Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. júlí 2014 07:30 Slökkviliðsmaðurinn Stefán Már Kristinsson vakti athygli fyrir að vera snar í snúningum, á sunnudagskvöld, og hjálpa til við að slökkva eldinn í Skeifunni á stuttbuxunum. En þegar myndir af honum frá vettvangi eru skoðaðar sést að búið var að reisa grindverk upp við einn brunahanann í Skeifunni. Stefán þurfti að brjóta grindverkið niður svo hægt væri að tengja slönguna við brunahanann og skrúfa frá. Grindverkið var staðsett fyrir utan verslunina Everest, sem er staðsett beint á móti húsi Griffils sem brann. Yfirmaður forvarnardeildar segir mikilvægt að reisa ekki grindverk við brunahana. Framkvæmdastjóri Everest segir að grindverkið hafi verið laust og ekkert mál hafi verið að taka það niður.Getur tafið slökkvistörf Ólafur Magnússon, deildarstjóri forvarnardeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að reisa ekki grindverk eða leggja bílum upp við brunahana. „Þetta getur tafið okkur mikið. Við þurfum að tengja slöngur og fleira og þurfum að eiga gott aðgengi að brunahönunum,“ segir hann og bætir við: „En strákarnir láta svona hluti nú ekki stoppa sig. En í hita leiksins er ekki hægt að vera með nein vettlingatök og þegar þarf að komast að hlutum er bara gripið til þeirra aðferða sem virka. Til dæmis ef það þarf að komast inn í hús er hurðin bara brotin upp.“Laust grindverk Heiðar Ingi Ágústsson, framkvæmdastjóri Everest, segir að grindverkið hafi verið laust og auðvelt hafi verið að taka það niður. „Þetta er laust grindverk. Þetta var bara boltað þarna niður í grinverkið. Þá var það farið. Þannig að það hefur varla verið stórmál. Þetta er laust grindverk. Þetta er annað sumarið sem ég er með grindverkið þarna, ég hef alltaf verið með það hægra megin við innganginn. Ástæðan fyrir breytingunni er lögunin á bílastæðinu.“Brunahanar mikilvægir Ólafur deildarstjóri hvetur fólk til þess að virða mikilvægi brunahananna. „Já fólk leggur gjarnan nálægt þeim. Og það er stundum mjög erfitt að athafna sig. Erlendis þá leggja menn stundum slöngur í gegnum rúður á bílum – ef mikið liggur við. Fólk verður að skilja að við erum oft að bjarga mannslífum eða miklum verðmætum.“ Mikið var fjallað um mannmergðina í Skeifunni á sunnudagskvöld. Ólafur segir það skiljanlegt. „Við skiljum að fólk komi. Það má segja að gott veður hafi hjálpað okkur við slökkvistarfið en að sama skapi þýðir það að fólk komi á staðinn að horfa á. Við skiljum að fólk komi en ég vil bara minna fólk á að hafa aðgengi okkar, sjúkraflutningamanna og fleiri í huga þegar svona kemur upp.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Slökkviliðsmaðurinn Stefán Már Kristinsson vakti athygli fyrir að vera snar í snúningum, á sunnudagskvöld, og hjálpa til við að slökkva eldinn í Skeifunni á stuttbuxunum. En þegar myndir af honum frá vettvangi eru skoðaðar sést að búið var að reisa grindverk upp við einn brunahanann í Skeifunni. Stefán þurfti að brjóta grindverkið niður svo hægt væri að tengja slönguna við brunahanann og skrúfa frá. Grindverkið var staðsett fyrir utan verslunina Everest, sem er staðsett beint á móti húsi Griffils sem brann. Yfirmaður forvarnardeildar segir mikilvægt að reisa ekki grindverk við brunahana. Framkvæmdastjóri Everest segir að grindverkið hafi verið laust og ekkert mál hafi verið að taka það niður.Getur tafið slökkvistörf Ólafur Magnússon, deildarstjóri forvarnardeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að reisa ekki grindverk eða leggja bílum upp við brunahana. „Þetta getur tafið okkur mikið. Við þurfum að tengja slöngur og fleira og þurfum að eiga gott aðgengi að brunahönunum,“ segir hann og bætir við: „En strákarnir láta svona hluti nú ekki stoppa sig. En í hita leiksins er ekki hægt að vera með nein vettlingatök og þegar þarf að komast að hlutum er bara gripið til þeirra aðferða sem virka. Til dæmis ef það þarf að komast inn í hús er hurðin bara brotin upp.“Laust grindverk Heiðar Ingi Ágústsson, framkvæmdastjóri Everest, segir að grindverkið hafi verið laust og auðvelt hafi verið að taka það niður. „Þetta er laust grindverk. Þetta var bara boltað þarna niður í grinverkið. Þá var það farið. Þannig að það hefur varla verið stórmál. Þetta er laust grindverk. Þetta er annað sumarið sem ég er með grindverkið þarna, ég hef alltaf verið með það hægra megin við innganginn. Ástæðan fyrir breytingunni er lögunin á bílastæðinu.“Brunahanar mikilvægir Ólafur deildarstjóri hvetur fólk til þess að virða mikilvægi brunahananna. „Já fólk leggur gjarnan nálægt þeim. Og það er stundum mjög erfitt að athafna sig. Erlendis þá leggja menn stundum slöngur í gegnum rúður á bílum – ef mikið liggur við. Fólk verður að skilja að við erum oft að bjarga mannslífum eða miklum verðmætum.“ Mikið var fjallað um mannmergðina í Skeifunni á sunnudagskvöld. Ólafur segir það skiljanlegt. „Við skiljum að fólk komi. Það má segja að gott veður hafi hjálpað okkur við slökkvistarfið en að sama skapi þýðir það að fólk komi á staðinn að horfa á. Við skiljum að fólk komi en ég vil bara minna fólk á að hafa aðgengi okkar, sjúkraflutningamanna og fleiri í huga þegar svona kemur upp.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira