Gamlinginn olli miklum kvíða Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2014 14:30 Tekjur af Gamlingjanum nema nú þegar 22 milljónum dollara, um 2,6 milljörðum króna. Vísir/Vilhelm „Bókin var vinsæl og við vorum með gott handrit. En myndin var óheyrilega dýr á sænskan mælikvarða. Við þurftum að fá fimm hundruð þúsund manns á myndina til að koma út á núlli. Venjulega eru ekki nema sjö til átta myndir í heild sem fara yfir það á hverju ári í Svíþjóð og í mesta lagi ein til tvær sænskar. Þannig að við vorum frekar kvíðin með hvernig myndinni gengi,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson. Hann er einn af aðalframleiðendum sænsku myndarinnar Gamlinginn, sem heitir á frummálinu Hundraåringen som klev ut genom fönstret… Myndin hefur náð þeim áfanga að vera best sótta sænska mynd síðustu tveggja áratuga í Svíþjóð og tekjuhæsta mynd allra tíma. „Þetta eru ótrúlegar viðtökur,“ bætir Sigurjón við. Tæplega ein og hálf milljón manna hafa séð myndina í Svíþjóð og um 455 þúsund á hinum Norðurlöndunum. Þá verður myndin frumsýnd í þrjú hundruð kvikmyndahúsum í Þýskalandi um helgina. Sigurjón er nýkominn frá Nýja-Sjálandi þar sem tökum á myndinni Z for Zachariah lauk nýverið. Sigurjón vann myndina í samstarfi við Zik Zak og fyrirtæki leikarans Tobeys Maguire, Material Pictures. Hann undirbýr nú næstu verkefni en vill lítið gefa upp. „Við erum komin langt með undirbúning fyrir mynd byggða á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Óskar Axelsson leikstýrir henni og vonandi verður það næsta mynd. Ég get lítið sagt um leikaravalið nema að það er athyglisvert og mun koma á óvart.“Aðsóknarmestu myndir Svía:1.Sällskapsresan (1980) – 2.038.5892.Att angöra en brygga (1965) – 1.955.7253.Emil i Lönneberga (1971) – 1.652.7914.Ronja Rövardotter (1984) – 1.645.7765.Utvandrarna (1971) – 1.585.0426.Tjorven och Skrållan (1965) – 1.545.4057.Sällskapsresan II – Snowroller(1985) – 1.538.9588. Den ofrivillige golfaren (1991) – 1.525.3479. Hundraåringen som klev ut genom fönstret… (2013) – 1.502.61910. SOS – en segelsällskapsresa (1988) – 1.501.982 Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Bókin var vinsæl og við vorum með gott handrit. En myndin var óheyrilega dýr á sænskan mælikvarða. Við þurftum að fá fimm hundruð þúsund manns á myndina til að koma út á núlli. Venjulega eru ekki nema sjö til átta myndir í heild sem fara yfir það á hverju ári í Svíþjóð og í mesta lagi ein til tvær sænskar. Þannig að við vorum frekar kvíðin með hvernig myndinni gengi,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson. Hann er einn af aðalframleiðendum sænsku myndarinnar Gamlinginn, sem heitir á frummálinu Hundraåringen som klev ut genom fönstret… Myndin hefur náð þeim áfanga að vera best sótta sænska mynd síðustu tveggja áratuga í Svíþjóð og tekjuhæsta mynd allra tíma. „Þetta eru ótrúlegar viðtökur,“ bætir Sigurjón við. Tæplega ein og hálf milljón manna hafa séð myndina í Svíþjóð og um 455 þúsund á hinum Norðurlöndunum. Þá verður myndin frumsýnd í þrjú hundruð kvikmyndahúsum í Þýskalandi um helgina. Sigurjón er nýkominn frá Nýja-Sjálandi þar sem tökum á myndinni Z for Zachariah lauk nýverið. Sigurjón vann myndina í samstarfi við Zik Zak og fyrirtæki leikarans Tobeys Maguire, Material Pictures. Hann undirbýr nú næstu verkefni en vill lítið gefa upp. „Við erum komin langt með undirbúning fyrir mynd byggða á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Óskar Axelsson leikstýrir henni og vonandi verður það næsta mynd. Ég get lítið sagt um leikaravalið nema að það er athyglisvert og mun koma á óvart.“Aðsóknarmestu myndir Svía:1.Sällskapsresan (1980) – 2.038.5892.Att angöra en brygga (1965) – 1.955.7253.Emil i Lönneberga (1971) – 1.652.7914.Ronja Rövardotter (1984) – 1.645.7765.Utvandrarna (1971) – 1.585.0426.Tjorven och Skrållan (1965) – 1.545.4057.Sällskapsresan II – Snowroller(1985) – 1.538.9588. Den ofrivillige golfaren (1991) – 1.525.3479. Hundraåringen som klev ut genom fönstret… (2013) – 1.502.61910. SOS – en segelsällskapsresa (1988) – 1.501.982
Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira