Viðurkenna brot á samkeppnislögum og greiða 1.600 milljóna sekt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. desember 2014 19:35 Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. Þeir hafa viðurkennt að sumir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við lögin og samið um að greiða sekt uppá rúmar 1.600 milljónir. Kortaþjónustan sem kærði málið hefur staðið í stappi við bankana og Borgun og Valitor frá árinu 2002 og höfðað tvö skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Deilurnar ná því langt aftur þótt málið sem nú hefur verið til lykta leitt hafi komið inn á borð hjá samkeppnisyfirvöldum fyrir fimm árum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson segir fyrirtækið hafa tekið kollsteypur vegna fjárhagstjóns sem samkeppnisbrotin hafi valdið. Hann segir að bankarnir ráði vel við þessar sektir og stjórnendurnir séu áfram stikkfrí. „Þeir segja nú einhverjir að þeir hafi ekki haft neina vitneskju eða vonda trú í þessu máli. Það sýnir annað hvort, að þeir viti ekki rassgat um hvað er að gerast í þeirra fyrirtækjum, eða þá að þeir eru hreinlega að ljúga.“ Fyrirtækin greiða sekt og samþykkja að gera breytingar sem fela meðal annars í sér að hámark verður á svokallað milligjald sem er þóknun sem verslanir greiða fyrir færslur með kortum. Þá mega keppinautar á viðskiptabankamarkaði ekki lengur eiga saman greiðslukortafyrirtæki. Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að þessi sátt lækki væntanlega vöruverð í landinu. Kaupmenn greiði þó áfram svokölluð milligjöld, frá 1 og upp í 2,7 prósent en ekki kortafyrirtækin og sá sem borgi með seðlum fái engan afslátt þrátt fyrir þetta. Samningur greiðslukortafyrirtækjanna um að ekki megi hækka verðið vegna kortanna verði að líkindum áfram við lýði en nú sé komið þak á gjöldin. Pétur segir þó að þess sé ekki langt að bíða að fólk geti farið að nota gsm síma sína í þessu skyni og veita kortafyrirtækjunum þannig verulega samkeppni. Kortaþjónustan sem hefur höfðað tvö skaðabótamál gegn fyrirtækjunum gagnrýnir hversu langan tíma málið hefur tekið í meðförum samkeppnisyfirvalda. Pétur Blöndal segir að slíkar tafir sjáist því miður mjög víða. Dómskerfið, andmælarétturinn og samkeppniseftirlit geti dregið mál á langinn. Nú sé hinsvegar komin niðurstaða og fyrirtækið þurfi að greiða safaríkar sektir og breyta starfsháttum sínum, meðal annars megi þau ekki eiga kortafyrirtækin saman. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. Þeir hafa viðurkennt að sumir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við lögin og samið um að greiða sekt uppá rúmar 1.600 milljónir. Kortaþjónustan sem kærði málið hefur staðið í stappi við bankana og Borgun og Valitor frá árinu 2002 og höfðað tvö skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Deilurnar ná því langt aftur þótt málið sem nú hefur verið til lykta leitt hafi komið inn á borð hjá samkeppnisyfirvöldum fyrir fimm árum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson segir fyrirtækið hafa tekið kollsteypur vegna fjárhagstjóns sem samkeppnisbrotin hafi valdið. Hann segir að bankarnir ráði vel við þessar sektir og stjórnendurnir séu áfram stikkfrí. „Þeir segja nú einhverjir að þeir hafi ekki haft neina vitneskju eða vonda trú í þessu máli. Það sýnir annað hvort, að þeir viti ekki rassgat um hvað er að gerast í þeirra fyrirtækjum, eða þá að þeir eru hreinlega að ljúga.“ Fyrirtækin greiða sekt og samþykkja að gera breytingar sem fela meðal annars í sér að hámark verður á svokallað milligjald sem er þóknun sem verslanir greiða fyrir færslur með kortum. Þá mega keppinautar á viðskiptabankamarkaði ekki lengur eiga saman greiðslukortafyrirtæki. Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að þessi sátt lækki væntanlega vöruverð í landinu. Kaupmenn greiði þó áfram svokölluð milligjöld, frá 1 og upp í 2,7 prósent en ekki kortafyrirtækin og sá sem borgi með seðlum fái engan afslátt þrátt fyrir þetta. Samningur greiðslukortafyrirtækjanna um að ekki megi hækka verðið vegna kortanna verði að líkindum áfram við lýði en nú sé komið þak á gjöldin. Pétur segir þó að þess sé ekki langt að bíða að fólk geti farið að nota gsm síma sína í þessu skyni og veita kortafyrirtækjunum þannig verulega samkeppni. Kortaþjónustan sem hefur höfðað tvö skaðabótamál gegn fyrirtækjunum gagnrýnir hversu langan tíma málið hefur tekið í meðförum samkeppnisyfirvalda. Pétur Blöndal segir að slíkar tafir sjáist því miður mjög víða. Dómskerfið, andmælarétturinn og samkeppniseftirlit geti dregið mál á langinn. Nú sé hinsvegar komin niðurstaða og fyrirtækið þurfi að greiða safaríkar sektir og breyta starfsháttum sínum, meðal annars megi þau ekki eiga kortafyrirtækin saman.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira