Mögulega metfjöldi erlendra leikmanna á Íslandi næsta sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2014 06:00 Íslandsmeistari. Daninn Martin Rauschenberg vann titilinn með Stjörnuliðinu í sumar. Fréttablaðið/Andri Marinó Erlendum leikmönnum í efstu deild hér á landi hefur farið fjölgandi síðustu árin og eins og úttekt Fréttablaðsins leiðir í ljós voru íslensk lið fljót að jafna sig á efnahagskreppunni hér á landi og eru löngu komin fram úr þeim fjölda erlendra leikmanna sem var algengur árin fyrir hrun. Minnst 50 erlendir leikmenn hafa spilað hér á landi síðustu þrjú tímabil og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, spáir því að nýtt met verði sett í sumar. KR-ingar hafa misst nokkra lykilmenn frá síðustu leiktíð í atvinnumennsku. Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason, Haukur Heiðar Hauksson og Óskar Örn Hauksson spila allir erlendis á næsta ári og Guðmundur Reynir Gunnarsson er hættur. KR-ingar hafa þó náð að styrkja hópinn í haust. Pálmi Rafn Pálmason snýr aftur til Íslands eftir góð ár í Noregi og Rasmus Christiansen, fyrrum leikmaður ÍBV, kemur að öllu óbreyttu í KR eftir áramót. Það þarf þó meira til og Kristinn segir að KR-ingar séu að leita leiða til að fylla í þau skörð sem voru höggvin í leikmannahóp liðsins og séu í því tilliti fyrst og fremst að horfa út fyrir landsteinana, enda fremur óalgengt að íslensk lið kaupi leikmenn frá öðrum íslenskum liðum. „Við erum ekki að leita að íslenskum leikmönnum þó að við útilokum ekki neitt,“ sagði Kristinn. „Fyrst og fremst erum við að horfa til útlanda,“ segir hann og staðfestir að danskir leikmenn séu helst í sigtinu. „Það er alveg klárt mál að við munum bæta við leikmannahópinn og ef allt gengur upp ættum við að fá tvo menn í janúar eða febrúar – að minnsta kosti.“Af þeim tólf liðum sem léku í Pepsi-deild karla í sumar var aðeins eitt sem var ekki með erlendan leikmann í sínum röðum. Það var Fram sem féll í 1. deildina ásamt Þór. Kristinn á von á því að landslagið í íslenskri knattspyrnu verði svipað að þessu leyti á komandi árum. „Ég gæti jafnvel trúað því að það verði metfjöldi erlendra leikmanna á Íslandi á næsta ári – miðað við hvernig markaðurinn er og hvað liggur í loftinu,“ segir Kristinn en eins og kemur fram hér fyrir neðan hafa lið utan höfuðborgarsvæðisins fengið mun fleiri erlenda leikmenn til sín en lið í Reykjavík og nágrenni. Þó voru þrjú efstu lið Pepsi-deildar karla í sumar með mun fleiri erlenda leikmenn í sínum röðum á síðasta tímabili – Stjarnan sex, FH fimm og KR fjóra – og því langt yfir meðaltali sínu síðasta áratuginn. Miðað við orð Kristins eru líkur á að sú þróun haldi áfram og lið á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að leita út fyrir landsteinana, líkt og landsbyggðarliðin hafa reglulega gert síðustu árin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Erlendum leikmönnum í efstu deild hér á landi hefur farið fjölgandi síðustu árin og eins og úttekt Fréttablaðsins leiðir í ljós voru íslensk lið fljót að jafna sig á efnahagskreppunni hér á landi og eru löngu komin fram úr þeim fjölda erlendra leikmanna sem var algengur árin fyrir hrun. Minnst 50 erlendir leikmenn hafa spilað hér á landi síðustu þrjú tímabil og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, spáir því að nýtt met verði sett í sumar. KR-ingar hafa misst nokkra lykilmenn frá síðustu leiktíð í atvinnumennsku. Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason, Haukur Heiðar Hauksson og Óskar Örn Hauksson spila allir erlendis á næsta ári og Guðmundur Reynir Gunnarsson er hættur. KR-ingar hafa þó náð að styrkja hópinn í haust. Pálmi Rafn Pálmason snýr aftur til Íslands eftir góð ár í Noregi og Rasmus Christiansen, fyrrum leikmaður ÍBV, kemur að öllu óbreyttu í KR eftir áramót. Það þarf þó meira til og Kristinn segir að KR-ingar séu að leita leiða til að fylla í þau skörð sem voru höggvin í leikmannahóp liðsins og séu í því tilliti fyrst og fremst að horfa út fyrir landsteinana, enda fremur óalgengt að íslensk lið kaupi leikmenn frá öðrum íslenskum liðum. „Við erum ekki að leita að íslenskum leikmönnum þó að við útilokum ekki neitt,“ sagði Kristinn. „Fyrst og fremst erum við að horfa til útlanda,“ segir hann og staðfestir að danskir leikmenn séu helst í sigtinu. „Það er alveg klárt mál að við munum bæta við leikmannahópinn og ef allt gengur upp ættum við að fá tvo menn í janúar eða febrúar – að minnsta kosti.“Af þeim tólf liðum sem léku í Pepsi-deild karla í sumar var aðeins eitt sem var ekki með erlendan leikmann í sínum röðum. Það var Fram sem féll í 1. deildina ásamt Þór. Kristinn á von á því að landslagið í íslenskri knattspyrnu verði svipað að þessu leyti á komandi árum. „Ég gæti jafnvel trúað því að það verði metfjöldi erlendra leikmanna á Íslandi á næsta ári – miðað við hvernig markaðurinn er og hvað liggur í loftinu,“ segir Kristinn en eins og kemur fram hér fyrir neðan hafa lið utan höfuðborgarsvæðisins fengið mun fleiri erlenda leikmenn til sín en lið í Reykjavík og nágrenni. Þó voru þrjú efstu lið Pepsi-deildar karla í sumar með mun fleiri erlenda leikmenn í sínum röðum á síðasta tímabili – Stjarnan sex, FH fimm og KR fjóra – og því langt yfir meðaltali sínu síðasta áratuginn. Miðað við orð Kristins eru líkur á að sú þróun haldi áfram og lið á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að leita út fyrir landsteinana, líkt og landsbyggðarliðin hafa reglulega gert síðustu árin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira