bréfið fyrir sjálfan sig. Síðan hafi vinur hans óskað eftir eintaki af því og eftir það hafi bréfið farið í umferð. Hann útskýrir jafnframt hvers vegna hann hafi skrifað bréfið en um leið sakar hann samstarfsmenn sína í Hæstarétti um misnotkun valds. „Ég hef alltaf átt afar erfitt með að þegja, þegar ég tel mig verða að vitni að eins skýrri misnotkun á opinberu valdi og hér var raunin. Og hér var verið að misbeita þeirri stofnun ríkisins sem ég tel mikivægasta, Hæstarétti,“ -bls. 237.Í Íslandi í dag í kvöld verður rætt við Jón Steinar um efni bókarinnar. Kl. 18:50 í opinni dagskrá á Stöð 2, strax að loknum fréttum. Þar mun hann m.a svara fyrir bréfið.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira