Fleiri biðja um fjölskylduráðgjöf eftir hátíðar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 18. desember 2014 12:00 Mikilvægt er að væntingar til samverustunda um hátíðar séu raunhæfar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vonbrigði sem fylgja óraunhæfum væntingum geta leitt til aukinnar aðsóknar í fjölskyldumeðferð eftir stórhátíðar, að sögn Ragnheiðar Sigurjónsdóttur, forstöðumanns Fjölskyldumiðstöðvarinnar að Skúlagötu 21 sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur með aðkomu borgarinnar og velferðarráðuneytisins. „Fjölskyldulífið og gleðin verður ekki alltaf í samræmi við væntingarnar og því fylgir þá oft depurð á eftir. Það er oftar haft samband við okkur eftir jól og aðrar stórhátíðir en á öðrum tímum,“ greinir Ragnheiður frá.Síðastliðið ár leituðu yfir 400 fjölskyldur til Fjölskyldumiðstöðvarinnar en ráðgjöfin þar er án endurgjalds. „Fólk leitar til okkar með ýmis vandamál. Aðsóknin jókst til dæmis gríðarlega eftir hrunið. Það er meiri fátækt núna í þjóðfélaginu. Þeir sem hafa haft það gott hafa það betra en áður en aðrir eru verr staddir en áður. Fátækt reynir meira á sambandið og allt umhverfið. Fjölskyldan öll þarf meiri stuðning.“ Yfirskrift Fjölskyldumiðstöðvarinnar er Betra fjölskyldulíf, að því er Ragnheiður bendir á. Veitt er ráðgjöf vegna samskiptavanda, uppeldis, skilnaðar- og forsjármála, vanlíðanar í skóla, vímuefna- og áfengisneyslu ungmenna, barna sem sýna andfélagslega hegðun og vegna geðrænna erfiðleika. „Við tökum oft alla fjölskylduna í meðferð,“ tekur Ragnheiður fram. Á stórhátíðum leysist alls konar vandi úr læðingi, að sögn Ragnheiðar. „Fólk verður þá viðkvæmara og minningar streyma fram. Fjölskyldan á bara að reyna að gleðjast saman og vera með raunhæfar væntingar til annarra í fjölskyldunni og sjálfs sín. Á þessum tíma er fólk meira saman og þá reynir meira á samskiptin. Oft er samskiptavandinn jafnframt meiri í stjúpfjölskyldum um hátíðar.“ Á Fjölskyldumiðstöðinni starfa fjölskylduráðgjafar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og geðhjúkrunarfræðingar. „Þeim sem hringja sjálfir og panta tíma hjá okkur fjölgar stöðugt en við þjónustum jafnframt alla skóla. Þjónustumiðstöðvar, heilsugæslan og Barnavernd vísa einnig fjölskyldum til okkar. Starfið miðar að því að styrkja fjölskyldur og leggja þeim lið við að leysa vanda sem fyrst svo koma megi í veg fyrir að mál þróist á verri veg,“ segir Ragnheiður. Fjölskyldum er boðið upp á 4-6 viðtöl hjá ráðgjöfum Fjölskyldumiðstöðvarinnar. Þjónustan er opin öllum fjölskyldum og er þeim að kostnaðarlausu. Foreldrum og börnum stendur til boða að taka þátt í hópastarfi á vegum Fjölskyldumiðstöðvarinnar. Markmiðið er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu með umræðum og fræðslu í hóp með öðrum sem eru að fást við svipuð viðfangsefni í uppeldinu. Með hópastarfi unglinga er markmiðið að styrkja heilbrigða og jákvæða sjálfsímynd þeirra. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Vonbrigði sem fylgja óraunhæfum væntingum geta leitt til aukinnar aðsóknar í fjölskyldumeðferð eftir stórhátíðar, að sögn Ragnheiðar Sigurjónsdóttur, forstöðumanns Fjölskyldumiðstöðvarinnar að Skúlagötu 21 sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur með aðkomu borgarinnar og velferðarráðuneytisins. „Fjölskyldulífið og gleðin verður ekki alltaf í samræmi við væntingarnar og því fylgir þá oft depurð á eftir. Það er oftar haft samband við okkur eftir jól og aðrar stórhátíðir en á öðrum tímum,“ greinir Ragnheiður frá.Síðastliðið ár leituðu yfir 400 fjölskyldur til Fjölskyldumiðstöðvarinnar en ráðgjöfin þar er án endurgjalds. „Fólk leitar til okkar með ýmis vandamál. Aðsóknin jókst til dæmis gríðarlega eftir hrunið. Það er meiri fátækt núna í þjóðfélaginu. Þeir sem hafa haft það gott hafa það betra en áður en aðrir eru verr staddir en áður. Fátækt reynir meira á sambandið og allt umhverfið. Fjölskyldan öll þarf meiri stuðning.“ Yfirskrift Fjölskyldumiðstöðvarinnar er Betra fjölskyldulíf, að því er Ragnheiður bendir á. Veitt er ráðgjöf vegna samskiptavanda, uppeldis, skilnaðar- og forsjármála, vanlíðanar í skóla, vímuefna- og áfengisneyslu ungmenna, barna sem sýna andfélagslega hegðun og vegna geðrænna erfiðleika. „Við tökum oft alla fjölskylduna í meðferð,“ tekur Ragnheiður fram. Á stórhátíðum leysist alls konar vandi úr læðingi, að sögn Ragnheiðar. „Fólk verður þá viðkvæmara og minningar streyma fram. Fjölskyldan á bara að reyna að gleðjast saman og vera með raunhæfar væntingar til annarra í fjölskyldunni og sjálfs sín. Á þessum tíma er fólk meira saman og þá reynir meira á samskiptin. Oft er samskiptavandinn jafnframt meiri í stjúpfjölskyldum um hátíðar.“ Á Fjölskyldumiðstöðinni starfa fjölskylduráðgjafar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og geðhjúkrunarfræðingar. „Þeim sem hringja sjálfir og panta tíma hjá okkur fjölgar stöðugt en við þjónustum jafnframt alla skóla. Þjónustumiðstöðvar, heilsugæslan og Barnavernd vísa einnig fjölskyldum til okkar. Starfið miðar að því að styrkja fjölskyldur og leggja þeim lið við að leysa vanda sem fyrst svo koma megi í veg fyrir að mál þróist á verri veg,“ segir Ragnheiður. Fjölskyldum er boðið upp á 4-6 viðtöl hjá ráðgjöfum Fjölskyldumiðstöðvarinnar. Þjónustan er opin öllum fjölskyldum og er þeim að kostnaðarlausu. Foreldrum og börnum stendur til boða að taka þátt í hópastarfi á vegum Fjölskyldumiðstöðvarinnar. Markmiðið er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu með umræðum og fræðslu í hóp með öðrum sem eru að fást við svipuð viðfangsefni í uppeldinu. Með hópastarfi unglinga er markmiðið að styrkja heilbrigða og jákvæða sjálfsímynd þeirra.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira