Innlent

Datt í sjóinn við Ægisgarð

Maður datt í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn nú rétt fyrir klukkan tvö og fóru lögreglan og sjúkraflutningamenn honum til bjargar.

Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu er búið að ná manninum á land og var verið að hlúa að honum á bakkanum. Maðurinn verður í framhaldinu fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvað varð til þess að maðurinn fór fram af bryggjunni.

Uppfært klukkan 14:45 - Manninum mun ekki hafa orðið meint af volkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×