Bjóst við að frjáls innflutningur nyti meiri stuðnings almennings 27. október 2014 07:00 Um það bil helmingur landsmanna vill heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fjörutíu og sjö prósent svöruðu spurningunni játandi, 42 prósent svöruðu spurningunni neitandi, 9 prósent voru óákveðin og 2 prósent svöruðu ekki spurningunni. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sögðust 53 prósent vilja heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og 47 prósent vildu ekki heimila frjálsan innflutning. Karlmenn eru hlynntari því að heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarafurðum en konur og yngra fólk er hlynntara því að heimila frjálsan innflutning en eldra fólk. Séu niðurstöður skoðanakönnunarinnar greindar eftir stjórnmálaflokkum sést að langmestur stuðningur við frjálsan innflutning er á meðal svarenda sem sögðust mundu kjósa Bjarta framtíð. Sjötíu og fimm prósent þeirra segjast vilja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum en einungis 25 prósent sögðust ekki vilja frjálsan innflutning. Næstmestur stuðningur er á meðal þeirra sem sögðust mundu kjósa Samfylkinguna en 65 prósent þeirra segjast vilja frjálsan innflutning en 35 prósent eru á móti. Minnstur stuðningur við frjálsan innflutning er á meðal þeirra svarenda sem styðja Framsóknarflokkinn, en 35 prósent þeirra eru hlynnt frjálsum innflutningi en 65 prósent á móti. Þegar svörin eru skoðuð eftir kjördæmum sést að stuðningurinn við frjálsan innflutning er mun meiri á meðal kjósenda sem búa í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi en annars staðar á landinu. Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir að þessar niðurstöður séu í samræmi við það sem hann hafi átt von á. Mikið hafi verið rætt um kjötinnflutning. „Og það er verið að flytja inn þó nokkuð af kjöti,“ segir hann. Kjötið sé flutt inn með kvóta og án kvóta. „En það er alltaf gott líka fyrir fólk að hafa val. Við höfum verið með nautalundir og svínarif,“ segir Pétur Alan. Melabúðin hefur einnig flutt inn kálfakjöt og Pétur segir að meirihluti af villibráð sem seld er hér sé erlend, til dæmis fyrir jólin. „Markaðurinn er bara það stór í lundum og okkur vantaði kjöt,“ segir Pétur Alan. „Ég held að það verði aukning í þessu ef eitthvað er. Sérstaklega á sumrin, þá vantar alltaf kjöt,“ segir hann. Hann segir að fjölgun ferðamanna á Íslandi hafi leitt af sér mikla neyslu af kjöti sem markaðurinn ráði ekki lengur við. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir hins vegar að niðurstaðan komi sér á óvart. „Ég hefði haldið að miðað við þunga einhliða umræðu þá væru fleiri sem vildu þetta svokallaða frelsi. Það hefur lítið komist að í umræðunni að meirihlutinn af matvörunni sem við kaupum er tolllaus erlend búvara sem við erum að kaupa í okkar heimilisrekstur. Það hefur lítið verið fjallað um að núna eins og síðustu Eurostat-mælingar sýna er verðlag á þeirri matvöru mun hærra en á íslensku búvörunni í samanburði á milli landa,“ segir Haraldur. Þetta sé staðreynd sem fólk hafi ekki séð mikið bera á í umræðunni. „Annað sem ég vil nefna og búið er að vera mikið í sviðsljósinu er verðlagning á mjólkurvörum. Samkvæmt verðkönnun ASÍ á mjólkurvörum er tólf prósenta verðmunur á milli hæsta og lægsta verðs,“ segir Haraldur. Séu hins vegar skoðaðar vörur á borð við grænmeti og ávexti, sem séu tolllausar, þá séu sjötíu prósent á milli hæsta og lægsta verðs í þeirri könnun. Haraldur segir einnig að samkvæmt Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, séu tolllausar vörur sem seldar eru hér 22 prósent yfir Evrópuverðinu en mjólkurvaran tólf prósent. „Þetta eru staðreyndir sem aldrei koma fram í þessari umræðu. Þannig að það kemur mér á óvart að það sé til fólk sem sér í gegnum þessa umræðu og er ekki tilbúið til að kasta frá sér því sem það hefur í dag á altari ímyndaðra tækifæra um lægra vöruverð og svo framvegis,“ segir Haraldur. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Sjá meira
Um það bil helmingur landsmanna vill heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fjörutíu og sjö prósent svöruðu spurningunni játandi, 42 prósent svöruðu spurningunni neitandi, 9 prósent voru óákveðin og 2 prósent svöruðu ekki spurningunni. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sögðust 53 prósent vilja heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og 47 prósent vildu ekki heimila frjálsan innflutning. Karlmenn eru hlynntari því að heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarafurðum en konur og yngra fólk er hlynntara því að heimila frjálsan innflutning en eldra fólk. Séu niðurstöður skoðanakönnunarinnar greindar eftir stjórnmálaflokkum sést að langmestur stuðningur við frjálsan innflutning er á meðal svarenda sem sögðust mundu kjósa Bjarta framtíð. Sjötíu og fimm prósent þeirra segjast vilja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum en einungis 25 prósent sögðust ekki vilja frjálsan innflutning. Næstmestur stuðningur er á meðal þeirra sem sögðust mundu kjósa Samfylkinguna en 65 prósent þeirra segjast vilja frjálsan innflutning en 35 prósent eru á móti. Minnstur stuðningur við frjálsan innflutning er á meðal þeirra svarenda sem styðja Framsóknarflokkinn, en 35 prósent þeirra eru hlynnt frjálsum innflutningi en 65 prósent á móti. Þegar svörin eru skoðuð eftir kjördæmum sést að stuðningurinn við frjálsan innflutning er mun meiri á meðal kjósenda sem búa í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi en annars staðar á landinu. Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir að þessar niðurstöður séu í samræmi við það sem hann hafi átt von á. Mikið hafi verið rætt um kjötinnflutning. „Og það er verið að flytja inn þó nokkuð af kjöti,“ segir hann. Kjötið sé flutt inn með kvóta og án kvóta. „En það er alltaf gott líka fyrir fólk að hafa val. Við höfum verið með nautalundir og svínarif,“ segir Pétur Alan. Melabúðin hefur einnig flutt inn kálfakjöt og Pétur segir að meirihluti af villibráð sem seld er hér sé erlend, til dæmis fyrir jólin. „Markaðurinn er bara það stór í lundum og okkur vantaði kjöt,“ segir Pétur Alan. „Ég held að það verði aukning í þessu ef eitthvað er. Sérstaklega á sumrin, þá vantar alltaf kjöt,“ segir hann. Hann segir að fjölgun ferðamanna á Íslandi hafi leitt af sér mikla neyslu af kjöti sem markaðurinn ráði ekki lengur við. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir hins vegar að niðurstaðan komi sér á óvart. „Ég hefði haldið að miðað við þunga einhliða umræðu þá væru fleiri sem vildu þetta svokallaða frelsi. Það hefur lítið komist að í umræðunni að meirihlutinn af matvörunni sem við kaupum er tolllaus erlend búvara sem við erum að kaupa í okkar heimilisrekstur. Það hefur lítið verið fjallað um að núna eins og síðustu Eurostat-mælingar sýna er verðlag á þeirri matvöru mun hærra en á íslensku búvörunni í samanburði á milli landa,“ segir Haraldur. Þetta sé staðreynd sem fólk hafi ekki séð mikið bera á í umræðunni. „Annað sem ég vil nefna og búið er að vera mikið í sviðsljósinu er verðlagning á mjólkurvörum. Samkvæmt verðkönnun ASÍ á mjólkurvörum er tólf prósenta verðmunur á milli hæsta og lægsta verðs,“ segir Haraldur. Séu hins vegar skoðaðar vörur á borð við grænmeti og ávexti, sem séu tolllausar, þá séu sjötíu prósent á milli hæsta og lægsta verðs í þeirri könnun. Haraldur segir einnig að samkvæmt Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, séu tolllausar vörur sem seldar eru hér 22 prósent yfir Evrópuverðinu en mjólkurvaran tólf prósent. „Þetta eru staðreyndir sem aldrei koma fram í þessari umræðu. Þannig að það kemur mér á óvart að það sé til fólk sem sér í gegnum þessa umræðu og er ekki tilbúið til að kasta frá sér því sem það hefur í dag á altari ímyndaðra tækifæra um lægra vöruverð og svo framvegis,“ segir Haraldur.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Sjá meira