Fjölskyldan tekur upp lag um hver jól Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. desember 2014 09:00 Fjölskyldan tekur upp nýtt lag fyrir hver jól og hefur vakið mikla lukku. mynd/einkasafn „Við tókum upp þessa skemmtilegu hefð fyrstu jólin eftir hrunið. Fyrst var þetta bara hugmynd um að gefa ódýra og skemmtilega jólagjöf en hefur undið upp á sig,“ segir Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu þar sem allir syngja saman inn á upptöku fyrir hver jól. „Við höfum öll verið í músík á einhvern hátt. Mamma hefur verið í kór, bróðir minn hefur verið í mörgum hljómsveitum, stjúppabbi minn er náttúrutalent og svo hef ég verið í söngnámi og svona,“ útskýrir Birgitta Rún. Bróðir hennar, Magnús Ingi Sveinbjörnsson sér um að stýra upptökum, útsetja þær og hljóðblanda áður en þær eru gerðar opinberar. Stofunni á heimili fjölskyldunnar er breytt í hljóðver í einn dag skömmu fyrir jól og er mikið hlegið og skemmt sér við upptökurnar. Fjölskyldan kallar sig Lambo Jambo þegar hún bregður sér í líki hljómsveitar. Þau velja alltaf lög sem henta fyrir hvert ár en fyrstu jólin var lagið Don"t Worry Be Happy fyrir valinu. „Þetta lag var viðeigandi á þeim tíma. Í hitteð fyrra tókum við svo upp lagið When I Think of Angels því þá misstum við fjölskyldan, afar kæra vinkonu og sungum lagið til þess að minnast hennar.“ Í fyrstu var lagið sem fjölskyldan tók upp sett á geisladisk og gefið sem jólagjöf til vina og ættingja. „Mamma er orðin svo alþjóðleg og á svo marga vini út um allan heim að hún sendir jólakveðjur í gegnum Youtube og notar lögin sem við tökum upp undir þannig að við leyfum vinum og ættingjum að njóta í gegnum Youtube í dag,“ bætir Birgitta Rún við. Í ár tóku þau upp lagið, Oh Happy Day og gerðu það að sínu en Birgitta Rún vill meina að þeirra útgáfa sé mjög hress og skemmtileg. Fjölskyldan á leyndan aðdáanda sem hefur að ákveðnu leyti eignað sér eitt myndbandið þeirra. „Það er einhver útlenskur gaur búinn að setja lag frá okkur inn á sinn „account“ og það er komið í 600.000 „views“. Þetta var Abba lag og gaurinn fílar greinilega Abba. Við þekkjum hann ekki neitt en það er bara fyndið,“ segir Birgitta Rún og hlær. Hún hvetur fólk til þess að taka upp sínar eigin hefðir og siði því jólin snúast um að eiga gleðistund með fjölskyldunni. „Þetta er líka uppáhalds hefðin okkar allra.“ Jólafréttir Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Við tókum upp þessa skemmtilegu hefð fyrstu jólin eftir hrunið. Fyrst var þetta bara hugmynd um að gefa ódýra og skemmtilega jólagjöf en hefur undið upp á sig,“ segir Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu þar sem allir syngja saman inn á upptöku fyrir hver jól. „Við höfum öll verið í músík á einhvern hátt. Mamma hefur verið í kór, bróðir minn hefur verið í mörgum hljómsveitum, stjúppabbi minn er náttúrutalent og svo hef ég verið í söngnámi og svona,“ útskýrir Birgitta Rún. Bróðir hennar, Magnús Ingi Sveinbjörnsson sér um að stýra upptökum, útsetja þær og hljóðblanda áður en þær eru gerðar opinberar. Stofunni á heimili fjölskyldunnar er breytt í hljóðver í einn dag skömmu fyrir jól og er mikið hlegið og skemmt sér við upptökurnar. Fjölskyldan kallar sig Lambo Jambo þegar hún bregður sér í líki hljómsveitar. Þau velja alltaf lög sem henta fyrir hvert ár en fyrstu jólin var lagið Don"t Worry Be Happy fyrir valinu. „Þetta lag var viðeigandi á þeim tíma. Í hitteð fyrra tókum við svo upp lagið When I Think of Angels því þá misstum við fjölskyldan, afar kæra vinkonu og sungum lagið til þess að minnast hennar.“ Í fyrstu var lagið sem fjölskyldan tók upp sett á geisladisk og gefið sem jólagjöf til vina og ættingja. „Mamma er orðin svo alþjóðleg og á svo marga vini út um allan heim að hún sendir jólakveðjur í gegnum Youtube og notar lögin sem við tökum upp undir þannig að við leyfum vinum og ættingjum að njóta í gegnum Youtube í dag,“ bætir Birgitta Rún við. Í ár tóku þau upp lagið, Oh Happy Day og gerðu það að sínu en Birgitta Rún vill meina að þeirra útgáfa sé mjög hress og skemmtileg. Fjölskyldan á leyndan aðdáanda sem hefur að ákveðnu leyti eignað sér eitt myndbandið þeirra. „Það er einhver útlenskur gaur búinn að setja lag frá okkur inn á sinn „account“ og það er komið í 600.000 „views“. Þetta var Abba lag og gaurinn fílar greinilega Abba. Við þekkjum hann ekki neitt en það er bara fyndið,“ segir Birgitta Rún og hlær. Hún hvetur fólk til þess að taka upp sínar eigin hefðir og siði því jólin snúast um að eiga gleðistund með fjölskyldunni. „Þetta er líka uppáhalds hefðin okkar allra.“
Jólafréttir Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira