Aukin ýsuveiði ólíkleg næsta áratuginn Svavar Hávarðsson skrifar 14. júní 2014 07:00 Línuveiðar eru ógerlegar án aflaheimilda í ýsu, en hún veiðist í stórum stíl við þorskveiðar. Fréttablaðið/Róbert Vegna lélegrar nýliðunar í ýsu er fyrirsjáanlegt að áratugur muni líða áður en hagsmunaaðilar geta gert sér vonir um auknar aflaheimildir frá því sem nú er. Síðasti góði árgangurinn, sem ýsuveiðin byggir á í dag, stendur vart undir veiði lengur en næstu tvö til þrjú ár. Þetta kemur skýrt fram í gögnum Hafrannsóknastofnunar, en niðurstöður um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2014/2015 voru kynntar á fimmtudag. Ýsuveiðin eftir 2016 mun alfarið byggja á árgöngum frá 2005 sem allir hafa verið litlir, og síðustu sex árgangar eru sérstakt áhyggjuefni. Komi upp sterkur árgangur á næstu árum skiptir það heldur ekki máli hvað veiði varðar fyrr en komið er inn á næsta áratug, en nýr árgangur fer fyrst að telja í veiði eftir þrjú til fjögur ár. Þegar stærð viðmiðunarstofns ýsu er skoðuð og framreikningar Hafrannsóknastofnunar til ársins 2017 sést að afli verður það ár vart meiri en 25.000 tonn, verði aflareglu í tegundinni fylgt. Það er um fjórðungur ýsuaflans fiskveiðiárin frá 2004 til 2008. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er rúmlega 30.000 tonn, um 8.000 tonnum minni en í fyrra. Í því samhengi er þess skemmst að minnast að forsvarsmenn Landsambands smábátaeigenda (LS) gengu á fund atvinnumálanefndar Alþingis fyrr á þessu ári og kröfðust þess að ýsukvótinn yrði aukinn um 5.000 tonn enda fyrirséð að óbreyttu að sjómenn þyrftu að leggja bátum sínum vegna skorts á veiðiheimildum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir fregnirnar grafalvarlegt mál, enda veiðir smábátaflotinn um 30 prósent af allri ýsu. Helming þess leigja sjómenn til sín, þó mjög erfitt sé að fá kvóta leigðan í dag. Leigukvóti er nauðsynlegur, ekki síst til þess að hafa heimildir fyrir meðafla með þorskveiðum bátanna. Ef mál þróast eins og Hafrannsóknarstofnun boðar þá er komið upp vandamál sem verður að greiða úr með sértækum aðgerðum, segir Örn. Annars horfi menn einfaldlega fram á atvinnumissi fjölda fólks, sjómanna og landverkafólks sem sinnir beitningu fyrir línuveiðar bátanna úti um allt land. Þó nokkur hópur sjómanna mun neyðast til að binda bátana sína og snúa sér að öðru,“ segir Örn og bætir við að niðurstöður Hafró komi alls ekki heim og saman við upplifun sjómanna á miðunum. „En á ábendingar okkar hefur ekki verið hlustað, hvorki af ráðherra né öðrum.“ Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Vegna lélegrar nýliðunar í ýsu er fyrirsjáanlegt að áratugur muni líða áður en hagsmunaaðilar geta gert sér vonir um auknar aflaheimildir frá því sem nú er. Síðasti góði árgangurinn, sem ýsuveiðin byggir á í dag, stendur vart undir veiði lengur en næstu tvö til þrjú ár. Þetta kemur skýrt fram í gögnum Hafrannsóknastofnunar, en niðurstöður um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2014/2015 voru kynntar á fimmtudag. Ýsuveiðin eftir 2016 mun alfarið byggja á árgöngum frá 2005 sem allir hafa verið litlir, og síðustu sex árgangar eru sérstakt áhyggjuefni. Komi upp sterkur árgangur á næstu árum skiptir það heldur ekki máli hvað veiði varðar fyrr en komið er inn á næsta áratug, en nýr árgangur fer fyrst að telja í veiði eftir þrjú til fjögur ár. Þegar stærð viðmiðunarstofns ýsu er skoðuð og framreikningar Hafrannsóknastofnunar til ársins 2017 sést að afli verður það ár vart meiri en 25.000 tonn, verði aflareglu í tegundinni fylgt. Það er um fjórðungur ýsuaflans fiskveiðiárin frá 2004 til 2008. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er rúmlega 30.000 tonn, um 8.000 tonnum minni en í fyrra. Í því samhengi er þess skemmst að minnast að forsvarsmenn Landsambands smábátaeigenda (LS) gengu á fund atvinnumálanefndar Alþingis fyrr á þessu ári og kröfðust þess að ýsukvótinn yrði aukinn um 5.000 tonn enda fyrirséð að óbreyttu að sjómenn þyrftu að leggja bátum sínum vegna skorts á veiðiheimildum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir fregnirnar grafalvarlegt mál, enda veiðir smábátaflotinn um 30 prósent af allri ýsu. Helming þess leigja sjómenn til sín, þó mjög erfitt sé að fá kvóta leigðan í dag. Leigukvóti er nauðsynlegur, ekki síst til þess að hafa heimildir fyrir meðafla með þorskveiðum bátanna. Ef mál þróast eins og Hafrannsóknarstofnun boðar þá er komið upp vandamál sem verður að greiða úr með sértækum aðgerðum, segir Örn. Annars horfi menn einfaldlega fram á atvinnumissi fjölda fólks, sjómanna og landverkafólks sem sinnir beitningu fyrir línuveiðar bátanna úti um allt land. Þó nokkur hópur sjómanna mun neyðast til að binda bátana sína og snúa sér að öðru,“ segir Örn og bætir við að niðurstöður Hafró komi alls ekki heim og saman við upplifun sjómanna á miðunum. „En á ábendingar okkar hefur ekki verið hlustað, hvorki af ráðherra né öðrum.“
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira