Verkalýðshreyfingin mun beita „vöðvaafli“ verði misskipting ráðandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2014 20:24 Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að ASÍ muni ekki semja um hóflegar launahækkanir í kjaraviðræðum haustsins og beita afli verkalýðshreyfingarinnar af fullum þunga ef misskipting verði ráðandi í atvinnulífinu. Vísar hann þar til launahækkana stjórnenda. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa gagnrýnt launahækkanir stjórnenda í atvinnulífinu sem komu í jós þegar staðgreiðsla opinberra gjalda lá fyrir og útreikningar byggðir á henni voru birtir í fjölmiðlum. Í tekjublaði Frjálsrar verslunar mátti lesa yfirlit yfir launahækkanir stjórnenda fyrirtækja sem í sumum tilvikum námu 600 þúsund krónum á mánuði. Hefur þetta valdið talsverðri óánægju í verkalýðshreyfingunni ekki síst fyrir þá staðreynd að almennir launþegar þurftu að semja um 2,8 prósenta almenna launahækkun í síðustu tímabundnu samningum aðila vinnumarkaðarins til tólf mánaða. Sú hækkun nam 9.750 krónum mánaðarlega á almennan taxta. Var vísað til þess að semja þyrfti um hóflegar launahækkanir til að sporna gegn verðbólgu. Tvöfeldni sem gengur ekki upp „Á sama tíma og við erum að ræða við forystusveit atvinnurekenda á árinu 2013 bæði frá því í janúar þegar við vorum að endurskoða kjarasamninga og ákváðum að segja þeim ekki upp og síðan auðvitað í viðræðunum sjálfum haustið 2013 þá kemur í ljós að stjórnendur voru á sama tíma að semja við sínar stjórnir um hækkanir sem voru margfalt meiri en það sem þeir voru að kynna fyrir okkur. Það auðvitað bara gengur ekki upp. Þetta er tvöfeldni sem getur ekki verið til viðmiðunar,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Munið þið fara fram á sambærilegar hækkanir í kjaraviðræðum haustsins? „Mér þykir ekki ólíklegt að bæði félagsmenn og forystan leggi upp með það. Það ætti kannski að vera auðvelt að sækja það, að nota þeirra rök. Þeir hljóta að vera sammála eigin rökum.“ Virða að vettugi jafnræði Gylfi segir að markmið síðustu kjarasamninga hafi að einhverju leyti náðst því tekist hafi að ná tökum á verðbólgunni og genginu. Þegar hóflegar launahækkanir og stöðugt gengi fari saman sé verðbólga lág og kaupmáttur vaxi. Slík stefna byggist hins vegar á því að það sé eitthvað jafnræði á vinnumarkaði milli stjórnenda og starfsmanna. Það hafi ekki tekist. „Þetta hefur í för með sér að í þessari leikjafræði sem er á milli launamanna og stjórnenda fyrirtækja, fjármagns, að ef það er ekki hægt að hafa þokkalega samstöðu um að það sem sé til skiptanna sé skipt réttlátt þá verðum við að nota vöðvaaflið til að taka það sem við teljum okkar félagsmönnum beri.“ Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að ASÍ muni ekki semja um hóflegar launahækkanir í kjaraviðræðum haustsins og beita afli verkalýðshreyfingarinnar af fullum þunga ef misskipting verði ráðandi í atvinnulífinu. Vísar hann þar til launahækkana stjórnenda. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa gagnrýnt launahækkanir stjórnenda í atvinnulífinu sem komu í jós þegar staðgreiðsla opinberra gjalda lá fyrir og útreikningar byggðir á henni voru birtir í fjölmiðlum. Í tekjublaði Frjálsrar verslunar mátti lesa yfirlit yfir launahækkanir stjórnenda fyrirtækja sem í sumum tilvikum námu 600 þúsund krónum á mánuði. Hefur þetta valdið talsverðri óánægju í verkalýðshreyfingunni ekki síst fyrir þá staðreynd að almennir launþegar þurftu að semja um 2,8 prósenta almenna launahækkun í síðustu tímabundnu samningum aðila vinnumarkaðarins til tólf mánaða. Sú hækkun nam 9.750 krónum mánaðarlega á almennan taxta. Var vísað til þess að semja þyrfti um hóflegar launahækkanir til að sporna gegn verðbólgu. Tvöfeldni sem gengur ekki upp „Á sama tíma og við erum að ræða við forystusveit atvinnurekenda á árinu 2013 bæði frá því í janúar þegar við vorum að endurskoða kjarasamninga og ákváðum að segja þeim ekki upp og síðan auðvitað í viðræðunum sjálfum haustið 2013 þá kemur í ljós að stjórnendur voru á sama tíma að semja við sínar stjórnir um hækkanir sem voru margfalt meiri en það sem þeir voru að kynna fyrir okkur. Það auðvitað bara gengur ekki upp. Þetta er tvöfeldni sem getur ekki verið til viðmiðunar,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Munið þið fara fram á sambærilegar hækkanir í kjaraviðræðum haustsins? „Mér þykir ekki ólíklegt að bæði félagsmenn og forystan leggi upp með það. Það ætti kannski að vera auðvelt að sækja það, að nota þeirra rök. Þeir hljóta að vera sammála eigin rökum.“ Virða að vettugi jafnræði Gylfi segir að markmið síðustu kjarasamninga hafi að einhverju leyti náðst því tekist hafi að ná tökum á verðbólgunni og genginu. Þegar hóflegar launahækkanir og stöðugt gengi fari saman sé verðbólga lág og kaupmáttur vaxi. Slík stefna byggist hins vegar á því að það sé eitthvað jafnræði á vinnumarkaði milli stjórnenda og starfsmanna. Það hafi ekki tekist. „Þetta hefur í för með sér að í þessari leikjafræði sem er á milli launamanna og stjórnenda fyrirtækja, fjármagns, að ef það er ekki hægt að hafa þokkalega samstöðu um að það sem sé til skiptanna sé skipt réttlátt þá verðum við að nota vöðvaaflið til að taka það sem við teljum okkar félagsmönnum beri.“
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira