Innlent

Samstarfssáttmáli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lagður fram í Hafnarfirði

Randver Kári Randversson skrifar
Kristinn Andersen, Sjálfstæðisflokki, Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, á fundi bæjarstjórnar í dag.
Kristinn Andersen, Sjálfstæðisflokki, Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, á fundi bæjarstjórnar í dag. Vísir/Arnþór
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar hafa gert með sér sáttmála um myndum meirihluta bæjarstjórnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem nú var að ljúka var lagður fram samstarfssáttmáli  meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2014 – 2018 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins.

Guðlaug Kristjánsdóttir frá Bjartri framtíð var kosin forseti bæjarstjórnar og  Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæðisflokki, formaður bæjarráðs.

Í sáttmálanum kemur fram að áhersla sé lögð á ábyrga langtímahugsun í stefnumótun og  stjórn bæjarins. Skýr markmið og sátt um framtíðarsýn sé grunnar að farsælu verki. Því verði á kjörtímabilinu unnið að gerð langtímastefnu um framtíð bæjarins og leitað eftir frumkvæði og þátttöku bæjarbúa og samstöðu innan bæjarstjórnar.

Rósa Guðbjartsdóttir  formaður bæjarráðs segir spennandi tíma framundan í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og það sé tilhlökkun í hópnum að takast á við þau verkefni sem framundan eru. „Við munum leggja okkur fram við að eiga jákvætt og uppbyggilegt samstarf við alla bæjarfulltrúa og um leið að efla samtal bæjarstjórnar við bæjarbúa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×