Aðeins ein viðbragðsáætlun til vegna gróðurelda Svavar Hávarðsson skrifar 5. mars 2014 10:39 Barist er við fjölda gróðurelda á ári, en nefnt er að slökkviliðin eiga ekki einu sinni fatnað sem hentar í slík störf. Fréttablaðið/Anton Aðeins ein viðbragðsáætlun hefur verið unnin vegna gróðurelda á Íslandi. Búnaði til slökkvistarfa jafnt sem þjálfun slökkviliða er ábótavant. Þrátt fyrir vitundarvakningu um þá hættu sem af gróðureldum stafar eru hendur sveitarfélaga bundnar vegna fjárskorts. „Nei, þessi áætlun er sú eina en nokkrar eru á teikniborðinu,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, spurður hver staða þessara mála sé, en árið 2011 var unnin ítarleg áhættuskoðun af embætti Ríkislögreglustjóra. Víðir vísar þar til viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal, sem segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda. Markmið hennar er að tryggja skipulögð viðbrögð vegna elds, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á gróðri og eignum og að þolendum slíkra hamfara berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Víðir segir að gerð viðbragðsáætlunarinnar í Skorradal hafi varpað ljósi á ýmis vandamál sem nýtist í framhaldinu. Hann segir að þéttbýl sumarhúsasvæði þar sem er mikill gróður verði að ganga fyrir. „Þetta eru þau svæði sem við höfum langmestar áhyggjur af og verða skoðuð kerfisbundið,“ segir Víðir. „Við erum frekar illa stödd, mundi ég segja,“ bætir hann við spurður um hver staðan sé almennt. „Bæði vegna þess að búnaður og þjálfun slökkviliðanna hafa ekki miðast við að takast á við stóra atburði tengda gróðureldum. Það er enn þá langt í það að við séum vel í stakk búin til að takast á við þetta, með vel búnum og þjálfuðum mannskap.“ Víðir bætir við að vissulega hafi eitt og annað verið gert, en heildstæð nálgun sé framtíðarmál. „Þetta er bara gríðarlega dýrt, t.d. sérhæfður búnaður eins og léttari bílar sem komast frekar um þessi svæði. Sveitarfélögin hafa ekki haft neina burði í slíkar fjárfestingar, sérstaklega ekki á undanförnum árum,“ segir Víðir. Frá því var greint í fréttum Bylgjunnar í gær að Veðurstofa Íslands, í samvinnu við Mannvirkjastofnun, er að þróa aðferð til að mæla raka í gróðri til að geta varað við hættu á gróðureldum í þurrkatíð, eins og verið hefur suðvestanlands að undanförnu. Hafa tveir rakaskynjarar verið settir upp; á Þingvöllum og í Húsafelli. Framtíðarsýn Veðurstofunnar er að hægt sé að gefa út viðvaranir um gróðurelda í framtíðinni. Hætta á gróðureldum eykst ár frá ári, en þangað til Mýraeldar brunnu árið 2006 var almennt ekki hugsað um að sérstök vá stafaði frá sinu-, kjarr- og skógareldum á Íslandi. Í skýrslu vegna áhættuskoðunar Almannavarna kemur þetta skýrt fram. „Eftir elda á Mýrum 2006 varð ljóst að undirbúa þarf betur viðbrögð við sinueldum og afla betri upplýsinga um helstu áhættusvæði, sérstaklega vegna vaxandi sumarbústaðabyggða víða um land og oft með erfiðu aðgengi. Landnýting hefur einnig breyst, kjarrgróður hefur vaxið og skógi verið plantað og með hlýnandi veðurfari hefur áhættan aukist til muna. Talið er líklegt að svæði fari stækkandi þar sem mikill eldsmatur er fyrir hendi og búast má við auknum sinueldum með miklum umhverfisáhrifum og tjóni í framtíðinni.“ Vegna þessa töldu forsvarsmenn í mörgum lögregluumdæmum að mikil eða gífurleg hætta stafaði af gróðureldum og aðgerðir þyrfti strax. Þetta á t.d. við um höfuðborgarsvæðið, Borgarfjörð og Dali og Árnessýslu. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Aðeins ein viðbragðsáætlun hefur verið unnin vegna gróðurelda á Íslandi. Búnaði til slökkvistarfa jafnt sem þjálfun slökkviliða er ábótavant. Þrátt fyrir vitundarvakningu um þá hættu sem af gróðureldum stafar eru hendur sveitarfélaga bundnar vegna fjárskorts. „Nei, þessi áætlun er sú eina en nokkrar eru á teikniborðinu,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, spurður hver staða þessara mála sé, en árið 2011 var unnin ítarleg áhættuskoðun af embætti Ríkislögreglustjóra. Víðir vísar þar til viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal, sem segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda. Markmið hennar er að tryggja skipulögð viðbrögð vegna elds, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á gróðri og eignum og að þolendum slíkra hamfara berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Víðir segir að gerð viðbragðsáætlunarinnar í Skorradal hafi varpað ljósi á ýmis vandamál sem nýtist í framhaldinu. Hann segir að þéttbýl sumarhúsasvæði þar sem er mikill gróður verði að ganga fyrir. „Þetta eru þau svæði sem við höfum langmestar áhyggjur af og verða skoðuð kerfisbundið,“ segir Víðir. „Við erum frekar illa stödd, mundi ég segja,“ bætir hann við spurður um hver staðan sé almennt. „Bæði vegna þess að búnaður og þjálfun slökkviliðanna hafa ekki miðast við að takast á við stóra atburði tengda gróðureldum. Það er enn þá langt í það að við séum vel í stakk búin til að takast á við þetta, með vel búnum og þjálfuðum mannskap.“ Víðir bætir við að vissulega hafi eitt og annað verið gert, en heildstæð nálgun sé framtíðarmál. „Þetta er bara gríðarlega dýrt, t.d. sérhæfður búnaður eins og léttari bílar sem komast frekar um þessi svæði. Sveitarfélögin hafa ekki haft neina burði í slíkar fjárfestingar, sérstaklega ekki á undanförnum árum,“ segir Víðir. Frá því var greint í fréttum Bylgjunnar í gær að Veðurstofa Íslands, í samvinnu við Mannvirkjastofnun, er að þróa aðferð til að mæla raka í gróðri til að geta varað við hættu á gróðureldum í þurrkatíð, eins og verið hefur suðvestanlands að undanförnu. Hafa tveir rakaskynjarar verið settir upp; á Þingvöllum og í Húsafelli. Framtíðarsýn Veðurstofunnar er að hægt sé að gefa út viðvaranir um gróðurelda í framtíðinni. Hætta á gróðureldum eykst ár frá ári, en þangað til Mýraeldar brunnu árið 2006 var almennt ekki hugsað um að sérstök vá stafaði frá sinu-, kjarr- og skógareldum á Íslandi. Í skýrslu vegna áhættuskoðunar Almannavarna kemur þetta skýrt fram. „Eftir elda á Mýrum 2006 varð ljóst að undirbúa þarf betur viðbrögð við sinueldum og afla betri upplýsinga um helstu áhættusvæði, sérstaklega vegna vaxandi sumarbústaðabyggða víða um land og oft með erfiðu aðgengi. Landnýting hefur einnig breyst, kjarrgróður hefur vaxið og skógi verið plantað og með hlýnandi veðurfari hefur áhættan aukist til muna. Talið er líklegt að svæði fari stækkandi þar sem mikill eldsmatur er fyrir hendi og búast má við auknum sinueldum með miklum umhverfisáhrifum og tjóni í framtíðinni.“ Vegna þessa töldu forsvarsmenn í mörgum lögregluumdæmum að mikil eða gífurleg hætta stafaði af gróðureldum og aðgerðir þyrfti strax. Þetta á t.d. við um höfuðborgarsvæðið, Borgarfjörð og Dali og Árnessýslu.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira