Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. júlí 2014 11:00 Afli úr ósum Ósár Líklegast óx þessum tveimur fiskur um hrygg í kvíum en þeir veiddust í ósnum við botn Patreksfjarðar. VÍSIR/VILHELM Nokkur fjöldi veiðimanna dregur nú stóran lax úr ósum Ósár í botni Patreksfjarðar en þar er ekki vanalega að fá stóran lax enda bendir flest til þess að þarna sé á ferðinni lax sem sloppið hafi úr eldiskvíum Fjarðalax í nóvember síðastliðnum. Þá sluppu 200 laxar. Ekki hefur það fengist staðfest en Fjarðalaxmenn munu nú taka sýni til að ganga úr skugga um það. Sævar Ólafsson, veiðimaður frá Patreksfirði, segir að hann hafi meðal annars dregið 12 punda lax í gærmorgun og aðrir fengið fimm væna í fyrradag. Laxveiðimenn hafa horn í síðu þessa iðnaðar þar sem þeir telja mikla hættu á erfðablöndun norska eldislaxins og villtra íslenskra stofna. „Þetta sannar að það er rangt sem haldið hefur verið fram, að eldislax lifi ekki af í hafinu,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir enn fremur að þó að aðeins einn eldislax fáist í á hérlendis geti það valdið gríðarlegu tjóni. „Skaðinn sem slíkt hefur á ímyndina er gríðarlegur. Menn borga ekki háar fjárhæðir til að veiða í slíkum ám. Svo ef við tölum um erfðablöndunina þá yrði þar um óbætanlegan skaða að ræða.“ Hann segir að landssambandið muni fara fram á það við Fiskistofu að farið verði með net í Patreksfjörðinn til að kanna hvað sé að gerast. Jónatan Þórðarson, eldisstjóri Fjarðalax, segir að greinilega hafi nokkrir af þeim tvö hundruð löxum sem sluppu í nóvember farið út á haf en komið svo aftur, en engin hætta stafi af þeim. „Það hefur sýnt sig í Noregi að þegar svona gerist flakkar fiskurinn inn og út, flestir hafa drepist úti í hafi og þessir munu drepast líka,“ segir hann. „Það er mikill misskilningur að þessi lax geti haft áhrif á villta íslenska stofninn,“ bætir hann við. „Þessi umræða er á villigötum og oft er talað um að fjöldi laxveiðiáa í Noregi hafi orðið ónýtur vegna fiskeldis meðan sannleikurinn er sá að það var súrt regn og skætt sníkjudýr, sem laxveiðimenn komu reyndar með þangað sjálfir, sem varð þessum ám að tjóni.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax, segir slysasleppinguna og þennan eftirmála hennar vissulega óheppilegan. „En við erum einmitt á þessu svæði vegna þess að þetta er ekki laxveiðisvæði. Þarna eru engar laxveiðiár, og því hefur það verið skilgreint sem eldissvæði. Hætta vegna svona slysa er því í algjöru lágmarki.“ Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Nokkur fjöldi veiðimanna dregur nú stóran lax úr ósum Ósár í botni Patreksfjarðar en þar er ekki vanalega að fá stóran lax enda bendir flest til þess að þarna sé á ferðinni lax sem sloppið hafi úr eldiskvíum Fjarðalax í nóvember síðastliðnum. Þá sluppu 200 laxar. Ekki hefur það fengist staðfest en Fjarðalaxmenn munu nú taka sýni til að ganga úr skugga um það. Sævar Ólafsson, veiðimaður frá Patreksfirði, segir að hann hafi meðal annars dregið 12 punda lax í gærmorgun og aðrir fengið fimm væna í fyrradag. Laxveiðimenn hafa horn í síðu þessa iðnaðar þar sem þeir telja mikla hættu á erfðablöndun norska eldislaxins og villtra íslenskra stofna. „Þetta sannar að það er rangt sem haldið hefur verið fram, að eldislax lifi ekki af í hafinu,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir enn fremur að þó að aðeins einn eldislax fáist í á hérlendis geti það valdið gríðarlegu tjóni. „Skaðinn sem slíkt hefur á ímyndina er gríðarlegur. Menn borga ekki háar fjárhæðir til að veiða í slíkum ám. Svo ef við tölum um erfðablöndunina þá yrði þar um óbætanlegan skaða að ræða.“ Hann segir að landssambandið muni fara fram á það við Fiskistofu að farið verði með net í Patreksfjörðinn til að kanna hvað sé að gerast. Jónatan Þórðarson, eldisstjóri Fjarðalax, segir að greinilega hafi nokkrir af þeim tvö hundruð löxum sem sluppu í nóvember farið út á haf en komið svo aftur, en engin hætta stafi af þeim. „Það hefur sýnt sig í Noregi að þegar svona gerist flakkar fiskurinn inn og út, flestir hafa drepist úti í hafi og þessir munu drepast líka,“ segir hann. „Það er mikill misskilningur að þessi lax geti haft áhrif á villta íslenska stofninn,“ bætir hann við. „Þessi umræða er á villigötum og oft er talað um að fjöldi laxveiðiáa í Noregi hafi orðið ónýtur vegna fiskeldis meðan sannleikurinn er sá að það var súrt regn og skætt sníkjudýr, sem laxveiðimenn komu reyndar með þangað sjálfir, sem varð þessum ám að tjóni.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax, segir slysasleppinguna og þennan eftirmála hennar vissulega óheppilegan. „En við erum einmitt á þessu svæði vegna þess að þetta er ekki laxveiðisvæði. Þarna eru engar laxveiðiár, og því hefur það verið skilgreint sem eldissvæði. Hætta vegna svona slysa er því í algjöru lágmarki.“
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira