Á leið á Suðurpólinn um hátíðarnar 23. desember 2014 07:00 Einar Torfi Finnsson og John Bigham í leiðangri á Gunnbjörnsfjall, hæsta fjall Grænlands. Mynd/íslenskir fjallaleiðsögumenn Leiðangur Einars Torfa Finnssonar, leiðsögumanns og eins eigenda Íslenskra fjallaleiðsögumanna, á Suðurpólinn er nú að verða hálfnaður. Á hádegi á morgun kemur Einar, sem er leiðangursstjóri í ferðinni, ásamt þremur öðrum göngumönnum í Thiels Corner þar sem þeir verða í tvo daga og hvílast en þeir hafa verið á göngu í um það bil einn mánuð. Leiðangurinn hefur gengið vel þótt slæmt skyggni og háar snjóöldur hafi hægt talsvert á ferðinni, að því er kemur fram á bloggsíðu Íslenskra fjallaleiðsögumanna, expeditions.mountainguides.is. „Það er jafnvel erfitt að finna stað til að tjalda á á kvöldin því það er ekki auðvelt að sjá hvort snjórinn er sléttur eða ekki,“ sagði Einar í fyrradag.Björgvin HilmarssonÞað var nýsjálensk ferðaskrifstofa, Adventure Consultants, sem skipulagði leiðangurinn og falaðist eftir þjónustu Íslenskra fjallaleiðsögumanna. „Það var leitað til okkar vegna þeirrar reynslu sem við höfum. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa lengi boðið upp á gönguskíðaleiðangra yfir Sprengisand og Vatnajökul og yfir Grænlandsjökul. Við erum núna að bjóða sjálfir upp á leiðangra á Norður- og Suðurpólinn, bæði síðustu gráðuna og alla leið,“ segir Björgvin Hilmarsson, leiðsögumaður og umsjónarmaður leiðangra. Þegar Einar, sem hefur verið leiðsögumaður frá 1984, og ferðafélagar hans koma til Thiels Corner hafa þeir gengið alls 582 km en heildarleiðin á suðurpólinn er 1.130 km með 2.835 metra hækkun, að því er Björgvin greinir frá. Hann segir Einar og ferðafélaga stöðugt vera að ná upp meiri hraða þrátt fyrir að aðstæður hafi verið misgóðar. Í fyrradag sagði Einar að allir væru í góðu skapi þrátt fyrir erfiðið. Þeir hlökkuðu til að koma á næsta áfangastað þar sem þeir færu í hrein föt og hefðu tækifæri til að losa sig við ýmsan búnað sem þeir þyrftu ekki lengur. Einar kvaðst hafa fengið fregnir frá öðrum leiðangri um að auðveldari leið væri fram undan. Í Thiels Corner verða göngugarparnir einir um jólin. Jólafréttir Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Leiðangur Einars Torfa Finnssonar, leiðsögumanns og eins eigenda Íslenskra fjallaleiðsögumanna, á Suðurpólinn er nú að verða hálfnaður. Á hádegi á morgun kemur Einar, sem er leiðangursstjóri í ferðinni, ásamt þremur öðrum göngumönnum í Thiels Corner þar sem þeir verða í tvo daga og hvílast en þeir hafa verið á göngu í um það bil einn mánuð. Leiðangurinn hefur gengið vel þótt slæmt skyggni og háar snjóöldur hafi hægt talsvert á ferðinni, að því er kemur fram á bloggsíðu Íslenskra fjallaleiðsögumanna, expeditions.mountainguides.is. „Það er jafnvel erfitt að finna stað til að tjalda á á kvöldin því það er ekki auðvelt að sjá hvort snjórinn er sléttur eða ekki,“ sagði Einar í fyrradag.Björgvin HilmarssonÞað var nýsjálensk ferðaskrifstofa, Adventure Consultants, sem skipulagði leiðangurinn og falaðist eftir þjónustu Íslenskra fjallaleiðsögumanna. „Það var leitað til okkar vegna þeirrar reynslu sem við höfum. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa lengi boðið upp á gönguskíðaleiðangra yfir Sprengisand og Vatnajökul og yfir Grænlandsjökul. Við erum núna að bjóða sjálfir upp á leiðangra á Norður- og Suðurpólinn, bæði síðustu gráðuna og alla leið,“ segir Björgvin Hilmarsson, leiðsögumaður og umsjónarmaður leiðangra. Þegar Einar, sem hefur verið leiðsögumaður frá 1984, og ferðafélagar hans koma til Thiels Corner hafa þeir gengið alls 582 km en heildarleiðin á suðurpólinn er 1.130 km með 2.835 metra hækkun, að því er Björgvin greinir frá. Hann segir Einar og ferðafélaga stöðugt vera að ná upp meiri hraða þrátt fyrir að aðstæður hafi verið misgóðar. Í fyrradag sagði Einar að allir væru í góðu skapi þrátt fyrir erfiðið. Þeir hlökkuðu til að koma á næsta áfangastað þar sem þeir færu í hrein föt og hefðu tækifæri til að losa sig við ýmsan búnað sem þeir þyrftu ekki lengur. Einar kvaðst hafa fengið fregnir frá öðrum leiðangri um að auðveldari leið væri fram undan. Í Thiels Corner verða göngugarparnir einir um jólin.
Jólafréttir Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent