Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart Snærós Sindradóttir skrifar 14. júní 2014 00:01 Kortleggja svæðið - Hér sést björgunarsveitarfólk að störfum við leit að konu sem hvarf í Fljótshlíð um síðustu helgi. Litlar vísbendingar eru um hvar hún gæti verið. VÍSIR/VILHELM „Ef við erum ekki búin að finna neitt eftir tólf tíma fer að læðast um mann vond tilfinning,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. „Níutíu prósentum leita lýkur á innan við sex til átta tímum en ef aðgerðarloturnar eru kannski orðnar þrjár eða fjórar þá fer hugurinn að plaga mann. Í sjálfu sér ber síðan alltaf að taka ákvörðun, fyrr eða síðar, um að hætta leit. Það er samt bara gert ef við teljum okkur hafa fullklárað allar forsendur sem liggja fyrir við leitina.“Þorsteinn Þorkelsson Björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. Fréttablaðið/ValliTækni björgunarsveitanna hefur fleytt fram á síðastliðnum árum og nú heyrir það sögunni til að leitarsvæði sé stækkað umfram það sem eðlilegt getur talist. „Við reynum að vera mjög fræðileg í þessu og erum að nota rannsóknir, meðal annars að utan, um hversu langt ákveðnir hópar fólks geta farið. Það er það sem stjórnar því hversu stórt leitarsvæðið er. Ef við værum alltaf að stækka leitarsvæðin eins og var gert í gamla daga þá gætum við endað með því að leita um allt landið,“ segir Þorsteinn. „Þegar við hefjum leitaraðgerð búum við til svipmyndir. Ókei, hér er týnd manneskja, hvað gæti hún hafa gert? Gæti hún hafa farið í einhverja ákveðna átt? Eru einhverjar vísbendingar?“ Eftir þrjátíu ár í starfi hefur Þorsteinn margoft komið að leit. Hann segir að í heildina beri kannski tíunda hver leit ekki árangur. Sjóslys og tilvik þar sem fólk gengur sjálft í sjóinn skekki þó tölurnar. „Leit að fólki á landi, sem hefur ekki farið í sjóinn heldur bara gufar upp, er sjaldgæfari. Ég myndi segja að á þriggja ára fresti kæmi upp dæmi þar sem umfangsmikil leit á landi skilar ekki árangri.“ Erfið leit getur tekið á andlegu hliðina. Þorsteinn nefnir sérstaklega leit að rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði árið 2008 sem og leit að tveimur drengjum í Keflavík árið 1994. „Það eru þessi tvö skipti sem eru mér efst í huga og hafa haft mest áhrif á mig.“ Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Ef við erum ekki búin að finna neitt eftir tólf tíma fer að læðast um mann vond tilfinning,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. „Níutíu prósentum leita lýkur á innan við sex til átta tímum en ef aðgerðarloturnar eru kannski orðnar þrjár eða fjórar þá fer hugurinn að plaga mann. Í sjálfu sér ber síðan alltaf að taka ákvörðun, fyrr eða síðar, um að hætta leit. Það er samt bara gert ef við teljum okkur hafa fullklárað allar forsendur sem liggja fyrir við leitina.“Þorsteinn Þorkelsson Björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. Fréttablaðið/ValliTækni björgunarsveitanna hefur fleytt fram á síðastliðnum árum og nú heyrir það sögunni til að leitarsvæði sé stækkað umfram það sem eðlilegt getur talist. „Við reynum að vera mjög fræðileg í þessu og erum að nota rannsóknir, meðal annars að utan, um hversu langt ákveðnir hópar fólks geta farið. Það er það sem stjórnar því hversu stórt leitarsvæðið er. Ef við værum alltaf að stækka leitarsvæðin eins og var gert í gamla daga þá gætum við endað með því að leita um allt landið,“ segir Þorsteinn. „Þegar við hefjum leitaraðgerð búum við til svipmyndir. Ókei, hér er týnd manneskja, hvað gæti hún hafa gert? Gæti hún hafa farið í einhverja ákveðna átt? Eru einhverjar vísbendingar?“ Eftir þrjátíu ár í starfi hefur Þorsteinn margoft komið að leit. Hann segir að í heildina beri kannski tíunda hver leit ekki árangur. Sjóslys og tilvik þar sem fólk gengur sjálft í sjóinn skekki þó tölurnar. „Leit að fólki á landi, sem hefur ekki farið í sjóinn heldur bara gufar upp, er sjaldgæfari. Ég myndi segja að á þriggja ára fresti kæmi upp dæmi þar sem umfangsmikil leit á landi skilar ekki árangri.“ Erfið leit getur tekið á andlegu hliðina. Þorsteinn nefnir sérstaklega leit að rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði árið 2008 sem og leit að tveimur drengjum í Keflavík árið 1994. „Það eru þessi tvö skipti sem eru mér efst í huga og hafa haft mest áhrif á mig.“
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira