Viðurkenna brot á samkeppnislögum og greiða 1.600 milljóna sekt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. desember 2014 19:35 Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. Þeir hafa viðurkennt að sumir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við lögin og samið um að greiða sekt uppá rúmar 1.600 milljónir. Kortaþjónustan sem kærði málið hefur staðið í stappi við bankana og Borgun og Valitor frá árinu 2002 og höfðað tvö skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Deilurnar ná því langt aftur þótt málið sem nú hefur verið til lykta leitt hafi komið inn á borð hjá samkeppnisyfirvöldum fyrir fimm árum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson segir fyrirtækið hafa tekið kollsteypur vegna fjárhagstjóns sem samkeppnisbrotin hafi valdið. Hann segir að bankarnir ráði vel við þessar sektir og stjórnendurnir séu áfram stikkfrí. „Þeir segja nú einhverjir að þeir hafi ekki haft neina vitneskju eða vonda trú í þessu máli. Það sýnir annað hvort, að þeir viti ekki rassgat um hvað er að gerast í þeirra fyrirtækjum, eða þá að þeir eru hreinlega að ljúga.“ Fyrirtækin greiða sekt og samþykkja að gera breytingar sem fela meðal annars í sér að hámark verður á svokallað milligjald sem er þóknun sem verslanir greiða fyrir færslur með kortum. Þá mega keppinautar á viðskiptabankamarkaði ekki lengur eiga saman greiðslukortafyrirtæki. Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að þessi sátt lækki væntanlega vöruverð í landinu. Kaupmenn greiði þó áfram svokölluð milligjöld, frá 1 og upp í 2,7 prósent en ekki kortafyrirtækin og sá sem borgi með seðlum fái engan afslátt þrátt fyrir þetta. Samningur greiðslukortafyrirtækjanna um að ekki megi hækka verðið vegna kortanna verði að líkindum áfram við lýði en nú sé komið þak á gjöldin. Pétur segir þó að þess sé ekki langt að bíða að fólk geti farið að nota gsm síma sína í þessu skyni og veita kortafyrirtækjunum þannig verulega samkeppni. Kortaþjónustan sem hefur höfðað tvö skaðabótamál gegn fyrirtækjunum gagnrýnir hversu langan tíma málið hefur tekið í meðförum samkeppnisyfirvalda. Pétur Blöndal segir að slíkar tafir sjáist því miður mjög víða. Dómskerfið, andmælarétturinn og samkeppniseftirlit geti dregið mál á langinn. Nú sé hinsvegar komin niðurstaða og fyrirtækið þurfi að greiða safaríkar sektir og breyta starfsháttum sínum, meðal annars megi þau ekki eiga kortafyrirtækin saman. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. Þeir hafa viðurkennt að sumir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við lögin og samið um að greiða sekt uppá rúmar 1.600 milljónir. Kortaþjónustan sem kærði málið hefur staðið í stappi við bankana og Borgun og Valitor frá árinu 2002 og höfðað tvö skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Deilurnar ná því langt aftur þótt málið sem nú hefur verið til lykta leitt hafi komið inn á borð hjá samkeppnisyfirvöldum fyrir fimm árum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson segir fyrirtækið hafa tekið kollsteypur vegna fjárhagstjóns sem samkeppnisbrotin hafi valdið. Hann segir að bankarnir ráði vel við þessar sektir og stjórnendurnir séu áfram stikkfrí. „Þeir segja nú einhverjir að þeir hafi ekki haft neina vitneskju eða vonda trú í þessu máli. Það sýnir annað hvort, að þeir viti ekki rassgat um hvað er að gerast í þeirra fyrirtækjum, eða þá að þeir eru hreinlega að ljúga.“ Fyrirtækin greiða sekt og samþykkja að gera breytingar sem fela meðal annars í sér að hámark verður á svokallað milligjald sem er þóknun sem verslanir greiða fyrir færslur með kortum. Þá mega keppinautar á viðskiptabankamarkaði ekki lengur eiga saman greiðslukortafyrirtæki. Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að þessi sátt lækki væntanlega vöruverð í landinu. Kaupmenn greiði þó áfram svokölluð milligjöld, frá 1 og upp í 2,7 prósent en ekki kortafyrirtækin og sá sem borgi með seðlum fái engan afslátt þrátt fyrir þetta. Samningur greiðslukortafyrirtækjanna um að ekki megi hækka verðið vegna kortanna verði að líkindum áfram við lýði en nú sé komið þak á gjöldin. Pétur segir þó að þess sé ekki langt að bíða að fólk geti farið að nota gsm síma sína í þessu skyni og veita kortafyrirtækjunum þannig verulega samkeppni. Kortaþjónustan sem hefur höfðað tvö skaðabótamál gegn fyrirtækjunum gagnrýnir hversu langan tíma málið hefur tekið í meðförum samkeppnisyfirvalda. Pétur Blöndal segir að slíkar tafir sjáist því miður mjög víða. Dómskerfið, andmælarétturinn og samkeppniseftirlit geti dregið mál á langinn. Nú sé hinsvegar komin niðurstaða og fyrirtækið þurfi að greiða safaríkar sektir og breyta starfsháttum sínum, meðal annars megi þau ekki eiga kortafyrirtækin saman.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira