Fótbolti

Bayern á flesta leikmennina á HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þýskalandsmeistararnir eru með stútfullt lið af landsliðsmönnum.
Þýskalandsmeistararnir eru með stútfullt lið af landsliðsmönnum. Vísir/getty
Þýska stórliðið Bayern München á flesta leikmenn á HM en alls verða 15 leikmenn liðsins mættir til leiks í Brasilíu.

Manchester United er í öðru sæti með 14 leikmenn og Barcelona er í þriðja sæti með 13 leikmenn. Chelsea, Juventus, Napoli og Real Madrid eru í næstu sætum með 12 leikmenn hvert lið.

Það er knattspyrnuvefurinn Goal.com sem tekur þetta saman en alls verða 62 leikmenn úr spænsku 1. deildinni á HM í Brasilíu.

Barcelona á þá flesta eða þrettán talsins, einum fleiri en erkifjendurnir í Real Madrid. Spánarmeistarar Atlético Madrid eiga níu leikmenn.

Rússland er eina liðið þar sem allir leikmennirnir spila í heimalandinu en peningarnir í Rússlandi hafa lokkað alla bestu leikmenn þjóðarinnar aftur heim í úrvalsdeildina þar í landi.

Portúgal og Bandaríkin eru með sárafáa leikmenn sem spila í heimalandinu sem og Brasilía en í heildina spila aðeins ellefu leikmenn af þeim 736 sem mæta til leiks á HM í brasilísku úrvalsdeildinni.

Liðin með flestu leikmennina á HM:

 

1. Bayern Munich 15

2. Manchester United 14

3. Barcelona 13

4.-7. Chelsea 12

4.-7. Juventus 12

4.-7. Napoli 12

4.-7. Real Madrid 12

8.-11. Arsenal 10

8.-11. Liverpool 10

8.-11. Manchester City 10

8.-11. Paris Saint-Germain 10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×