„Þetta varðar sjálfsögð mannréttindi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2014 23:09 Myndin hefur farið sem eldur um sinu um netheima. „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránleg staðsetning. Maður spyr sig hver tilgangurinn sé raunverulega með þessu stæði,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi um mynd af fatlaðrastæði sem hefur farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, ber að líta fatlaðrastæði við Hlemm í miðborg Reykjavíkur sem vakið hefur athygli fyrir þær sakir að fjórir hlutir takmarka aðgengi um stæðið svo um munar; ljósastaur, stöðumælir, ruslatunna og skilti sem greinir svo ekki verður um villst að um fatlaðrastæði er að ræða. Ellen segist ekki hafa farið varhluta af dreifingu myndarinnar. „Ég deildi henni sjálf á veggnum mínum á Facebook undir yfiskriftinni „Dagur B. Eggertsson ertu til ì að tala við framkvæmdasviðið og Bìlastæðasjòð og kippa þessu ì lag?“því þessu þarf auðvitað að koma í viðunandi stand hið fyrsta.“ Ellen segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess hvernig staðið hefur verið að aðgengismálum fatlaðs fólks í borginni að undanförnu. Ferlinefnd Reykjavíkurborgar, sem tekur fyrir aðgengismál eins og þetta, hefur lengi verið vanvirk að mati Ellenar og hún ekki kölluð saman svo mánuðum skiptir. Öryrkjar eiga fulltrúa í nefndinni og að mati Ellenar er rödd fatlaðs fólks óneitanlega lægri en hún þyrfti að vera þegar samráðsvettvangur sem þessi er óvirkur. Fatlað fólk hafi til að mynda horn í síðu hinnar nýju Hverfisgötu en aðgengi um hana telja þeir að mörgu leiti ófullnægjandi. „Fólk sem notar hjólastóla á mjög erfitt með að athafna sig við götuna. Tröppur og kantar hafa ekki verið lækkaðir eins og áætlað var og því getur reynst þrautin þyngri að komast klakklaust í og úr bílum,“ segir Ellen. Einnig á sjónskert og flogaveikt fólk erfitt með að ferðast um Hverfisgötu vegna marglitna hella sem geta endurvarpað ljósi með þeim afleiðingum að sýn þeirra bjagast og í verstu tilfellum framkallað flogaköst „Hverfisgatan er alls ekki nógu góð fyrir fatlað fólk og þó er það vægt til orða tekið,“ segir Ellen. Hún skorar því á Reykjavíkurborg að blása aftur lífi í ferlinefnd svo að öryrkjar geti aftur komið að málum sem þessum með eðlilegum hætti. „Það varðar sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái eitthvað um sín mál að segja. Næstu skref ættu þó að vera að Dagur hafi samband framkvæmdasvið og bílastæðasjóð og fjarlægi þessi götugögn frá bílastæðinu við Hlemm.“ Post by Ellen Jacqueline Calmon. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
„Þetta er náttúrulega algjörlega fáránleg staðsetning. Maður spyr sig hver tilgangurinn sé raunverulega með þessu stæði,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi um mynd af fatlaðrastæði sem hefur farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, ber að líta fatlaðrastæði við Hlemm í miðborg Reykjavíkur sem vakið hefur athygli fyrir þær sakir að fjórir hlutir takmarka aðgengi um stæðið svo um munar; ljósastaur, stöðumælir, ruslatunna og skilti sem greinir svo ekki verður um villst að um fatlaðrastæði er að ræða. Ellen segist ekki hafa farið varhluta af dreifingu myndarinnar. „Ég deildi henni sjálf á veggnum mínum á Facebook undir yfiskriftinni „Dagur B. Eggertsson ertu til ì að tala við framkvæmdasviðið og Bìlastæðasjòð og kippa þessu ì lag?“því þessu þarf auðvitað að koma í viðunandi stand hið fyrsta.“ Ellen segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess hvernig staðið hefur verið að aðgengismálum fatlaðs fólks í borginni að undanförnu. Ferlinefnd Reykjavíkurborgar, sem tekur fyrir aðgengismál eins og þetta, hefur lengi verið vanvirk að mati Ellenar og hún ekki kölluð saman svo mánuðum skiptir. Öryrkjar eiga fulltrúa í nefndinni og að mati Ellenar er rödd fatlaðs fólks óneitanlega lægri en hún þyrfti að vera þegar samráðsvettvangur sem þessi er óvirkur. Fatlað fólk hafi til að mynda horn í síðu hinnar nýju Hverfisgötu en aðgengi um hana telja þeir að mörgu leiti ófullnægjandi. „Fólk sem notar hjólastóla á mjög erfitt með að athafna sig við götuna. Tröppur og kantar hafa ekki verið lækkaðir eins og áætlað var og því getur reynst þrautin þyngri að komast klakklaust í og úr bílum,“ segir Ellen. Einnig á sjónskert og flogaveikt fólk erfitt með að ferðast um Hverfisgötu vegna marglitna hella sem geta endurvarpað ljósi með þeim afleiðingum að sýn þeirra bjagast og í verstu tilfellum framkallað flogaköst „Hverfisgatan er alls ekki nógu góð fyrir fatlað fólk og þó er það vægt til orða tekið,“ segir Ellen. Hún skorar því á Reykjavíkurborg að blása aftur lífi í ferlinefnd svo að öryrkjar geti aftur komið að málum sem þessum með eðlilegum hætti. „Það varðar sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái eitthvað um sín mál að segja. Næstu skref ættu þó að vera að Dagur hafi samband framkvæmdasvið og bílastæðasjóð og fjarlægi þessi götugögn frá bílastæðinu við Hlemm.“ Post by Ellen Jacqueline Calmon.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira