„Hann fer fram á fleiri ávexti og, að fá góðan mat að borða fyrir tónleika og munum við fúslega verða við þeirri beiðni,“ segir Guðbjartur.
Miðasala á tónleikana gengur vel og er lítið magn af miðum eftir. „Mér skilst að það séu um 1.200 miðar seldir þannig að það er ekki mikið eftir.“

„Hann er að fara að hita upp fyrir Neil Young á tónleikum í Hyde Park í London í sumar,“ segir Guðbjartur. Þá hefur hann á tónleikum sínum einnig leikið ábreiður þekktra laga Bítlanna eins og Oh Darling og Get Back.
Heyrst hefur að Eyþór Ingi og Atómskáldin muni sjá um upphitun á tónleikum Odells í Hörpu. „Það liggur ekki alveg ljóst fyrir hver sér um upphitun en það kemur í ljós á næstunni.“