Gætu þurft að flýja hitann í Vaðlaheiðargöngum Haraldur Guðmundsson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Göngin eru 2.500 metrar og hafa lengst um 600 metra frá því sprungan kom í ljós. Vísir/Auðunn Verktakar í Vaðlaheiðargöngum skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði. Ekki hefur náðst að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í vetur og starfsmenn eiga erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hitans. „Við erum búin að stytta vaktirnar til að létta á mannskapnum og gefa meira svigrúm fyrir pásur. Við höfum alls ekkert ýtt á mannskapinn heldur unnið með honum því menn gefast upp þegar þrýst er á þá í svona aðstæðum,“ segir Einar Hrafn Hjálmarsson, staðarstjóri Ósafls í Vaðlaheiðargöngum. Vatnið veldur því að hitastigið í göngunum er milli 28 og 30 gráður. Í lok júní var reynt að loka sprungunni en þá minnkaði vatnsflæðið einungis úr 380 lítrum á sekúndu í 200 lítra. Ljóst er að henni verður ekki lokað á næstu vikum. Því er í skoðun að færa mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal, þar sem hinn endi ganganna verður. „Vatnið hefur seinkað verkinu um nokkrar vikur. Það er þó enn á áætlun því þetta gekk svo vel í byrjun og við höfum verið að vinna alla daga,“ segir Einar. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., segir göngin hafa lengst um fimm metra á þeim tveimur vikum sem fóru í tilraunina við að loka sprungunni. Áður en hún opnaðist lengdust þau að meðaltali um 60–70 metra á viku. „Það er búið að setja um sex tonn af efnaþéttingu í sprunguna en nú er ljóst að það þarf talsvert meira. Menn eru því að endurmeta stöðuna,“ segir Valgeir. Upphafleg verkáætlun gerði ráð fyrir tveimur borhópum og að sprengingar myndu hefjast í Fnjóskadal í júní. Um síðustu áramót var ákveðið að hætta við þau áform vegna þess hversu mikil afköstin voru Eyjafjarðarmegin. „Það væri skynsamlegra að flytja borinn yfir í Fnjóskadal og byrja þar strax. Þar væri hægt að vinna fullar vaktir og það er mikilvægt að komast inn í fjallið þeim megin áður en frystir í vetur. Borinn yrði þá fluttur yfir um miðjan ágúst,“ segir Valgeir. Hann segist ekki vita hvað sprungan hafi kostað hingað til. „Þau mál eru enn í skoðun og við vitum ekki hversu mikinn efnagraut við þurfum til viðbótar til að loka henni. Heildarupphæðin liggur því ekki fyrir.“ Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Verktakar í Vaðlaheiðargöngum skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði. Ekki hefur náðst að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í vetur og starfsmenn eiga erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hitans. „Við erum búin að stytta vaktirnar til að létta á mannskapnum og gefa meira svigrúm fyrir pásur. Við höfum alls ekkert ýtt á mannskapinn heldur unnið með honum því menn gefast upp þegar þrýst er á þá í svona aðstæðum,“ segir Einar Hrafn Hjálmarsson, staðarstjóri Ósafls í Vaðlaheiðargöngum. Vatnið veldur því að hitastigið í göngunum er milli 28 og 30 gráður. Í lok júní var reynt að loka sprungunni en þá minnkaði vatnsflæðið einungis úr 380 lítrum á sekúndu í 200 lítra. Ljóst er að henni verður ekki lokað á næstu vikum. Því er í skoðun að færa mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal, þar sem hinn endi ganganna verður. „Vatnið hefur seinkað verkinu um nokkrar vikur. Það er þó enn á áætlun því þetta gekk svo vel í byrjun og við höfum verið að vinna alla daga,“ segir Einar. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., segir göngin hafa lengst um fimm metra á þeim tveimur vikum sem fóru í tilraunina við að loka sprungunni. Áður en hún opnaðist lengdust þau að meðaltali um 60–70 metra á viku. „Það er búið að setja um sex tonn af efnaþéttingu í sprunguna en nú er ljóst að það þarf talsvert meira. Menn eru því að endurmeta stöðuna,“ segir Valgeir. Upphafleg verkáætlun gerði ráð fyrir tveimur borhópum og að sprengingar myndu hefjast í Fnjóskadal í júní. Um síðustu áramót var ákveðið að hætta við þau áform vegna þess hversu mikil afköstin voru Eyjafjarðarmegin. „Það væri skynsamlegra að flytja borinn yfir í Fnjóskadal og byrja þar strax. Þar væri hægt að vinna fullar vaktir og það er mikilvægt að komast inn í fjallið þeim megin áður en frystir í vetur. Borinn yrði þá fluttur yfir um miðjan ágúst,“ segir Valgeir. Hann segist ekki vita hvað sprungan hafi kostað hingað til. „Þau mál eru enn í skoðun og við vitum ekki hversu mikinn efnagraut við þurfum til viðbótar til að loka henni. Heildarupphæðin liggur því ekki fyrir.“
Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent