Læknar greiða atkvæði um verkfallsboðun Gissur Sigurðsson skrifar 30. september 2014 12:06 Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Vísir/GVA Læknar í Læknafélagi Íslands og skurðlæknafélagi Íslands ákváðu eftir árangurslausa fundi við fulltrúa ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi, að ganga til kosninga um verkfallsboðun. Þeir telja fullreynt að ræða við ríkið eftir venjulegum leiðum. Læknar eru orðnir langþreyttir á því sem þeir kalla áhugaleysi stjórnvalda á að tryggja heilbrigðisþjónustuna og samningar hafa verið lausir við bæði félögin til langs tíma. Þeir benda á að nýútskrifaðir læknar fáist vart til starfa hér á landi, meðalaldur lækna hér á landi fari ört hækkandi og aukið álag skapi hættu á mistökum. Afleiðingar af verkföllum yrðu víðtækar að sögn Þorbjörns Jónssonar, formanns Læknafélags íslands. „Ef að læknar fara í verkfall verður náttúrulega skert þjónusta þann tíma sem verkfallið varir. Við munum auðvitað reyna að tryggja það eftir fremsta megni að það býði enginn skaða af verkfallinu. Við leggjum áherslu á það,“ segir Þorbjörn. Aðspurður hvort aðeins yrði sinnt bráðatilvikum á verkfallstímanum segir Þorbjörn: „Það sem myndi flokkast undir einhvers konar valþjónustu, það myndi þurfa að bíða.“ Kynningarfundur fyrir lækna fer fram á fimmtudagskvöld og mun þá atkvæðagreiðslan hefjast. Að óbreyttu hefst verkfall þann 27. október að sögn Þorbjörns. Tengdar fréttir Læknar segja kjarabót einu leiðina til að laða lækna aftur heim Að óbreyttu fari ástandið í mörgum sérgreinum, sem þegar sé óviðunandi, versnandi. 26. september 2014 18:55 Félagsmenn kjósa um verkfall Stjórn læknafélagsins kom saman til fundar síðdegis í gær þar sem rætt var um væntanlegar verkfallsaðgerðir meðal félagsmanna. 30. september 2014 09:00 200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00 Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Læknar í Læknafélagi Íslands og skurðlæknafélagi Íslands ákváðu eftir árangurslausa fundi við fulltrúa ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi, að ganga til kosninga um verkfallsboðun. Þeir telja fullreynt að ræða við ríkið eftir venjulegum leiðum. Læknar eru orðnir langþreyttir á því sem þeir kalla áhugaleysi stjórnvalda á að tryggja heilbrigðisþjónustuna og samningar hafa verið lausir við bæði félögin til langs tíma. Þeir benda á að nýútskrifaðir læknar fáist vart til starfa hér á landi, meðalaldur lækna hér á landi fari ört hækkandi og aukið álag skapi hættu á mistökum. Afleiðingar af verkföllum yrðu víðtækar að sögn Þorbjörns Jónssonar, formanns Læknafélags íslands. „Ef að læknar fara í verkfall verður náttúrulega skert þjónusta þann tíma sem verkfallið varir. Við munum auðvitað reyna að tryggja það eftir fremsta megni að það býði enginn skaða af verkfallinu. Við leggjum áherslu á það,“ segir Þorbjörn. Aðspurður hvort aðeins yrði sinnt bráðatilvikum á verkfallstímanum segir Þorbjörn: „Það sem myndi flokkast undir einhvers konar valþjónustu, það myndi þurfa að bíða.“ Kynningarfundur fyrir lækna fer fram á fimmtudagskvöld og mun þá atkvæðagreiðslan hefjast. Að óbreyttu hefst verkfall þann 27. október að sögn Þorbjörns.
Tengdar fréttir Læknar segja kjarabót einu leiðina til að laða lækna aftur heim Að óbreyttu fari ástandið í mörgum sérgreinum, sem þegar sé óviðunandi, versnandi. 26. september 2014 18:55 Félagsmenn kjósa um verkfall Stjórn læknafélagsins kom saman til fundar síðdegis í gær þar sem rætt var um væntanlegar verkfallsaðgerðir meðal félagsmanna. 30. september 2014 09:00 200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00 Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Læknar segja kjarabót einu leiðina til að laða lækna aftur heim Að óbreyttu fari ástandið í mörgum sérgreinum, sem þegar sé óviðunandi, versnandi. 26. september 2014 18:55
Félagsmenn kjósa um verkfall Stjórn læknafélagsins kom saman til fundar síðdegis í gær þar sem rætt var um væntanlegar verkfallsaðgerðir meðal félagsmanna. 30. september 2014 09:00
200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00
Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16