Íslendingar eiga sjálfir að ráða hraða ESB viðræðna Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 12:47 Þorsteinn Pálsson spyr hvers vegna ríkisstjórnin lét ekki ESB "um það óhæfuverk“ að slíta viðræðum, ef sambandið þrýsti á niðurstöðu, eins og forsætisráðherra gefi í skyn. vísir/gva Hraði aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlýtur að ráðast af íslenskum hagsmunum að mati fyrrverandi forsætisráðherra. Ef sambandið hafi hótað að slíta viðræðum, sé spurning hvers vegna ríkisstjórnin láti ekki sambandið vinna það óhæfuverk fyrir sig.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, gaf í skyn í Kastljósi í gær að Evrópusambandið þrýsti á að Ísland segði af eða á um framhald viðræðna. Þorsteinn segir engar slíkar spurningar hafa komið upp á meðan viðræðurnar voru í gangi. „Við litum líka alltaf svo á að hraði þeirra yrði að ráðast af íslenskum hagsmunum og hvað við teldum rétt að láta þær ganga hratt fyrir sig,“ segir Þorsteinn. Þá réðust viðræðurnar einnig af því hvernig miðaði í að vinna að framgangi þeirra sjónarmiða sem íslenska samninganefndin setti fram. „En þegar ég heyri forsætisráðherra segja þetta þá skil ég það svo að það liggi fyrir formleg yfirlýsing frá Evrópusambandinu sem ég hef ekki séð og ekki hefur verið kynnt um það að annað hvort verði viðræðunum haldið áfram af fullum þunga eða þeim slitið. Ef svo er þá velti ég fyrir mér, af hverju lét ríkisstjórnin ekki Evrópusambandið vinna óhæfuverkið,“ spyr Þorsteinn. Kjarni málsins í þessu sé að íslensk stjórnvöld eigi að meta það sjálf og upp á eigin spýtur hvernig Íslendingar haldi best á sínum hagsmunum. „Við látum hvorki mat Evrópusambandsins eða annarra þjóða ráða því. Við eigum að sækja fram á grundvelli þess sem við metum best fyrir Ísland,“ segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætistáðherra. Og minnir á að viðræður Möltu hafi til dæmis legið niðri í eitt kjörtímabil áður en þær voru teknar upp aftur og umsókn Tyrkja sé enn í gildi þótt viðræður liggi niðri. Finnst þér eins og ráðamenn séu að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í þessu máli til að gera það erfitt fyrir framtíðina? „Tillagan (um að draga umsókn til baka) hefur þann tilgang að loka þessum viðræðum í eitt skipti fyrir öll. Það er markmið tillögunnar,“ segir Þorsteinn Pálsson. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Hraði aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlýtur að ráðast af íslenskum hagsmunum að mati fyrrverandi forsætisráðherra. Ef sambandið hafi hótað að slíta viðræðum, sé spurning hvers vegna ríkisstjórnin láti ekki sambandið vinna það óhæfuverk fyrir sig.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, gaf í skyn í Kastljósi í gær að Evrópusambandið þrýsti á að Ísland segði af eða á um framhald viðræðna. Þorsteinn segir engar slíkar spurningar hafa komið upp á meðan viðræðurnar voru í gangi. „Við litum líka alltaf svo á að hraði þeirra yrði að ráðast af íslenskum hagsmunum og hvað við teldum rétt að láta þær ganga hratt fyrir sig,“ segir Þorsteinn. Þá réðust viðræðurnar einnig af því hvernig miðaði í að vinna að framgangi þeirra sjónarmiða sem íslenska samninganefndin setti fram. „En þegar ég heyri forsætisráðherra segja þetta þá skil ég það svo að það liggi fyrir formleg yfirlýsing frá Evrópusambandinu sem ég hef ekki séð og ekki hefur verið kynnt um það að annað hvort verði viðræðunum haldið áfram af fullum þunga eða þeim slitið. Ef svo er þá velti ég fyrir mér, af hverju lét ríkisstjórnin ekki Evrópusambandið vinna óhæfuverkið,“ spyr Þorsteinn. Kjarni málsins í þessu sé að íslensk stjórnvöld eigi að meta það sjálf og upp á eigin spýtur hvernig Íslendingar haldi best á sínum hagsmunum. „Við látum hvorki mat Evrópusambandsins eða annarra þjóða ráða því. Við eigum að sækja fram á grundvelli þess sem við metum best fyrir Ísland,“ segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætistáðherra. Og minnir á að viðræður Möltu hafi til dæmis legið niðri í eitt kjörtímabil áður en þær voru teknar upp aftur og umsókn Tyrkja sé enn í gildi þótt viðræður liggi niðri. Finnst þér eins og ráðamenn séu að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í þessu máli til að gera það erfitt fyrir framtíðina? „Tillagan (um að draga umsókn til baka) hefur þann tilgang að loka þessum viðræðum í eitt skipti fyrir öll. Það er markmið tillögunnar,“ segir Þorsteinn Pálsson.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira