Gunnar Bragi utanríkisráðherra á leið til Úkraínu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. mars 2014 09:00 Gunnar Bragi Sveinsson Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heldur til Úkraínu í dag þar sem hann verður í opinberri heimsókn fram á sunnudag. Mun hann eiga samtal við yfirvöld þar í landi um ástandið á Krímskaga. Fyrirhugað er að Gunnar eigi fund með Andrii Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu, ásamt því sem hann mun heimsækja úkraínska þingið þar sem hann hittir þingmenn landsins. Einnig er fyrirhugað að heimsækja Maidan-torgið í Kænugarði. „Við höfum fordæmt Rússa fyrir framferði þeirra en það er líka mikilvægt að ræða við úkraínsk stjórnvöld um hagsmuni íbúa landsins,“ sagði Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars, í samtali við Fréttablaðið. Gunnar staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga. Um leið fordæmdi hann innlimun Rússlands á Krímskaga og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að svæðið skyldi verða hluti af Rússlandi. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að í ljósi þeirrar stöðu sem upp sé komin á Krímskaga hafi EFTA-ríkin ákveðið á þriðjudag að slá á frest frekari viðræðum við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans um fríverslun. Með Gunnari í ferðinni eru, auk Sunnu, Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Þá eru einnig tveir starfsmenn alþjóða- og öryggisskrifstofu ráðuneytisins með í för. Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heldur til Úkraínu í dag þar sem hann verður í opinberri heimsókn fram á sunnudag. Mun hann eiga samtal við yfirvöld þar í landi um ástandið á Krímskaga. Fyrirhugað er að Gunnar eigi fund með Andrii Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu, ásamt því sem hann mun heimsækja úkraínska þingið þar sem hann hittir þingmenn landsins. Einnig er fyrirhugað að heimsækja Maidan-torgið í Kænugarði. „Við höfum fordæmt Rússa fyrir framferði þeirra en það er líka mikilvægt að ræða við úkraínsk stjórnvöld um hagsmuni íbúa landsins,“ sagði Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars, í samtali við Fréttablaðið. Gunnar staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga. Um leið fordæmdi hann innlimun Rússlands á Krímskaga og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að svæðið skyldi verða hluti af Rússlandi. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að í ljósi þeirrar stöðu sem upp sé komin á Krímskaga hafi EFTA-ríkin ákveðið á þriðjudag að slá á frest frekari viðræðum við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans um fríverslun. Með Gunnari í ferðinni eru, auk Sunnu, Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Þá eru einnig tveir starfsmenn alþjóða- og öryggisskrifstofu ráðuneytisins með í för.
Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira