Innlent

Um þrettán hundruð ungmenni fá ekki vinnu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Reykjavíkurborg ræður ungmenni í afleysingar og hefðbundin útistörf yfir sumarið.
fréttablaðið/vilhelm
Reykjavíkurborg ræður ungmenni í afleysingar og hefðbundin útistörf yfir sumarið. fréttablaðið/vilhelm
Áætlað er að Reykjavíkurborg muni ráða 1.550 ungmenni í sumarstörf en umsækjendur eru 2.818. Þar af leiðandi er tæplega 1.300 ungmennum neitað um vinnu.

Flestir umsækjendur eru á aldrinum 17-25 ára en eingöngu tvö hundruð 17 ára ungmenni fá vinnu.

Tæplega 500 færri sóttu um vinnu hjá Reykjavíkurborg í ár en í fyrra en stöðugildin eru álíka mörg. Því er færri hafnað í ár.

„Við getum þó ekki metið stöðuna fyrr en í lok sumars en tilfinning okkar er að atvinnuástandið sé betra á almennum markaði í ár en í fyrra,“ segir Ragnhildur Ísaksdóttir, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar.

Farið er eftir hæfnisskilyrðum þegar ráðið er í störfin. „Það eru gerðar mismiklar kröfur fyrir störfin. Til dæmis eru ströng skilyrði fyrir leiðbeinendur í Vinnuskólanum,“ segir Ragnhildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×