Foreldrar fá ekki að sjá niðurstöður PISA könnunarinnar Jóhannes Stefánsson skrifar 5. mars 2014 23:00 Foreldrarnir munu ekki fá að sjá samanburð á milli skóla í prófinu. Fréttablaðið/HAG Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hafnaði í gær tillögu um að aflétta leynd af frammistöðu reykvískra grunnskóla í PISA-könnuninni á lesskilningi grunnskólanemenda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir því að foreldrar fengju að sjá sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í einstökum greinum. Tillagan var felld með fimm atkvæðum meirihlutans. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að markmið tillögunar sé að „tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur.“ Í bókun meirihlutans og fulltrúa kennara og skólastjóra segir að viðhorf minnihlutans einkennist af „gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.“ Eva Einarsdóttir, fulltrúi Besta flokksins í nefndinni, segir hag skólanna og nemendanna sjálfra ekki felast í því að auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa í könnuninni. „Við eigum ekki bara að keppa í skólastarfi heldur líka að láta fólki líða vel,“ segir Eva og bætir við: „Mér finnst mikilvægt að foreldrar horfi í sinn heimahag. Er mikilvægast að foreldrar í Vesturbæ viti allt um hvað foreldrar í Grafarholti eru að gera og öfugt?“Bókun minnihlutans í heild sinniFulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna skuli fella tillögu um að niðurstöður reykvískra grunnskóla í PISA-könnun 2012 verði gerðar opinberar með því að senda þær til viðkomandi skjólastjórnenda, skólaráðs og stjórn foreldrafélags. Markmið tillögunnar er að tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur. Markmið tillögunnar er ekki að etja skólum saman og benda í ásökunarstíl á þann skóla sem er verstur eins og fullyrt er í ómálefnalegri bókun meirihlutans. Rétt er að benda á að niðurstöður einstakra skóla í samræmdum prófum hafa verið birtar frá aldamótum og viðurkenna nú flestir að birting slíkra upplýsinga sé til góðs og veiti foreldrum mikilvægar upplýsingar um skóla barna þeirra. Á Íslandi er sjálfstæði skóla mikið, sem er góðs viti, en samkvæmt rannsóknum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur í ljós að ef upplýsingar um árangur eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélagi, þá vinnur það gegn kostum þess að skólar hafi mikið sjálfstæði. Því er það mjög mikilvægt að allir aðilar skólasamfélagsins hafi fjölbreytt gögn til að tryggja enn frekar gæði skólastarfsins.Bókun meirihlutans í heild sinniUm margra ára skeið hafa skólar nýtt sér niðurstöður úr prófum og skimunum til umbóta. Hver skóli fær allar upplýsingar um niðurstöður sinna nemenda, hvort útkoman sé betri eða lakari en fyrri ár og um stöðu skólans í samanburði við aðra skóla í borginni. Skóla- og frístundasvið birtir ekki lista yfir bestu og lökustu útkomuna og styður ekki þá hugmyndafræði að etja skólum saman í samkeppni á grunni niðurstaðna í prófum. Fyrst og síðast keppa skólar að því marki að ná framförum með sinn nemendahóp og gera betur á milli ára. Stjórnendur ræða niðurstöður í skólaráði þar sem foreldrar, kennarar og nemendur sitja við sama borð og eru fulltrúar fyrir sína hagsmunahópa í skólasamfélaginu. Skólaráð njóta fulls trausts til að ræða og taka ákvörðun um það hvernig kynning á niðurstöðum og umbótavinnu skólans fer fram og fara mismunandi leiðir til þess. Skólayfirvöld treysta fagfólki skólanna vel til að vinna með allar niðurstöður prófa og nýta þær til ígrundunar og umbóta á hverjum stað.Lykill að góðri skólaþróun er ekki að benda í ásökunarstíl á þann sem er verstur og hampa þeim sem er bestur hverju sinni á grundvelli einkunna. Lykill að góðri skólaþróun er að vinna jafnt og þétt að þróun markvissra kennsluhátta og fjölbreytts námsmats sem er í senn árangursmiðað en jafnframt styðjandi. Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt. Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hafnaði í gær tillögu um að aflétta leynd af frammistöðu reykvískra grunnskóla í PISA-könnuninni á lesskilningi grunnskólanemenda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir því að foreldrar fengju að sjá sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í einstökum greinum. Tillagan var felld með fimm atkvæðum meirihlutans. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að markmið tillögunar sé að „tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur.“ Í bókun meirihlutans og fulltrúa kennara og skólastjóra segir að viðhorf minnihlutans einkennist af „gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.“ Eva Einarsdóttir, fulltrúi Besta flokksins í nefndinni, segir hag skólanna og nemendanna sjálfra ekki felast í því að auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa í könnuninni. „Við eigum ekki bara að keppa í skólastarfi heldur líka að láta fólki líða vel,“ segir Eva og bætir við: „Mér finnst mikilvægt að foreldrar horfi í sinn heimahag. Er mikilvægast að foreldrar í Vesturbæ viti allt um hvað foreldrar í Grafarholti eru að gera og öfugt?“Bókun minnihlutans í heild sinniFulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna skuli fella tillögu um að niðurstöður reykvískra grunnskóla í PISA-könnun 2012 verði gerðar opinberar með því að senda þær til viðkomandi skjólastjórnenda, skólaráðs og stjórn foreldrafélags. Markmið tillögunnar er að tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur. Markmið tillögunnar er ekki að etja skólum saman og benda í ásökunarstíl á þann skóla sem er verstur eins og fullyrt er í ómálefnalegri bókun meirihlutans. Rétt er að benda á að niðurstöður einstakra skóla í samræmdum prófum hafa verið birtar frá aldamótum og viðurkenna nú flestir að birting slíkra upplýsinga sé til góðs og veiti foreldrum mikilvægar upplýsingar um skóla barna þeirra. Á Íslandi er sjálfstæði skóla mikið, sem er góðs viti, en samkvæmt rannsóknum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur í ljós að ef upplýsingar um árangur eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélagi, þá vinnur það gegn kostum þess að skólar hafi mikið sjálfstæði. Því er það mjög mikilvægt að allir aðilar skólasamfélagsins hafi fjölbreytt gögn til að tryggja enn frekar gæði skólastarfsins.Bókun meirihlutans í heild sinniUm margra ára skeið hafa skólar nýtt sér niðurstöður úr prófum og skimunum til umbóta. Hver skóli fær allar upplýsingar um niðurstöður sinna nemenda, hvort útkoman sé betri eða lakari en fyrri ár og um stöðu skólans í samanburði við aðra skóla í borginni. Skóla- og frístundasvið birtir ekki lista yfir bestu og lökustu útkomuna og styður ekki þá hugmyndafræði að etja skólum saman í samkeppni á grunni niðurstaðna í prófum. Fyrst og síðast keppa skólar að því marki að ná framförum með sinn nemendahóp og gera betur á milli ára. Stjórnendur ræða niðurstöður í skólaráði þar sem foreldrar, kennarar og nemendur sitja við sama borð og eru fulltrúar fyrir sína hagsmunahópa í skólasamfélaginu. Skólaráð njóta fulls trausts til að ræða og taka ákvörðun um það hvernig kynning á niðurstöðum og umbótavinnu skólans fer fram og fara mismunandi leiðir til þess. Skólayfirvöld treysta fagfólki skólanna vel til að vinna með allar niðurstöður prófa og nýta þær til ígrundunar og umbóta á hverjum stað.Lykill að góðri skólaþróun er ekki að benda í ásökunarstíl á þann sem er verstur og hampa þeim sem er bestur hverju sinni á grundvelli einkunna. Lykill að góðri skólaþróun er að vinna jafnt og þétt að þróun markvissra kennsluhátta og fjölbreytts námsmats sem er í senn árangursmiðað en jafnframt styðjandi. Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu