Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. júlí 2014 07:30 Slökkviliðsmaðurinn Stefán Már Kristinsson vakti athygli fyrir að vera snar í snúningum, á sunnudagskvöld, og hjálpa til við að slökkva eldinn í Skeifunni á stuttbuxunum. En þegar myndir af honum frá vettvangi eru skoðaðar sést að búið var að reisa grindverk upp við einn brunahanann í Skeifunni. Stefán þurfti að brjóta grindverkið niður svo hægt væri að tengja slönguna við brunahanann og skrúfa frá. Grindverkið var staðsett fyrir utan verslunina Everest, sem er staðsett beint á móti húsi Griffils sem brann. Yfirmaður forvarnardeildar segir mikilvægt að reisa ekki grindverk við brunahana. Framkvæmdastjóri Everest segir að grindverkið hafi verið laust og ekkert mál hafi verið að taka það niður.Getur tafið slökkvistörf Ólafur Magnússon, deildarstjóri forvarnardeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að reisa ekki grindverk eða leggja bílum upp við brunahana. „Þetta getur tafið okkur mikið. Við þurfum að tengja slöngur og fleira og þurfum að eiga gott aðgengi að brunahönunum,“ segir hann og bætir við: „En strákarnir láta svona hluti nú ekki stoppa sig. En í hita leiksins er ekki hægt að vera með nein vettlingatök og þegar þarf að komast að hlutum er bara gripið til þeirra aðferða sem virka. Til dæmis ef það þarf að komast inn í hús er hurðin bara brotin upp.“Laust grindverk Heiðar Ingi Ágústsson, framkvæmdastjóri Everest, segir að grindverkið hafi verið laust og auðvelt hafi verið að taka það niður. „Þetta er laust grindverk. Þetta var bara boltað þarna niður í grinverkið. Þá var það farið. Þannig að það hefur varla verið stórmál. Þetta er laust grindverk. Þetta er annað sumarið sem ég er með grindverkið þarna, ég hef alltaf verið með það hægra megin við innganginn. Ástæðan fyrir breytingunni er lögunin á bílastæðinu.“Brunahanar mikilvægir Ólafur deildarstjóri hvetur fólk til þess að virða mikilvægi brunahananna. „Já fólk leggur gjarnan nálægt þeim. Og það er stundum mjög erfitt að athafna sig. Erlendis þá leggja menn stundum slöngur í gegnum rúður á bílum – ef mikið liggur við. Fólk verður að skilja að við erum oft að bjarga mannslífum eða miklum verðmætum.“ Mikið var fjallað um mannmergðina í Skeifunni á sunnudagskvöld. Ólafur segir það skiljanlegt. „Við skiljum að fólk komi. Það má segja að gott veður hafi hjálpað okkur við slökkvistarfið en að sama skapi þýðir það að fólk komi á staðinn að horfa á. Við skiljum að fólk komi en ég vil bara minna fólk á að hafa aðgengi okkar, sjúkraflutningamanna og fleiri í huga þegar svona kemur upp.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Slökkviliðsmaðurinn Stefán Már Kristinsson vakti athygli fyrir að vera snar í snúningum, á sunnudagskvöld, og hjálpa til við að slökkva eldinn í Skeifunni á stuttbuxunum. En þegar myndir af honum frá vettvangi eru skoðaðar sést að búið var að reisa grindverk upp við einn brunahanann í Skeifunni. Stefán þurfti að brjóta grindverkið niður svo hægt væri að tengja slönguna við brunahanann og skrúfa frá. Grindverkið var staðsett fyrir utan verslunina Everest, sem er staðsett beint á móti húsi Griffils sem brann. Yfirmaður forvarnardeildar segir mikilvægt að reisa ekki grindverk við brunahana. Framkvæmdastjóri Everest segir að grindverkið hafi verið laust og ekkert mál hafi verið að taka það niður.Getur tafið slökkvistörf Ólafur Magnússon, deildarstjóri forvarnardeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að reisa ekki grindverk eða leggja bílum upp við brunahana. „Þetta getur tafið okkur mikið. Við þurfum að tengja slöngur og fleira og þurfum að eiga gott aðgengi að brunahönunum,“ segir hann og bætir við: „En strákarnir láta svona hluti nú ekki stoppa sig. En í hita leiksins er ekki hægt að vera með nein vettlingatök og þegar þarf að komast að hlutum er bara gripið til þeirra aðferða sem virka. Til dæmis ef það þarf að komast inn í hús er hurðin bara brotin upp.“Laust grindverk Heiðar Ingi Ágústsson, framkvæmdastjóri Everest, segir að grindverkið hafi verið laust og auðvelt hafi verið að taka það niður. „Þetta er laust grindverk. Þetta var bara boltað þarna niður í grinverkið. Þá var það farið. Þannig að það hefur varla verið stórmál. Þetta er laust grindverk. Þetta er annað sumarið sem ég er með grindverkið þarna, ég hef alltaf verið með það hægra megin við innganginn. Ástæðan fyrir breytingunni er lögunin á bílastæðinu.“Brunahanar mikilvægir Ólafur deildarstjóri hvetur fólk til þess að virða mikilvægi brunahananna. „Já fólk leggur gjarnan nálægt þeim. Og það er stundum mjög erfitt að athafna sig. Erlendis þá leggja menn stundum slöngur í gegnum rúður á bílum – ef mikið liggur við. Fólk verður að skilja að við erum oft að bjarga mannslífum eða miklum verðmætum.“ Mikið var fjallað um mannmergðina í Skeifunni á sunnudagskvöld. Ólafur segir það skiljanlegt. „Við skiljum að fólk komi. Það má segja að gott veður hafi hjálpað okkur við slökkvistarfið en að sama skapi þýðir það að fólk komi á staðinn að horfa á. Við skiljum að fólk komi en ég vil bara minna fólk á að hafa aðgengi okkar, sjúkraflutningamanna og fleiri í huga þegar svona kemur upp.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira