Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2014 13:27 Gísli Þór Gunnarsson, einn ákærðu. vísir/vilhelm Fyrirtaka í máli þriggja aðila sem gefið er að sök að hafa sett inn auglýsingu um kynlífsþjónustu í dagblað fór fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðilarnir þrír, Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkeyrarmálinu, Jón Einar Randversson og kona á þrítugsaldri, eru öll ákærð fyrir fjársvik og eru karlmennirnir tveir einnig ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Öll þrjú kröfðust þess að ákæru um fjársvik yrði vísað frá dómi. Gísli Þór játaði á sig tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir en neitaði Jón Einar sök. Karlmaður á fertugsaldri falaðist eftir vændi í kjölfar auglýsingar sem þremenningarnir birtu í janúar á síðasta ári. Konan rændi fjörutíu þúsund krónum af manninum í stað þess að veita þá þjónustu sem auglýst var. Ákærðu, Gísli Þór og Jón Einar, réðust í kjölfarið á manninn og hugðust ræna hann, er fram kemur í ákæru. Þá hafi Gísli Þór skorið manninn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Gísli Þór játaði sök í málinu en tók fram að Jón Einar hafi ekki vitað um tilætlanir sínar. Jón Einar neitaði sök. Þá var Gísli Þór einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann með hníf í júlí í fyrra og veitt honum tíu sentimetra langan skurð á framhandlegg. Hann játaði sök. Báðir höfnuðu bótakröfum. Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Fyrirtaka í máli þriggja aðila sem gefið er að sök að hafa sett inn auglýsingu um kynlífsþjónustu í dagblað fór fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðilarnir þrír, Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkeyrarmálinu, Jón Einar Randversson og kona á þrítugsaldri, eru öll ákærð fyrir fjársvik og eru karlmennirnir tveir einnig ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Öll þrjú kröfðust þess að ákæru um fjársvik yrði vísað frá dómi. Gísli Þór játaði á sig tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir en neitaði Jón Einar sök. Karlmaður á fertugsaldri falaðist eftir vændi í kjölfar auglýsingar sem þremenningarnir birtu í janúar á síðasta ári. Konan rændi fjörutíu þúsund krónum af manninum í stað þess að veita þá þjónustu sem auglýst var. Ákærðu, Gísli Þór og Jón Einar, réðust í kjölfarið á manninn og hugðust ræna hann, er fram kemur í ákæru. Þá hafi Gísli Þór skorið manninn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Gísli Þór játaði sök í málinu en tók fram að Jón Einar hafi ekki vitað um tilætlanir sínar. Jón Einar neitaði sök. Þá var Gísli Þór einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann með hníf í júlí í fyrra og veitt honum tíu sentimetra langan skurð á framhandlegg. Hann játaði sök. Báðir höfnuðu bótakröfum.
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira