Efndi 48 áramótaheit af 50 Ingvar Haraldsson skrifar 31. desember 2014 13:00 Ragnheiður Stefánsdóttir segir mikilvægt að setja áramótaheiti ekki upp á neikvæðan máta. Það sé dæmt til að mistakast. vísir/auðunn „Þetta varð eitt skemmtilegasta ár sem ég hef nokkurn tímann upplifað,“ segir Ragnheiður Stefánsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar sem efndi 48 áramótaheit á árinu. „Þetta hvatti mig til að taka áskorunum og fara út fyrir þægindarammann. Ég hélt að ég þyrfti að hafa meira fyrir þessu en ég hlakkaði alltaf til að skoða hvert áramótaheit,“ segir Ragnheiður og sem vann í hverri viku við að efna heitin. Hugmyndin að áramótaheitunum kom rétt fyrir síðustu áramót. „Ég hef alltaf verið að setja mér heit um hver áramót og það hefur ekki alveg virkað. En núna settist ég niður og reyndi að hafa það í huga að gera eitthvað sem mér þótti skemmtilegt,“ segir Ragnheiður sem strengdi í heild fimmtíu áramótaheit. Aðeins tvö þeirra stóðust ekki, að hlaupa Kirkjuhlaupið á annan í jólum og heimsækja Viðey. Áramótaheitin voru flest einföld á borð við að elda oftar fisk og að flokka myndir í tölvunni. Önnur voru talsvert tímafrekari. „Það verkefni sem mestur tími fór í var að hlaupa New York-maraþonið. Ég var að undirbúa mig með einhverjum hætti fyrir hlaupið á hverjum degi frá maí og fram í nóvember,“ segir Ragnheiður. Hún segir einnig að mörg heitanna hafi orðið að einhverju stærra en ætlunin var í upphafi. „Að poppa meira minnti mig á að nýta og fara vel með hlutina og vera ekki alltaf að kaupa nýtt,“ segir Ragnheiður. Aðspurð hvaða ráð hún gefi fólki sem hafi átt í vandræðum með efna sín áramótaheit segir hún að hver og einn þurfi að hlusta á sjálfan sig en ekki kröfur samfélagsins. „Það þarf að íhuga vel hvort þetta sé virkilega eitthvað sem einstaklingur vill gera. Ef maður grípur eitthvað á lofti eins og að missa fimm kíló eða hlaupa maraþon af því einhver annar gerði það þá eru allar líkur á að það heppnist ekki,“ segir Ragnheiður. Einnig geti hjálpað til að skrifa heitin niður eða segja öðrum frá þeim. Þá bendir mannauðsráðgjafinn á að mikilvægt sé að setja áramótaheitin ekki upp á neikvæðan máta. „Ekki stilla heitunum upp á neikvæðan máta á borð við að byrja janúar á því að verða að hætta að borða nammi og sykur. Það er dæmt til að mistakast.“ Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
„Þetta varð eitt skemmtilegasta ár sem ég hef nokkurn tímann upplifað,“ segir Ragnheiður Stefánsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar sem efndi 48 áramótaheit á árinu. „Þetta hvatti mig til að taka áskorunum og fara út fyrir þægindarammann. Ég hélt að ég þyrfti að hafa meira fyrir þessu en ég hlakkaði alltaf til að skoða hvert áramótaheit,“ segir Ragnheiður og sem vann í hverri viku við að efna heitin. Hugmyndin að áramótaheitunum kom rétt fyrir síðustu áramót. „Ég hef alltaf verið að setja mér heit um hver áramót og það hefur ekki alveg virkað. En núna settist ég niður og reyndi að hafa það í huga að gera eitthvað sem mér þótti skemmtilegt,“ segir Ragnheiður sem strengdi í heild fimmtíu áramótaheit. Aðeins tvö þeirra stóðust ekki, að hlaupa Kirkjuhlaupið á annan í jólum og heimsækja Viðey. Áramótaheitin voru flest einföld á borð við að elda oftar fisk og að flokka myndir í tölvunni. Önnur voru talsvert tímafrekari. „Það verkefni sem mestur tími fór í var að hlaupa New York-maraþonið. Ég var að undirbúa mig með einhverjum hætti fyrir hlaupið á hverjum degi frá maí og fram í nóvember,“ segir Ragnheiður. Hún segir einnig að mörg heitanna hafi orðið að einhverju stærra en ætlunin var í upphafi. „Að poppa meira minnti mig á að nýta og fara vel með hlutina og vera ekki alltaf að kaupa nýtt,“ segir Ragnheiður. Aðspurð hvaða ráð hún gefi fólki sem hafi átt í vandræðum með efna sín áramótaheit segir hún að hver og einn þurfi að hlusta á sjálfan sig en ekki kröfur samfélagsins. „Það þarf að íhuga vel hvort þetta sé virkilega eitthvað sem einstaklingur vill gera. Ef maður grípur eitthvað á lofti eins og að missa fimm kíló eða hlaupa maraþon af því einhver annar gerði það þá eru allar líkur á að það heppnist ekki,“ segir Ragnheiður. Einnig geti hjálpað til að skrifa heitin niður eða segja öðrum frá þeim. Þá bendir mannauðsráðgjafinn á að mikilvægt sé að setja áramótaheitin ekki upp á neikvæðan máta. „Ekki stilla heitunum upp á neikvæðan máta á borð við að byrja janúar á því að verða að hætta að borða nammi og sykur. Það er dæmt til að mistakast.“
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira