Skemmtilegar og öðruvísi jólahefðir Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2014 14:00 Skemmtilegar og öðruvísi jólahefðir. VÍSIR Hefðir eru stór hluti af jólunum. Innan fjölskyldna og vinahópa skapast oft persónulegar og skemmtilegar jólahefðir sem koma fólki í hið eina sanna jólaskap og verða jafn sjálfsagður og ómissandi hluti af jólahátíðinni og malt og appelsín eða vel skreytt jólatré.Kristín klæðir sig upp í brúðarkjólinn á aðfangadag.Vísir/VilhelmÍ brúðarkjólnum á aðfangadag Á jólunum hafa flestir þann vana að klæðast sínu fínasta pússi. Kristín Einarsdóttir tekur fínu fötin skrefinu lengra og klæðir sig upp í brúðarkjól. Hún og eiginmaður hennar giftu sig í desember fyrir átján árum og hafa síðastliðin tíu ár klætt sig upp í brúðkaupsfötin á aðfangadag. Kristínu fannst leiðinlegt að sjá brúðarkjólinn hanga inni í skáp og langaði að finna einhver not fyrir hann. Úr varð að hún ákvað að nota hann á jólunum. „Síðan hef ég bara farið í hann á hverju aðfangadagskvöldi og maðurinn minn í sín brúðgumaföt. Börnunum finnst ekki vera komin jól fyrr en við erum komin í fötin.“ Kjóllinn er fremur fyrirferðarmikill með slöri og öllu tilheyrandi. „Ég fer í hann klukkan sex og græja allt í honum, það er mjög mikil pressa að komast í hann og vera í honum um jólin,“ segir Kristín hlæjandi.Vilborg hvetur fólk til þess að prufa bakaðar baunir frá Heinz með hangikjötinu.Vísir/ValliHeinz með hangikjötinu Í fjölskyldu Vilborgar Þórðardóttur hefur tíðkast í þrjár kynslóðir að borða bakaðar baunir frá Heinz með hangikjötinu um jólin. „Þetta er sem sagt hefð á mínu heimili, heimili foreldra minna og hjá ömmu og afa að hafa alltaf Heinz bakaðar baunir með hangikjöti um jólin,“ segir Vilborg en það hvarflaði ekki að henni fyrr en í seinni tíð að það væru ekki allir sem borðuðu bakaðar baunir með hangikjöti. „Ég áttaði mig ekkert á því fyrr en ég var svona 25 ára að það væru ekki allir Íslendingar sem borðuðu bakaðar baunir með hangikjötinu. Það var í einhverju jólaboði sem einhver nefndi að það væri fyndið að við værum alltaf með bakaðar baunir með.“ Siðinn segir Vilborg koma frá afa sínum, Sverri Valdimarssyni, sem stundaði nám í Bandaríkjunum og komst að því að bakaðar baunir frá Heinz passa vel með reyktu kjöti. „Þetta var svo haft á jólunum með hangikjötinu enda passar þetta mjög vel saman. Ég bara hvet fólk til þess að prufa þetta,“ segir Vilborg og hlær.Áslaug Helga ásamt eiginmanni sínum Jóhanni Gunnari.Mynd/EinkasafnMalt og appelsín út á jólagrautinn Malt og appelsín er klassískur drykkur á borðum landsmanna um jólin, flestir neyta drykkjarins úr glasi en Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir ólst upp við að setja malt og appelsín út á jólagrautinn. „Ég eiginlega man ekki hvenær þetta byrjaði. Þetta var bara gert þegar ég var barn og það hefur sjálfsagt bara einhver prufað þetta og svo bara bragðaðist þetta svo vel að við héldum þessu áfram,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún ekki alla í fjölskyldunni setja malt og appelsín út á jólagrautinn. „Það eru ekki alveg allir, en þeir sem þora að prufa þetta prufa yfirleitt aftur.“Feðginin leika titla úr Bókatíðindum í jólaboðum.Vísir/ValliLeika titlana úr Bókatíðindum „Ég man eftir þessu frá því ég var lítil úr jólaboðum hjá ömmu og afa á jóladag. Þá var mikill spenningur hjá mér og frænda mínum að fá að velja í lið. Þá voru valin tvö lið og farið inn í herbergi með Bókatíðindi,“ segir Berglind Jónsdóttir en í fjölskyldu hennar tíðkast að leika bókartitla upp úr Bókatíðindum í jólaboðum fjölskyldunnar. „Svo var valin bók, farið í búninga og leikmunir valdir. Svo var planað lauslega hvað maður ætlaði að gera og farið inn í stofu og leikið fyrir hina þar til þeir giskuðu á réttan titil.“ Faðir Berglindar, Jón Þorsteinn Gunnarsson, man eftir leiknum frá því hann var ungur. „Ég hugsa að þetta sé komið frá fjölskyldu mömmu,“ segir Jón. Miserfitt er að leika bókartitlana en Berglind segir að reynt sé að velja titla sem eru skemmtilegir og þátttakendur þekki. „Ég man alltaf þegar uppskriftabókin Hratt og bítandi kom út. Þá kom liðið fram, búið að ná í eldhúsáhöld og í búningum. Þau fóru saman í hring, löbbuðu hratt og bitu saman tönnunum eins og þau væru að bíta,“ segir Berglind hlæjandi. Jólafréttir Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Hefðir eru stór hluti af jólunum. Innan fjölskyldna og vinahópa skapast oft persónulegar og skemmtilegar jólahefðir sem koma fólki í hið eina sanna jólaskap og verða jafn sjálfsagður og ómissandi hluti af jólahátíðinni og malt og appelsín eða vel skreytt jólatré.Kristín klæðir sig upp í brúðarkjólinn á aðfangadag.Vísir/VilhelmÍ brúðarkjólnum á aðfangadag Á jólunum hafa flestir þann vana að klæðast sínu fínasta pússi. Kristín Einarsdóttir tekur fínu fötin skrefinu lengra og klæðir sig upp í brúðarkjól. Hún og eiginmaður hennar giftu sig í desember fyrir átján árum og hafa síðastliðin tíu ár klætt sig upp í brúðkaupsfötin á aðfangadag. Kristínu fannst leiðinlegt að sjá brúðarkjólinn hanga inni í skáp og langaði að finna einhver not fyrir hann. Úr varð að hún ákvað að nota hann á jólunum. „Síðan hef ég bara farið í hann á hverju aðfangadagskvöldi og maðurinn minn í sín brúðgumaföt. Börnunum finnst ekki vera komin jól fyrr en við erum komin í fötin.“ Kjóllinn er fremur fyrirferðarmikill með slöri og öllu tilheyrandi. „Ég fer í hann klukkan sex og græja allt í honum, það er mjög mikil pressa að komast í hann og vera í honum um jólin,“ segir Kristín hlæjandi.Vilborg hvetur fólk til þess að prufa bakaðar baunir frá Heinz með hangikjötinu.Vísir/ValliHeinz með hangikjötinu Í fjölskyldu Vilborgar Þórðardóttur hefur tíðkast í þrjár kynslóðir að borða bakaðar baunir frá Heinz með hangikjötinu um jólin. „Þetta er sem sagt hefð á mínu heimili, heimili foreldra minna og hjá ömmu og afa að hafa alltaf Heinz bakaðar baunir með hangikjöti um jólin,“ segir Vilborg en það hvarflaði ekki að henni fyrr en í seinni tíð að það væru ekki allir sem borðuðu bakaðar baunir með hangikjöti. „Ég áttaði mig ekkert á því fyrr en ég var svona 25 ára að það væru ekki allir Íslendingar sem borðuðu bakaðar baunir með hangikjötinu. Það var í einhverju jólaboði sem einhver nefndi að það væri fyndið að við værum alltaf með bakaðar baunir með.“ Siðinn segir Vilborg koma frá afa sínum, Sverri Valdimarssyni, sem stundaði nám í Bandaríkjunum og komst að því að bakaðar baunir frá Heinz passa vel með reyktu kjöti. „Þetta var svo haft á jólunum með hangikjötinu enda passar þetta mjög vel saman. Ég bara hvet fólk til þess að prufa þetta,“ segir Vilborg og hlær.Áslaug Helga ásamt eiginmanni sínum Jóhanni Gunnari.Mynd/EinkasafnMalt og appelsín út á jólagrautinn Malt og appelsín er klassískur drykkur á borðum landsmanna um jólin, flestir neyta drykkjarins úr glasi en Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir ólst upp við að setja malt og appelsín út á jólagrautinn. „Ég eiginlega man ekki hvenær þetta byrjaði. Þetta var bara gert þegar ég var barn og það hefur sjálfsagt bara einhver prufað þetta og svo bara bragðaðist þetta svo vel að við héldum þessu áfram,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún ekki alla í fjölskyldunni setja malt og appelsín út á jólagrautinn. „Það eru ekki alveg allir, en þeir sem þora að prufa þetta prufa yfirleitt aftur.“Feðginin leika titla úr Bókatíðindum í jólaboðum.Vísir/ValliLeika titlana úr Bókatíðindum „Ég man eftir þessu frá því ég var lítil úr jólaboðum hjá ömmu og afa á jóladag. Þá var mikill spenningur hjá mér og frænda mínum að fá að velja í lið. Þá voru valin tvö lið og farið inn í herbergi með Bókatíðindi,“ segir Berglind Jónsdóttir en í fjölskyldu hennar tíðkast að leika bókartitla upp úr Bókatíðindum í jólaboðum fjölskyldunnar. „Svo var valin bók, farið í búninga og leikmunir valdir. Svo var planað lauslega hvað maður ætlaði að gera og farið inn í stofu og leikið fyrir hina þar til þeir giskuðu á réttan titil.“ Faðir Berglindar, Jón Þorsteinn Gunnarsson, man eftir leiknum frá því hann var ungur. „Ég hugsa að þetta sé komið frá fjölskyldu mömmu,“ segir Jón. Miserfitt er að leika bókartitlana en Berglind segir að reynt sé að velja titla sem eru skemmtilegir og þátttakendur þekki. „Ég man alltaf þegar uppskriftabókin Hratt og bítandi kom út. Þá kom liðið fram, búið að ná í eldhúsáhöld og í búningum. Þau fóru saman í hring, löbbuðu hratt og bitu saman tönnunum eins og þau væru að bíta,“ segir Berglind hlæjandi.
Jólafréttir Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”