Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2014 17:19 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, telur að andstæðingar múslima á Íslandi hafi veðjað á rangan hest, ef þeir hafi kosið Framsókn í borgarstjórnarkosningunum í lok síðasta mánaðar. Þetta kom fram í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg sagði ennfremur að ummæli hennar þann 23. maí, þar sem hún lagði til að lóð sem var búið að úthluta Félagi múslima yrði dregin til baka, hafi verið sögð í hálfkæringi og samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins í Reykjavíkur, þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins á landinu og þetta er ekki á stefnuskrá flokksins,“ sagði Sveinbjörg í morgun. Sveinbjörg sagði ummælin um afturköllun lóðar til Félags múslima ekki hafa verið sett fram á ábyrgan hátt. Hún var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“Annað en sagt var fyrir kosningar Þessi ummæli Sveinbjargar eru í nokkru ósamræmi við það sem hún sagði fyrir kosningar. Þann 27. maí, fjórum dögum eftir að Vísir greindi fyrst frá málinu var Sveinbjörg spurð um viðbrögð flokksforystunnar við ummælum hennar um afturköllun lóðarinnar. Hún sagðist ekki hafa heyrt í forystumönnum flokksins og sagði: „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“„Ekki á móti múslimum og moskum per se“ Sveinbjörg, sem telur í dag að málið hafi ekki verið kosningamál, sendi til að mynda frá sér yfirlýsingu sama dag, þann 27. maí, þar sem hún vildi einnig afturkalla lóð til félags Ásatrúarmanna. Sveinbjörg Birna kom einnig fram á Útvarpi Sögu í löngu og ítarlegu viðtali þar sem hún sagði frá því að að stjúpmóðir barna hennar væri múslimi. „Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt,“ var meðal þess sem Sveinbjörg sagði á Útvarpi sögu, tveimur dögum eftir að ummælin féllu.Áhyggjur af nauðungahjónaböndum Í þættinum Stóru málin, daginn fyrir kosningar, vakti Sveinbjörg Birna athygli á nauðungahjónaböndum í Svíþjóð. Þegar Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunnar í Reykjavík, ræddi um trúfrelsi greip Sveinbjörg Birna fram í fyrir honum og sagði: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“ Þáttarstjórnendum var ekki fullljóst hvað Sveinbjörg átti við með þessu og spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður hana hvort hún teldi að slíkt væri stundað meðal múslima hérlendis. Sveinbjörg sagði að horfa þyrfti til þess hvernig hlutirnir væru á Norðurlöndunum varðandi „trúfrelsisumræðu“. Hún var þá spurð hvort hún vissi dæmi þess að múslimar hefðu þvingað einstaklinga í hjónabönd á Íslandi og svaraði Sveinbjörg: „Nei. En fyrir 20 árum ef þú hefðir spurt sömu spurningar í Svíþjóð þá hefðir þú fengið nei.“ Sveinbjörg Birna var einnig spurð út í þessi ummæli sín í Morgunútvarpinu í morgun og þá svaraði hún: „Þessi maður þráspurði hvernig samfélagi við viljum búa til.“ Hún sagði að Íslendingar þyrftu að horfa til Norðurlandanna og reynslu þeirra, hvað hefði farið vel og hvað ekki í þeirra samfélagi. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, telur að andstæðingar múslima á Íslandi hafi veðjað á rangan hest, ef þeir hafi kosið Framsókn í borgarstjórnarkosningunum í lok síðasta mánaðar. Þetta kom fram í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg sagði ennfremur að ummæli hennar þann 23. maí, þar sem hún lagði til að lóð sem var búið að úthluta Félagi múslima yrði dregin til baka, hafi verið sögð í hálfkæringi og samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins í Reykjavíkur, þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins á landinu og þetta er ekki á stefnuskrá flokksins,“ sagði Sveinbjörg í morgun. Sveinbjörg sagði ummælin um afturköllun lóðar til Félags múslima ekki hafa verið sett fram á ábyrgan hátt. Hún var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“Annað en sagt var fyrir kosningar Þessi ummæli Sveinbjargar eru í nokkru ósamræmi við það sem hún sagði fyrir kosningar. Þann 27. maí, fjórum dögum eftir að Vísir greindi fyrst frá málinu var Sveinbjörg spurð um viðbrögð flokksforystunnar við ummælum hennar um afturköllun lóðarinnar. Hún sagðist ekki hafa heyrt í forystumönnum flokksins og sagði: „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“„Ekki á móti múslimum og moskum per se“ Sveinbjörg, sem telur í dag að málið hafi ekki verið kosningamál, sendi til að mynda frá sér yfirlýsingu sama dag, þann 27. maí, þar sem hún vildi einnig afturkalla lóð til félags Ásatrúarmanna. Sveinbjörg Birna kom einnig fram á Útvarpi Sögu í löngu og ítarlegu viðtali þar sem hún sagði frá því að að stjúpmóðir barna hennar væri múslimi. „Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt,“ var meðal þess sem Sveinbjörg sagði á Útvarpi sögu, tveimur dögum eftir að ummælin féllu.Áhyggjur af nauðungahjónaböndum Í þættinum Stóru málin, daginn fyrir kosningar, vakti Sveinbjörg Birna athygli á nauðungahjónaböndum í Svíþjóð. Þegar Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunnar í Reykjavík, ræddi um trúfrelsi greip Sveinbjörg Birna fram í fyrir honum og sagði: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“ Þáttarstjórnendum var ekki fullljóst hvað Sveinbjörg átti við með þessu og spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður hana hvort hún teldi að slíkt væri stundað meðal múslima hérlendis. Sveinbjörg sagði að horfa þyrfti til þess hvernig hlutirnir væru á Norðurlöndunum varðandi „trúfrelsisumræðu“. Hún var þá spurð hvort hún vissi dæmi þess að múslimar hefðu þvingað einstaklinga í hjónabönd á Íslandi og svaraði Sveinbjörg: „Nei. En fyrir 20 árum ef þú hefðir spurt sömu spurningar í Svíþjóð þá hefðir þú fengið nei.“ Sveinbjörg Birna var einnig spurð út í þessi ummæli sín í Morgunútvarpinu í morgun og þá svaraði hún: „Þessi maður þráspurði hvernig samfélagi við viljum búa til.“ Hún sagði að Íslendingar þyrftu að horfa til Norðurlandanna og reynslu þeirra, hvað hefði farið vel og hvað ekki í þeirra samfélagi.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira