Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Sveinn Arnarsson skrifar 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar munu í dag leggja fram kæru til innanríkisráðuneytisins vegna úrskurðar Þjóðskrár fréttablaðið/daníel Ástæða þess að hin tíu ára gamla Harriet Cardew fær ekki endurnýjað vegabréf má rekja til breytinga á verklagi Þjóðskrár Íslands. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Þjóðskrársviðs hjá Þjóðskrá Íslands. Foreldrum Harrietar var í fyrradag tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki endurnýjað vegabréf vegna þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Þeir segja ákvörðunina ekki standast lög og að börnum þeirra sé mismunað. Tvö börn þeirra eru fædd erlendis og eru þar með gilt nafn en tvö önnur eru fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfn þeirra, Harriet og Duncan, sem fædd eru hér á landi og bera þau nöfnin Stúlka og Drengur Cardew í Þjóðskrá. „Árið 2010 sameinuðust Þjóðskrá og Fasteignaskrá ríkisins. Við þá sameiningu fórum við yfir alla verkferla, bæði í sambandi við vegabréfaútgáfu og mannanöfn. Í kjölfar þeirrar skoðunar sáum við að lögin eru afar skýr í þessum efnum og skerptum á verklagi í samræmi við lög. Fyrir þann tíma höfðu verið gefin út vegabréf, andstætt lögum,“ segir Sólveig. Stofnunin sé aðeins að vinna eftir þeim lögum sem henni eru sett. Þjóðskrá eigi ekki að gera neitt annað en fara eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. „Ég get ekki tjáð mig um einstök málefni sem koma inn á okkar borð en lagabókstafurinn er nokkuð skýr. Í honum segir að við getum einungis útgefið persónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða millinafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn þá er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert. Við breytum ekki lögum, við förum aðeins eftir þeim.“ Þegar hún er spurð að því hvort lagabókstafurinn sé ekki úreltur og barn síns tíma segist hún ekki vilja leggja mat á það. „Aðalatriðið er það að við förum að þeim lögum sem okkur er skylt að fara eftir. Frá okkar bæjardyrum séð snýst þetta aðeins um það. Ég get svo ekki fyrir mitt leyti lagt mat á hvort lögin séu orðin úrelt, enda er það ekki mitt að skera úr um það,“ segir Sólveig.Óttarr Proppé Þingmaður Bjartrar framtíðarÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði á síðasta þingi fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanafnanefnd. Breytingin byggðist á því að mannanafnanefnd hætti að gefa út lista með samþykktum nöfnum. „Íslendingar eiga foreldra af mismunandi uppruna. Frumvarpið var til þess gert að koma til móts við þann raunveruleika sem við búum við. Mér finnst þetta tiltekna mál sýna fram á mikilvægi þess að lögunum sé breytt. Auðvitað er hægt að breyta lögunum á annan hátt en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta var hins vegar hreinlegasta útfærslan á breytingunum. Við fundum einnig fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum við frumvarpinu bæði innan sem utan þings,“ segir Óttarr. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Ástæða þess að hin tíu ára gamla Harriet Cardew fær ekki endurnýjað vegabréf má rekja til breytinga á verklagi Þjóðskrár Íslands. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Þjóðskrársviðs hjá Þjóðskrá Íslands. Foreldrum Harrietar var í fyrradag tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki endurnýjað vegabréf vegna þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Þeir segja ákvörðunina ekki standast lög og að börnum þeirra sé mismunað. Tvö börn þeirra eru fædd erlendis og eru þar með gilt nafn en tvö önnur eru fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfn þeirra, Harriet og Duncan, sem fædd eru hér á landi og bera þau nöfnin Stúlka og Drengur Cardew í Þjóðskrá. „Árið 2010 sameinuðust Þjóðskrá og Fasteignaskrá ríkisins. Við þá sameiningu fórum við yfir alla verkferla, bæði í sambandi við vegabréfaútgáfu og mannanöfn. Í kjölfar þeirrar skoðunar sáum við að lögin eru afar skýr í þessum efnum og skerptum á verklagi í samræmi við lög. Fyrir þann tíma höfðu verið gefin út vegabréf, andstætt lögum,“ segir Sólveig. Stofnunin sé aðeins að vinna eftir þeim lögum sem henni eru sett. Þjóðskrá eigi ekki að gera neitt annað en fara eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. „Ég get ekki tjáð mig um einstök málefni sem koma inn á okkar borð en lagabókstafurinn er nokkuð skýr. Í honum segir að við getum einungis útgefið persónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða millinafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn þá er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert. Við breytum ekki lögum, við förum aðeins eftir þeim.“ Þegar hún er spurð að því hvort lagabókstafurinn sé ekki úreltur og barn síns tíma segist hún ekki vilja leggja mat á það. „Aðalatriðið er það að við förum að þeim lögum sem okkur er skylt að fara eftir. Frá okkar bæjardyrum séð snýst þetta aðeins um það. Ég get svo ekki fyrir mitt leyti lagt mat á hvort lögin séu orðin úrelt, enda er það ekki mitt að skera úr um það,“ segir Sólveig.Óttarr Proppé Þingmaður Bjartrar framtíðarÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði á síðasta þingi fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanafnanefnd. Breytingin byggðist á því að mannanafnanefnd hætti að gefa út lista með samþykktum nöfnum. „Íslendingar eiga foreldra af mismunandi uppruna. Frumvarpið var til þess gert að koma til móts við þann raunveruleika sem við búum við. Mér finnst þetta tiltekna mál sýna fram á mikilvægi þess að lögunum sé breytt. Auðvitað er hægt að breyta lögunum á annan hátt en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta var hins vegar hreinlegasta útfærslan á breytingunum. Við fundum einnig fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum við frumvarpinu bæði innan sem utan þings,“ segir Óttarr.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira