"Eins og að vera í snertingu við almættið“ Baldvin Þormóðsson skrifar 23. maí 2014 20:00 Björn Þór segir að það vera stórkostlega fallegt að vera á Rauðasandi. mynd/Hörður Sveinsson Skipuleggendur tónlistarhátíðarinnar á Rauðasandi hafa tilkynnt seinustu þrjú tónlistaratriðin og því dagskráin orðin tilbúin. Hljómsveitirnar sem bættust við listann voru Sóley, Brother Grass og Kött Grá Pjé en öll tónlistaratriðin má sjá hér. Þrátt fyrir að vera mjög ung hátíð þá hefur Rauðasandur skapað sér nafn í tónlistarhátíðarflóru Íslands.„Þetta byrjaði þegar við vinahópurinn vildum fara í útilegu og tónlistarhátíð sem væri ekki með djammið og fyllerí í fyrirrúmi,“ segir Björn Þór Björnsson en hann er einn skipuleggenda hátíðarinnar.„Það er líka svo stórkostlega fallegt að vera þarna, það er einhver kraftur sem maður finnur bara um leið og maður kemur,“ segir Björn Þór og bætir því við að sólsetrin á Rauðasandi séu mikilfengleg. „Að standa þarna í sandninum er eins og að vera í snertingu við almættið og það kemur bara einhver andi yfir mann,“ segir skipuleggjandinn. „Maður breytist bara í einhvern hippa um leið og maður kemur, hvort sem manni líkar það eða betur eða verr,“ segir Björn og hlær.Á morgnanna geta hátíðargestir stundað jóga á sandinum.mynd/Friðrik Örn HjaltestedFjölskylduvæn hátíð Börn fá frítt inn á hátíðina sem er mjög fjölskylduvæn. „Það er eiginlega meira að gera yfir daginn en tónleikarnir, það finnst okkur svo skemmtilegt,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir sem stendur að hátíðina ásamt Birni. „Það er jóga um morguninn, sandkastalakeppni, töfrakona, indjánatjald og síðan er náttúrulega fallegasta fjaran á landinu þarna og hægt að dýfa sér í ósinn.“ Brennan, sem er eiginlegur hápunktur hátíðarinnar fer fram eftir að tónlistardagskránni lýkur á laugardeginum en hún verður með öðruvísi sniði í ár. „Bálkösturinn verður í líki einhvers og verður einhverskonar skúlptúr,“ segir Kristín Andrea en þau hafa fengið til sín leikmyndahönnuð sem mun hafa yfirumsjón með uppbyggingunni. „Síðan getur fólk tekið þátt í að byggja hann á meðan hátíðinni stendur.“Miðasalan er í fullum gangi á miði.is en mjög takmarkað magn er af miðum vegna stærð svæðisins. „Við viljum hafa þetta lítið og þess vegna mun hún alltaf verið þessa litla, krúttlega útihátíð,“ segir Kristín Andrea.Brennan er hápunktur hátíðarinnar.mynd/Friðrik Örn HjaltestedHér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir tónlistarhátíðina. Post by Rauðasandur Festival. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
Skipuleggendur tónlistarhátíðarinnar á Rauðasandi hafa tilkynnt seinustu þrjú tónlistaratriðin og því dagskráin orðin tilbúin. Hljómsveitirnar sem bættust við listann voru Sóley, Brother Grass og Kött Grá Pjé en öll tónlistaratriðin má sjá hér. Þrátt fyrir að vera mjög ung hátíð þá hefur Rauðasandur skapað sér nafn í tónlistarhátíðarflóru Íslands.„Þetta byrjaði þegar við vinahópurinn vildum fara í útilegu og tónlistarhátíð sem væri ekki með djammið og fyllerí í fyrirrúmi,“ segir Björn Þór Björnsson en hann er einn skipuleggenda hátíðarinnar.„Það er líka svo stórkostlega fallegt að vera þarna, það er einhver kraftur sem maður finnur bara um leið og maður kemur,“ segir Björn Þór og bætir því við að sólsetrin á Rauðasandi séu mikilfengleg. „Að standa þarna í sandninum er eins og að vera í snertingu við almættið og það kemur bara einhver andi yfir mann,“ segir skipuleggjandinn. „Maður breytist bara í einhvern hippa um leið og maður kemur, hvort sem manni líkar það eða betur eða verr,“ segir Björn og hlær.Á morgnanna geta hátíðargestir stundað jóga á sandinum.mynd/Friðrik Örn HjaltestedFjölskylduvæn hátíð Börn fá frítt inn á hátíðina sem er mjög fjölskylduvæn. „Það er eiginlega meira að gera yfir daginn en tónleikarnir, það finnst okkur svo skemmtilegt,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir sem stendur að hátíðina ásamt Birni. „Það er jóga um morguninn, sandkastalakeppni, töfrakona, indjánatjald og síðan er náttúrulega fallegasta fjaran á landinu þarna og hægt að dýfa sér í ósinn.“ Brennan, sem er eiginlegur hápunktur hátíðarinnar fer fram eftir að tónlistardagskránni lýkur á laugardeginum en hún verður með öðruvísi sniði í ár. „Bálkösturinn verður í líki einhvers og verður einhverskonar skúlptúr,“ segir Kristín Andrea en þau hafa fengið til sín leikmyndahönnuð sem mun hafa yfirumsjón með uppbyggingunni. „Síðan getur fólk tekið þátt í að byggja hann á meðan hátíðinni stendur.“Miðasalan er í fullum gangi á miði.is en mjög takmarkað magn er af miðum vegna stærð svæðisins. „Við viljum hafa þetta lítið og þess vegna mun hún alltaf verið þessa litla, krúttlega útihátíð,“ segir Kristín Andrea.Brennan er hápunktur hátíðarinnar.mynd/Friðrik Örn HjaltestedHér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir tónlistarhátíðina. Post by Rauðasandur Festival.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira