Innlent

Síldarvertíð að ljúka

Gissur Sigurðsson skrifar
Visir/Vilhelm
Vertíðinni í Norsk-íslensku síldinni er um það bil að ljúka og eru þó nokkur skip þegar búin með kvóta sína.

Þau sem enn eru á miðunum eru í sinni síðustu veiðiferð á þessari síldarvertíð. Síldin er auk þess lögð af stað í átt til Noregs og er nú komin djúpt austur af landinu.

Veiðarnar gengu vel að þessu sinni og fer lang mest af afurðunum til manneldis, en ágætis verð fæst nú á mörkuðum fyrir síldarafurðir. Nú verður smá hlé hjá skipunum en veiðar á íslensku sumargotssíldinni hefjast í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×