Íslendingar fræddir um fornt fjörusnakk Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. júlí 2014 10:00 Hér er Karl í fjörugróðrinum en slíku góssi getum við eflaust þakkað að Egill Skallagrímsson tók á sig rögg og orti Sonatorrek MYND/ANNA HALLIN Karl Gunnarsson líffræðingur og japanski meistarakokkurinn Kuniko Ibayashi Changchien héldu nýlega námskeið að Nýp á Skarðsströnd en það hófst með því að farið var í fjöruna við Saurbæ til að ná í hráefnið. Þetta kann að þykja nýstárlegt en Karl segir að í raun sé um forníslenska matarhefð að ræða. „Við eigum elstu heimildir um nýtingu sjávarþörunga til matar á Vesturlöndum,“ segir Karl. „Þær koma til dæmis úr Íslendingasögum, Sturlungu og svo er kveðið á um það í Grágás hver á réttinn til að tína þetta úr fjöru.“ Það er því ljóst að sá er greip þara í leyfisleysi gat átt hegningu yfir höfði sér. Söl skipuðu meira að segja nokkurn sess í Egils sögu en skáldið fastaði í sorg sinni við fráfall sona sinna. Þorgerður dóttir hans fékk hann hins vegar til þess að borða söl sem varð til þess að hann tók sér tak og orti þá Sonatorrek, endurnærður. „Það er gaman að geta þess að Egill þekkti ekki til sölvanna en það gerði Þorgerður hins vegar,“ segir Karl sem greinilega hefur álíka gaman af fornsögum og fjörugróðri. „Enda var hún tengdadóttir Melkorku, sem var dóttir Mýrkjartans Írlandskonungs, en það er einmitt þaðan sem við Íslendingar lærðum þessa matargerð. Hún tíðkaðist hins vegar ekki í Noregi á þeim tíma.“ Vitað er að á 17. og 18. öld fór fram mikil sölvatekja á Eyrarbakka og Stokkseyri. Fjölmenntu bændur þangað og keyptu sér tunnu fyrir veturinn og borðuðu svo upp úr henni söl rétt eins og við borðum kartöfluflögur og poppkorn nú til dags. Námskeið Karls og Kuniko að Nýp um síðustu helgi var svo vel sótt að halda varð annað á þriðjudag en einnig var uppselt á það. Karl hefur um langt skeið kynnt þessa hefð og möguleika á frekari nýtingu þörunga.Þóra Sigurðardóttir myndlistarkona hefur í þrjú undanfarin ár staðið fyrir námskeiðum sem þessum sem sífellt verða vinsælli. Þrjú fyrirtæki stunda síðan sölvavinnslu hér á landi og er til dæmis eitt þeirra, Iceland Seaweed, með sölu á netinu. Það er því aldrei að vita nema snakk fornmannanna verði móðins á nýjan leik. Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Sjá meira
Karl Gunnarsson líffræðingur og japanski meistarakokkurinn Kuniko Ibayashi Changchien héldu nýlega námskeið að Nýp á Skarðsströnd en það hófst með því að farið var í fjöruna við Saurbæ til að ná í hráefnið. Þetta kann að þykja nýstárlegt en Karl segir að í raun sé um forníslenska matarhefð að ræða. „Við eigum elstu heimildir um nýtingu sjávarþörunga til matar á Vesturlöndum,“ segir Karl. „Þær koma til dæmis úr Íslendingasögum, Sturlungu og svo er kveðið á um það í Grágás hver á réttinn til að tína þetta úr fjöru.“ Það er því ljóst að sá er greip þara í leyfisleysi gat átt hegningu yfir höfði sér. Söl skipuðu meira að segja nokkurn sess í Egils sögu en skáldið fastaði í sorg sinni við fráfall sona sinna. Þorgerður dóttir hans fékk hann hins vegar til þess að borða söl sem varð til þess að hann tók sér tak og orti þá Sonatorrek, endurnærður. „Það er gaman að geta þess að Egill þekkti ekki til sölvanna en það gerði Þorgerður hins vegar,“ segir Karl sem greinilega hefur álíka gaman af fornsögum og fjörugróðri. „Enda var hún tengdadóttir Melkorku, sem var dóttir Mýrkjartans Írlandskonungs, en það er einmitt þaðan sem við Íslendingar lærðum þessa matargerð. Hún tíðkaðist hins vegar ekki í Noregi á þeim tíma.“ Vitað er að á 17. og 18. öld fór fram mikil sölvatekja á Eyrarbakka og Stokkseyri. Fjölmenntu bændur þangað og keyptu sér tunnu fyrir veturinn og borðuðu svo upp úr henni söl rétt eins og við borðum kartöfluflögur og poppkorn nú til dags. Námskeið Karls og Kuniko að Nýp um síðustu helgi var svo vel sótt að halda varð annað á þriðjudag en einnig var uppselt á það. Karl hefur um langt skeið kynnt þessa hefð og möguleika á frekari nýtingu þörunga.Þóra Sigurðardóttir myndlistarkona hefur í þrjú undanfarin ár staðið fyrir námskeiðum sem þessum sem sífellt verða vinsælli. Þrjú fyrirtæki stunda síðan sölvavinnslu hér á landi og er til dæmis eitt þeirra, Iceland Seaweed, með sölu á netinu. Það er því aldrei að vita nema snakk fornmannanna verði móðins á nýjan leik.
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Sjá meira