"Eins og að vera í snertingu við almættið“ Baldvin Þormóðsson skrifar 23. maí 2014 20:00 Björn Þór segir að það vera stórkostlega fallegt að vera á Rauðasandi. mynd/Hörður Sveinsson Skipuleggendur tónlistarhátíðarinnar á Rauðasandi hafa tilkynnt seinustu þrjú tónlistaratriðin og því dagskráin orðin tilbúin. Hljómsveitirnar sem bættust við listann voru Sóley, Brother Grass og Kött Grá Pjé en öll tónlistaratriðin má sjá hér. Þrátt fyrir að vera mjög ung hátíð þá hefur Rauðasandur skapað sér nafn í tónlistarhátíðarflóru Íslands.„Þetta byrjaði þegar við vinahópurinn vildum fara í útilegu og tónlistarhátíð sem væri ekki með djammið og fyllerí í fyrirrúmi,“ segir Björn Þór Björnsson en hann er einn skipuleggenda hátíðarinnar.„Það er líka svo stórkostlega fallegt að vera þarna, það er einhver kraftur sem maður finnur bara um leið og maður kemur,“ segir Björn Þór og bætir því við að sólsetrin á Rauðasandi séu mikilfengleg. „Að standa þarna í sandninum er eins og að vera í snertingu við almættið og það kemur bara einhver andi yfir mann,“ segir skipuleggjandinn. „Maður breytist bara í einhvern hippa um leið og maður kemur, hvort sem manni líkar það eða betur eða verr,“ segir Björn og hlær.Á morgnanna geta hátíðargestir stundað jóga á sandinum.mynd/Friðrik Örn HjaltestedFjölskylduvæn hátíð Börn fá frítt inn á hátíðina sem er mjög fjölskylduvæn. „Það er eiginlega meira að gera yfir daginn en tónleikarnir, það finnst okkur svo skemmtilegt,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir sem stendur að hátíðina ásamt Birni. „Það er jóga um morguninn, sandkastalakeppni, töfrakona, indjánatjald og síðan er náttúrulega fallegasta fjaran á landinu þarna og hægt að dýfa sér í ósinn.“ Brennan, sem er eiginlegur hápunktur hátíðarinnar fer fram eftir að tónlistardagskránni lýkur á laugardeginum en hún verður með öðruvísi sniði í ár. „Bálkösturinn verður í líki einhvers og verður einhverskonar skúlptúr,“ segir Kristín Andrea en þau hafa fengið til sín leikmyndahönnuð sem mun hafa yfirumsjón með uppbyggingunni. „Síðan getur fólk tekið þátt í að byggja hann á meðan hátíðinni stendur.“Miðasalan er í fullum gangi á miði.is en mjög takmarkað magn er af miðum vegna stærð svæðisins. „Við viljum hafa þetta lítið og þess vegna mun hún alltaf verið þessa litla, krúttlega útihátíð,“ segir Kristín Andrea.Brennan er hápunktur hátíðarinnar.mynd/Friðrik Örn HjaltestedHér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir tónlistarhátíðina. Post by Rauðasandur Festival. Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Sjá meira
Skipuleggendur tónlistarhátíðarinnar á Rauðasandi hafa tilkynnt seinustu þrjú tónlistaratriðin og því dagskráin orðin tilbúin. Hljómsveitirnar sem bættust við listann voru Sóley, Brother Grass og Kött Grá Pjé en öll tónlistaratriðin má sjá hér. Þrátt fyrir að vera mjög ung hátíð þá hefur Rauðasandur skapað sér nafn í tónlistarhátíðarflóru Íslands.„Þetta byrjaði þegar við vinahópurinn vildum fara í útilegu og tónlistarhátíð sem væri ekki með djammið og fyllerí í fyrirrúmi,“ segir Björn Þór Björnsson en hann er einn skipuleggenda hátíðarinnar.„Það er líka svo stórkostlega fallegt að vera þarna, það er einhver kraftur sem maður finnur bara um leið og maður kemur,“ segir Björn Þór og bætir því við að sólsetrin á Rauðasandi séu mikilfengleg. „Að standa þarna í sandninum er eins og að vera í snertingu við almættið og það kemur bara einhver andi yfir mann,“ segir skipuleggjandinn. „Maður breytist bara í einhvern hippa um leið og maður kemur, hvort sem manni líkar það eða betur eða verr,“ segir Björn og hlær.Á morgnanna geta hátíðargestir stundað jóga á sandinum.mynd/Friðrik Örn HjaltestedFjölskylduvæn hátíð Börn fá frítt inn á hátíðina sem er mjög fjölskylduvæn. „Það er eiginlega meira að gera yfir daginn en tónleikarnir, það finnst okkur svo skemmtilegt,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir sem stendur að hátíðina ásamt Birni. „Það er jóga um morguninn, sandkastalakeppni, töfrakona, indjánatjald og síðan er náttúrulega fallegasta fjaran á landinu þarna og hægt að dýfa sér í ósinn.“ Brennan, sem er eiginlegur hápunktur hátíðarinnar fer fram eftir að tónlistardagskránni lýkur á laugardeginum en hún verður með öðruvísi sniði í ár. „Bálkösturinn verður í líki einhvers og verður einhverskonar skúlptúr,“ segir Kristín Andrea en þau hafa fengið til sín leikmyndahönnuð sem mun hafa yfirumsjón með uppbyggingunni. „Síðan getur fólk tekið þátt í að byggja hann á meðan hátíðinni stendur.“Miðasalan er í fullum gangi á miði.is en mjög takmarkað magn er af miðum vegna stærð svæðisins. „Við viljum hafa þetta lítið og þess vegna mun hún alltaf verið þessa litla, krúttlega útihátíð,“ segir Kristín Andrea.Brennan er hápunktur hátíðarinnar.mynd/Friðrik Örn HjaltestedHér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir tónlistarhátíðina. Post by Rauðasandur Festival.
Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp