Menning

Slegist um Öræfin hans Ófeigs

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Ófeigur Sigurðsson Fjórða prentun Öræfa kemur í verslanir eftir helgi.
Ófeigur Sigurðsson Fjórða prentun Öræfa kemur í verslanir eftir helgi. Vísir/Stefán
Óvæntasti smellur jólabókaflóðsins er sennilega skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Ekki nóg með að hún sé tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta og hafi á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana víða um land, heldur hafa kaupendur bóka nánast slegist um bókina og nú er svo komið að þriðja prentun er á hinum frægu þrotum hjá Forlaginu. Búið er að starta fjórðu prentun sem væntanleg er í verslanir eftir helgina og hafa Öræfi þá verið prentuð í 10.000 eintökum. Ekki slæmt það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×