Viðurkenna brot á samkeppnislögum og greiða 1.600 milljóna sekt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. desember 2014 19:35 Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. Þeir hafa viðurkennt að sumir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við lögin og samið um að greiða sekt uppá rúmar 1.600 milljónir. Kortaþjónustan sem kærði málið hefur staðið í stappi við bankana og Borgun og Valitor frá árinu 2002 og höfðað tvö skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Deilurnar ná því langt aftur þótt málið sem nú hefur verið til lykta leitt hafi komið inn á borð hjá samkeppnisyfirvöldum fyrir fimm árum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson segir fyrirtækið hafa tekið kollsteypur vegna fjárhagstjóns sem samkeppnisbrotin hafi valdið. Hann segir að bankarnir ráði vel við þessar sektir og stjórnendurnir séu áfram stikkfrí. „Þeir segja nú einhverjir að þeir hafi ekki haft neina vitneskju eða vonda trú í þessu máli. Það sýnir annað hvort, að þeir viti ekki rassgat um hvað er að gerast í þeirra fyrirtækjum, eða þá að þeir eru hreinlega að ljúga.“ Fyrirtækin greiða sekt og samþykkja að gera breytingar sem fela meðal annars í sér að hámark verður á svokallað milligjald sem er þóknun sem verslanir greiða fyrir færslur með kortum. Þá mega keppinautar á viðskiptabankamarkaði ekki lengur eiga saman greiðslukortafyrirtæki. Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að þessi sátt lækki væntanlega vöruverð í landinu. Kaupmenn greiði þó áfram svokölluð milligjöld, frá 1 og upp í 2,7 prósent en ekki kortafyrirtækin og sá sem borgi með seðlum fái engan afslátt þrátt fyrir þetta. Samningur greiðslukortafyrirtækjanna um að ekki megi hækka verðið vegna kortanna verði að líkindum áfram við lýði en nú sé komið þak á gjöldin. Pétur segir þó að þess sé ekki langt að bíða að fólk geti farið að nota gsm síma sína í þessu skyni og veita kortafyrirtækjunum þannig verulega samkeppni. Kortaþjónustan sem hefur höfðað tvö skaðabótamál gegn fyrirtækjunum gagnrýnir hversu langan tíma málið hefur tekið í meðförum samkeppnisyfirvalda. Pétur Blöndal segir að slíkar tafir sjáist því miður mjög víða. Dómskerfið, andmælarétturinn og samkeppniseftirlit geti dregið mál á langinn. Nú sé hinsvegar komin niðurstaða og fyrirtækið þurfi að greiða safaríkar sektir og breyta starfsháttum sínum, meðal annars megi þau ekki eiga kortafyrirtækin saman. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. Þeir hafa viðurkennt að sumir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við lögin og samið um að greiða sekt uppá rúmar 1.600 milljónir. Kortaþjónustan sem kærði málið hefur staðið í stappi við bankana og Borgun og Valitor frá árinu 2002 og höfðað tvö skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Deilurnar ná því langt aftur þótt málið sem nú hefur verið til lykta leitt hafi komið inn á borð hjá samkeppnisyfirvöldum fyrir fimm árum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson segir fyrirtækið hafa tekið kollsteypur vegna fjárhagstjóns sem samkeppnisbrotin hafi valdið. Hann segir að bankarnir ráði vel við þessar sektir og stjórnendurnir séu áfram stikkfrí. „Þeir segja nú einhverjir að þeir hafi ekki haft neina vitneskju eða vonda trú í þessu máli. Það sýnir annað hvort, að þeir viti ekki rassgat um hvað er að gerast í þeirra fyrirtækjum, eða þá að þeir eru hreinlega að ljúga.“ Fyrirtækin greiða sekt og samþykkja að gera breytingar sem fela meðal annars í sér að hámark verður á svokallað milligjald sem er þóknun sem verslanir greiða fyrir færslur með kortum. Þá mega keppinautar á viðskiptabankamarkaði ekki lengur eiga saman greiðslukortafyrirtæki. Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að þessi sátt lækki væntanlega vöruverð í landinu. Kaupmenn greiði þó áfram svokölluð milligjöld, frá 1 og upp í 2,7 prósent en ekki kortafyrirtækin og sá sem borgi með seðlum fái engan afslátt þrátt fyrir þetta. Samningur greiðslukortafyrirtækjanna um að ekki megi hækka verðið vegna kortanna verði að líkindum áfram við lýði en nú sé komið þak á gjöldin. Pétur segir þó að þess sé ekki langt að bíða að fólk geti farið að nota gsm síma sína í þessu skyni og veita kortafyrirtækjunum þannig verulega samkeppni. Kortaþjónustan sem hefur höfðað tvö skaðabótamál gegn fyrirtækjunum gagnrýnir hversu langan tíma málið hefur tekið í meðförum samkeppnisyfirvalda. Pétur Blöndal segir að slíkar tafir sjáist því miður mjög víða. Dómskerfið, andmælarétturinn og samkeppniseftirlit geti dregið mál á langinn. Nú sé hinsvegar komin niðurstaða og fyrirtækið þurfi að greiða safaríkar sektir og breyta starfsháttum sínum, meðal annars megi þau ekki eiga kortafyrirtækin saman.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira